Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2002, Side 8

Skessuhorn - 30.10.2002, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 dáúsunu^: Mikið hefur mætt á Ólöfu Guðmundsdóttur, formanni Þjóts, og félögum hennar hjá Þjóti undanfamar vikur og mánuði við undirbúning og framkvæmd Islandsmóts einstaklinga í boccia sem fram fór á Akranesi um síðustu helgi. Mótið tókst í alla staði vel og var Skagamönnum til mikils sóma. Ólöf er gestur Skráargatsins þessa vikuna. Olöf GutSmundsdóttir Nafn: Ólöf Guðmundsdóttir Fæðingardagur og ár: 09.12.60 Starf: Forstöðuþroskaþjálfi á sambýlinu við Vesturgötu Fjölskylduhagir: Gift Smára Njálssyni og á 5 böm á aldrinum 10-23 ara. Hvemig bíl áttu: Nissan Patrol árg. ’91 Uppáhalds matur: Fiskre'ttir og lambakjót Uppáhalds drykkur: Léttmjólk og diet kók Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Mérfinnst Elín Hirst alltaf góð Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigurjónsson Uppáhalds leikari erlendur: Julia Roberts Uppáhalds íþróttamaður: Vala Flosadóttir Uppáhalds íþróttafélag: ÍA og Þjótur Uppáhalds stjómmálamaður: Halldór Asgrímsson og Siv Friðleifsdóttir Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Margir góðir, nefiii Gunnar Þórðarson Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Peter Gahriel Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Frekar hlynnt Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og trygglyndi Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki Hver þinn helsti kostur? Erfrekar skipulögð Hver erþinn helsti ókostur? A það til að verafljótfer Hvemig kom það til að Þjótur sóttist eftirþví að halda þetta mót: Aðildarfélögum IF um land allt er boðið af IF að halda þessi mót efvilji er fyrir hendi og þar sem Þjótur verður 10 ára í nóv. nk. ákváðum við að slá til. Er mikil vinna á bakvið svona mót? Já mjög mikil. Það koma margir aðþessu móti með einum eða öðrum hætti, sbr. ýmis félagasamtök, klúbbar, skólar, fyrirtæki og einstaklingar og eiga þeirþakkir skildarfyrir alla aðstoð og velvild í okkar garð. Hvemig tókst til um helgina? Mótið tókst mjóg vel og var almenn ánægja með allaþættifrá hinum félögunum. Hver eru næstu verkefni Þjóts? Það er að halda smáveislu fyrir okkar fólk 8.nóvember nk. þegarfélagið verður 10 ára. Smálúða í rjóma og támatssósu Það er Stefanía Sigurðardóttir sem sér um Eldhúskrókinn þessa vikuna. Stefama hefúr undanfarin ár séð um að snyrta kolla Skaga- manna á hárgreiðslustofunni Mozart en hver veit nema von sé á girnilegri matreiðslubók frá henni í framtíðinni? "W f 11 Stefanía Sigurðardóttir Smálúða í rjóma og tómatsósu eða bara venjulegan brauðost. Látið malla í ca 15-20 mínútur. Smálúða 2-3 flök 1 stk. Laukur 6 stk. Sveppir 3 hvítlauksrif 1/2 dós ananas 3 tómatar 1 paprika 5 matskeiðar tómatsósa rjómi gráðostur (ostur, venjulegur) Aðferð: Kryddið flökin með sítrónupipar. Lúðuflökin sett í eldfast mót. Laukur, sveppir, tómatar og paprika allt steikt saman á pönnu og sett yfir flökin. Hellið saman rjóma og tómatsósu og sett yfir allt saman + gráðost Gott meðlæti: Gúrka, rauðlaukur, pera og jöklasalat allt sett saxað saman og sett í skál. Skyrsósa: 200 gr skyr 1/2 dl. Rjómi 1 tsk. Dijon sinnep 1 hvítlauksrif 1/2 basil (maukað), má líka nota graslauk svartur pipar og salt Blandið saman skyri og rjóma og bætið öllu hinu út í. Einnig er gott að nota grjón með þessum fiskrétti. Verði ykkur að góðu! Búnaðarbanldim gefur afinælisgjöf Síðasdiðinn föstudag var haldin móttaka í útibúi Búnaðarbankans í Borgarnesi þar sem Arni Tómasson bankastjóri kynnti meðal annars starfsemi bankans og þróun útibús- ins í Borgarnesi sem er tíu ára á ár- inu. I tilefni afmælisins afhenti Kristján Bjöm Snorrason útibús- stjóri bæjarstjórn Borgarbyggðar skipulag sem bankinn hefur látið vinna fyrir útsýnis og áningarstað á Holtinu norðan við bankaútibúið en þar er gert ráð fyrir skjólgarði og bekkjum fyrir ferðafólk og heima- menn. GE Þessar 10 ára stúlkur eru bekkjarsystur í S. bekk Grunnskóla Borgamess. Þær söfnuðu munum með því að ganga í hús og héldu nýverið tombólu á Hymutorgi til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. A myndinni emfrá vinstri: „Karen Rut, Bergþóra, Rakel Yr, Sesselja, Hreggviður Hreggviðsson stjómarmaður í Hjálparstarfi kirkjunnar og Heiða Guðrún. A myndina vantar Katrínu Rós. Hetjurokk Tónlistar- keppni NFFA Nú er daginn tekið að lengja og farið að kólna í veðri og veturinn að nálgast. Þessi tími er oft erfiður fyrir Islendinga sökum skammdeg- isþunglyndis, gigtar og hverskyns kvilla, líkamlegs og andlegs eðlis, sem kuldinn og myrkrið hefur í för með sér. Einhverra hluta vegna virðast Akurnesingar sleppa betur við þessi leiðindi og hefur ástæða þess vafist fyrir fólki. Nú loksins er svarið fundið, tónlistarkeppni NFFA, það er svarið. Nú næstkomandi föstudag fer þessi rótgróni menningarviðburð- ur fram í Bíóhöllinni á Akranesi. Þessi stórmerki viðburður er prýddur skærastu stjörnunum úr tónlistarlífi skólans sem lagt hafa nótt við dag til að gera keppnina sem besta. Mikið hefur verið lagt í að gera keppnina sem veglegasta hvað varðar hljóðgæði og ljósa- dýrð. Þetta er viðburður sem eng- inn má missa af og era allir hvattir til að mæta og sjá hvað er að gerast Samningur um Náttúru- stofu I undirbúningi er samningur milli Stykkishólmsbæjar og um- hverfisráðuneytisins um rekstur Náttúrastofu Vesturlands í Stykkishólmi. Bærinn hefur rek- ið stofuna í nokkur ár en í sam- ræmi við nýorðnar lagabreyt- ingar þarf að liggja fyrir sérstak- ur samningur um reksturinn þar sem meðal annars er kveðið á um ákveðnar fjárveitingar. „Rekstur náttúrastofunnar er mjög mikilvægur fyrir okkur og önnur sveitarfélög á Vesturlandi og það hefur nú þegar sýnt sig í þeim mælingum sem stofan hef- ur verið að vinna varðandi mengun í sjó. Mér þykir hins- vegar miður að önnur sveitarfé- lög vilji ekki koma að þessum rekstri en þeim er það að sjálf- sögðu velkomið," segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. GE í tónlistarlífi unga fólksins nú eða til að rifja upp gamla tíma og baða sig í minningum um forna frægð á fjölum bíóhallarinnar. (Fréttatilkynning) Mótmæla brottrekstri Fundur haldinn í stjórn stóriðju- deildar Verkalýðsfélags Akraness 8. október 2002. Fundurinn lýsir yfir undran og hneykslan sinni vegna þeirrar breyttu stefhu Islenska jámblendi- félagsins h.f. í starfsmannamálum, sem leiddi til uppsagnar fjögurra starfsmanna framleiðsludeildar þess um mánaðamótin ágúst/sept.sl. Þarna virðist um gjörbreytt við- horf stjómenda til starfsmanna að ræða sem ekki hefur þekkst hjá þessu fyrirtæki fyrr. * Ekki verður séð að um neina fækkun starfsmanna né skipu- lagsbreytingar sé að ræða, held- ur er sagt upp starfsmönnum með áratuga starfsreynslu og aðrir ráðnir í staðinn. * Ekki verður fundið að uppsagnir þessar tengist á nokkum hátt vinnubrögðum eða brotum á öryggisreglum þessara starfs- manna * Ekki virðist heldur vera um það að ræða, að meintar ávirðingar gagnvart viðkomandi starfs- mönnum sem til þessarar uppá- komu leiddu, hafi verið færðar í tal við þá, og þeim gefinn eðli- legur kostur á að bæta sig á við- komandi sviði. Þetta atriði eitt er stórlega at- hugavert og gengur þvert á allar al- mennar reglur íslensks vinnumark- aðar. Eitthvað annað hlýtur því að liggja þarna að baki. Það er skelfilegt til þess að hugsa að atvinnuöryggi, almenn afkoma og fjárhagslegar skuldbindingar starfsmanna séu í stöðugri hættu, vegna einhvers sem þeir fá með engu skilið og engu um ráðið vegna skorts á tilsögn og leiðbeiningu varðandi það sem aflaga kann að fara af þeirra hálfu og í ffamhaldi af því, tíma og tækifæri til að bæta þar úr. Að endingu vill stjóm Stóriðju- deildarinnar vekja athygli á, að Stóriðjudeildin verður aðili að næstu kjarasamningum og þá hlýt- ur þetta mál og önnur slík að verða erfiður þröskuldur að stíga yfir. f.h sljómar Stóriðjudeildar. Sigurður H. Einarsson formaður.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.