Skessuhorn - 30.10.2002, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002
AáiasuiiuK.'.
►
T^enninn
Framsýnn samgönguráðherra
Ég lenti í samræðum við er-
lendan tækniráðgjafa, sem hefur
starfað hér á landi undanfarin sjö
ár, þegar umræddur aðili dvaldi á
Gistiheimilinu Brekkubæ síðast-
liðið sumar. Hann sagði meðal
annars að mestu vandamálin í
samstarfi við íslenska aðila væri
hversu skammsýnir þeir væru og
hversu erfitt væri að fá þá til að
gera sér áætlun langt fram í tím-
ann. Sennilega hefur þessi sami
tækniráðgjafi aldrei hitt sam-
gönguráðherra okkar og gerir sér
ekki grein fyrir því hversu langt
ffam í tímann hann horfir í sinni
stefnumótun í ferða- og sam-
göngumálum.
Framsýni Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra kom meðal
annars fram á nýafstaðinni Ferða-
málaráðstefnu sem haldin var í
Stykkishólmi. Slík ráðstefna er ár-
legur viðburður og kemur ráð-
herra jafnan þar fram og kynnir
stórátök í stefnumótun og skipu-
lagi innan síns ráðuneytis. I ár
fjallaði ráðherra meðal annars um
auknar fjárveitingar til landkynn-
ingarmála vegna þess samdráttar í
ferðaþjónustu sem atburðirnir
þann 11. september 2001 sköp-
uðu. I máli ráðherra kom ffarn að
samdráttur í ferðaþjónustu sé
áhyggjuefni um allan heim en
jafnframt að menn geri sér nú bet-
ur grein fyrir mikilvægi atvinnu-
greinarinnar en hún er sú stærsta í
heiminum í dag.
A umræddri Ferðamálaráð-
stefnu voru einnig kyrmt drög að
skýrslu um svæðaskiptingu lands-
ins sem Ferðamálaráð hefur unnið
að beiðni ráðherra. Með þessari
skýrslu er verið að slá hring utan
um og skipta landinu upp í ákveð-
in markaðssvæði. Markaðssvæðin
gætu þá eflt innra samstarf og
byggt upp sterkari heild og mynd-
að litla klasa innan ferðaþjónust-
unnar sem myndu síðan verða að
heildarkeðju um allt landið. Með
því að leggja einungis ffam drög
en ekki fullmótaða skýrslu er öll-
um sem áhuga hafa á gert kleiff að
koma með athugasemdir og má
ætla að það leiði til betri heildar-
útkomu þegar skýrslan er tilbúin.
Er það mjög lýðræðisleg vinnuað-
ferð sem ber að þakka ráðherra
fyrir.
Á málþingi daginn eftir Ferða-
málaráðstefhuna, sem einnig var
haldið í Stykkishólmi, braut ráð-
herra blað í sögu ferðamála á
landinu þegar hann veitti Hóla-
skóla brautargengi til að gerast
umboðsaðili umhverfisvottunar-
samtakanna Green Globe 21 og
var viðstaddur undirskrift samn-
ings þeirra á milli. Þarna tel ég að
ráðherra hafi horft lengra til
framtíðar en marga grunar og það
skemmtilega er að samningurinn
er undirritaður á því ári sem Sam-
einuðu þjóðirnar helga umhverf-
isvænni ferðaþjónustu.
Með auknum menntunarmögu-
leikum hér á landi í ferðaþjónustu
hefur vaknað vitund um það
hversu mikilvæg auðlind náttúra
og menning okkar er og hversu
mikilvægt það sé að við hér á landi
stefnum að sjálbærri þróun í um-
hverfisvænni ferðaþjónustu.
Snemma á þessu ári ákvað Ferða-
þjónusta bænda á aðalfundi sínum
að taka upp umhverfisstefnu inn-
an næsm 2ja ára. Aðildarfélagar
Ferðaþjónustu bænda em rúm-
lega hundrað og mtmgu og ljóst
er að þeir vilja fá umhverfisstefnu
sína vottaða af þriðja aðila. Því má
búast við að starfsumhverfi ferða-
þjónusm í dreifbýli breytist á
næsm tveimur áram þegar fleiri
og fleiri aðilar sækja um vottun á
því að þeir séu að leggja sitt af
mörkum til sjálfbærrar þróunar og
verndunar á auðlind ferðaþjónust-
tmnar.
Með vottaða umhverfisstefnu
verða fyrirtækin mun sýnilegri á
markaði og viðskiptavinirnir fá
tryggingu fyrir því að fyrirtækin
séu rekin eftir stefnu sem miðar
að því að skaða náttúrana sem
minnst. Island á jafnframt mögu-
leika á því að verða fyrsta land í
heimi þar sem einungis er smnd-
uð umhverfisvæn ferðaþjónusta á
landsbyggðinni, þess vegna á öllu
landinu, því allir sem uppfylla
ákveðin skilyrði eiga aðgang að
votmn Green Globe 21 eða ann-
arra vottunarfyrirtækja.
Þessari framtíðarsýn í ferða-
þjónusm hefur samgönguráðherra
lagt lið. Ætla má að ráðherra sjái
ekki einungis fyrir sér að um-
hverfisstefna fyrirtækja og vottun
þeirra muni auka gæði í ferða-
þjónusm, heldur einnig hin miklu
markaðstækifæri sem felast í því
að geta kynnt eylandið Island á er-
lendum ferðamannamörkuðum
sem sérstakt og einstakt, ekki ein-
ungis fyrir náttúrufegurð og
menningu, heldur einnig sem
frumkvöðull í umhverfisvænni
ferðaþjónusm.
Væntanlega nýtur ráðherra með
slíka ffamtíðarsýn brautargengis í
komandi alþingiskosningum
þannig að við sem í þessu landi
búum fáum að njóta affaksturs
þess mikla undirbúnings sem
hann hefur tmnið að umhverfis-
vænni ferðaþjónustu á Islandi,
heilsu- og menningartengdri
ferðaþjónusm, svo og að mark-
vissari markaðssemingu ákveð-
inna svæða innan landsins.
Guðrún G. Bergmann
Höfundur er aðili að umhverfis-
vænum ferðaþjónusturekstri á
Brekkubæ á Hellnum og stundar
nám íferðamálafræði
við Háskóla Islands.
Skólatími grunnskólabama - Vetrarfrí
Mig langar að skrifa nokkrar
línur í sambandi við þá breytingu
sem íslensk stjómvöld hafa gert á
skólatíma grunnskólabarna og þar
á meðal vetrarfrí. Ég skil alls ekki
tilganginn með þessari breytingu
og hef lengi ætlað mér að skrifa
um þessi mál. Ég er sjálf íþrótta-
kennari og sem slík er ég hka al-
gerlega á móti þessari breytingu
og þessari þróun. Við lengjum
skólatíma bamanna (og vinnutíma
kennara) ffam á mitt sumar og
byrjum svo aftur um miðjan ágúst.
Þessi breyting er í samræmi við
skólatímann á hinum Norður-
löndunum en að mínu mati á þetta
engan veginn við aðstæður okkar
hér á landi. I flestum hinum Norð-
urlöndunum s.s. Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi er komið hálf-
gert sumarveður
I kringum páskana og veðrið er
oft mjög gott alveg fram í byrjun
október.
Aðstæðurnar þar era því allt
aðrar en á Islandi þar sem við
eram heppin ef við fáum þrjá
góða sumarmánuði og því finnst
mér alveg út í hött að bera okkur
saman við þessi lönd í þessum mál-
um og apa allt eftir þeim.
Vctrarfrí
I ffamhaldi af þessu er svo vetr-
arfríið sem gerir flestöllum for-
eldram mjög erfitt fyrir. Ég bjó í
Noregi í eitt ár og á ættingja sem
hafa búið þar í 15 ár og samkvæmt
þeirri reynslu era mjög margir
Norðmenn í algjörum vandræðum
með börnin sín á meðan vetrarffí-
in standa yfir. Hér á Islandi er
vandinn sá sami. Börnin era send í
vetrarfrí í u.þ.b. 3 virka dag fyrir
og eftir jól sem setur flesta for-
eldra í vanda. Fæstir foreldar hafa
möguleika á að taka sér ffí ffá
vinnu á þessum tíma og getur
þetta því leitt til togstreitu á milli
vinnu og bama og eflaust frávika
ffá vinnu.
íslenskar aðstæður
Skoðun mín er sú að skólatím-
inn eins og hann var hér áður fyrr
þ.e. skólalok seinnipart maí og
byrjað aftur um 1. september sé
mun hentugri fyrir okkur Islend-
inga. Bömin okkar þurfa hvort
sem er að vera ein heima eða í
pössim utan skóla yfir sumartím-
ann því það era fæstir sem fá 2 - 2
1/2 mánaða sumarffí þannig að ég
get ekki séð að það skipti nokkra
máli hvort 2-3 vikur bætist við.
Einnig tel ég að mun auðveldara
sé að láta börnin vera ein heima,
úti að leika sér í góða veðrinu eða
jafiivel fá pössun fyrir þau í byrjun
júní eða lok ágúst heldur en t.d. í
nóvember. Mig langar því til að
beina því til skólayfirvalda á Is-
landi að íhuga þessi mál út frá of-
annefndum þáttum og íslenskum
aðstæðum. Breyta þarf skólatím-
anum aftur eins og mögulegt er
miðað við aukinn tímafjölda og
sleppa vetrarfríunum.
Laufey Sigurðardóttir.
Ljósmyndarar
sýna á SHA
Ljósmyndararnir Ágústa
Hjördís Friðriksdóttir og
Guðni Hannesson hafa opnað
sýningu á anddyri Sjúkrahúss-
ins og heilsugæslustöðvarinnar
á Akranesi í tilefni 50 ára af-
mælis stofnunarinnar á þessu
ári. Þau hafa starfrækt í sam-
einingu Myndsmiðjuna, ljós-
myndastofu á Akranesi s.l. átta
ár. Lærimeistari Ágústu var
Rut Hallgrímsdóttir (Ljós-
myndir Rutar) en Guðna Guð-
mundur Ingólfsson (Ljós-
myndastofan Imynd). Á sýn-
ingunni era rúmlega 30 mynd-
ir, í lit og svart hvítu og
myndefnið er sótt vítt og breytt
um Island, aðallega í óbyggðir.
Sýningunni lýkur 15. nóvem-
ber n.k.
ffeyýti 'töiht wu(j
Jónas fór eitt sinn á veitinga-
hús og bað þjóninn að færa sér
flösku afvíni. „En,“ sagðijónas,
„þetta verður að vera alveg sér-
stakt vín. Það VERÐUR að
vera rauðvín, árgerð 1944, gert
úr vínberjum sem uxu í brekku
sem snýr í austurátt!“
Þjónninn kom með flösku og
gaf Jónasi að smakka. „Nei,“
sagði Jónas, „þetta er árgerð
1942 úr suðurbrekku.“ Þjónn-
inn athugaði á flöskuna og,
mikið rétt, þetta var einmitt
eins ogjónas sagði.
Þá fór þjónninn og náði í
aðra flösku, sem hann opnaði
og gaf Jónasi að smakka. Jónas
afþakkaði hana, sagði hana frá
árinu 1945 ogúr norðurbrekku.
Þjónninn skoðaði miðann og
sá að það var rétt og fór og sótti
þriðju flöskuna.
Jónas smakkaði úr þriðju
flöskunni, en sendi hana sömu
leið og hinar með þeim orðum
að þetta væri árgerð 1943 úr
vesturbrekku. Þjónninn var
orðinn frekar argur á þessu, en
fór samt að ná í enn aðra flösku.
Þegar þjónninn var farinn
stóð drakkinn maður upp af
stólnum sem hann sat á í hom-
inu og gekk til Jónasar. Hann
var búinn að fylgjast heillaður
með og rétti Jónasi nú glas og
sagði „Hana, smakkaðu þetta?“
Jónas gerði það, en hrækti
vökvanum út úr sér strax aftur.
„Oj-bara,“ sagði Jónas, „þetta
er hland!“
,Já, ég veit það,“ sagði sá
fulli, „ en hvað er ég gamall?"
Jónas gaf út héraðsmálablað
og fyrsta tölublaðið átti að ná
athygli. Hann setti sem
fyrirsögn á forsíðuna:
"Helmingur bæjarfulltrúa era
glæpamenn!" Skiljanlega vora
bæjaryfirvöld ekki ánægð með
þetta og báðu hann um að taka
þetta til baka í næsta blaði, sem
hann gerði. I öðra tölublaði var
flennistór fyrirsögn á forsíðu
þar sem stóð "Helmingur
bæjarfulltrúa era ekki
glæpamenn!"
Jónas og Guðmundur ráku
lítið fyrirtæki saman og einn
daginn vora þeir að rífast
heiftarlega um kynlíf.
„Ég tel,“ sagði Jónas, „að
kynlífið sé 90 prósent erfiði og
10 prósent skemmtun.“
„Helvítis della,“ sagði
Guðmundur. „Kynlífið er 90
prósent skemmtun og 10
prósent erfiði.“
Um þetta tókst þeim að rífast
heil-lengi, eða þar til einn
starfsmanna fyrittækisins,
ungur maður með framtíðina
fyrir sér, kom þar að. Þeir
ákváðu að bera þetta undir
hann.
Eftir smá íhugun sagði ungi
maðurinn: „Kynlíf er hundrað
prósent skemmtun!“
„Af hverju segir þú það,“
spurðu Jónas og Guðmundur
báðir í einu.
„Vegna þess,“ sagði ungi
maðurinn, „að ef það væri
eitthvað erfiði fólgið í því, þá
mynduð þið láta mig gera það
fyrir ykkur.“