Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2002, Side 11

Skessuhorn - 30.10.2002, Side 11
siitsísúWöiáKl MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 II / f^etuiúui • V ’ ' Oflug upplýsingatækni erforsenda framþróunar atvinnulífs og mennta- stofnana á landsbyggðinni A fundi Norrænu ráðherra- nefndarinnar sem haldinn var í Osló fyrir stuttu var fjallað um stefnumörkun norðurlandaþjóð- anna á sviði upplýsingatækni. Um- ræðan snérist um breiðbandið ffá sjónarhóli Norðurlandanna. A fundinum gerði ég grein fyrir stöðu mála hér á landi og þeirri steínu sem ég hef fylgt sem ráð- herra fjarskiptamála, það er að tryggja örugg, ódýr og aðgengileg fjarskipti fyrir alla. Björn Davíðs- son hjá Snerpu á Isafirði fjallaði um efhið ffá sjónarhóli notenda á landsbyggðinni. Á þessum fundi kom glöggt fram að við Islendingar erum ffamarlega á sviði fjarskiptamála og upplýsingatæknimála sem er mjög ánægjulegt. Við höfum verið á réttri leið, en mikils er um vert að uppbyggingu fjarskiptakerfisins um land allt verði haldið áffam með þarfir landsmanna allra í huga, um greiðan aðgang að ör- uggum og traustum fjarskiptum. Breiðbandsþjónusta um allt land Atvinnufyrirtæki, menntastofn- anir og heimilin í landinu eiga stöðugt meira undir því að góð flutningsgeta fjarskiptakerfanna sé fyrir hendi. Okkur hefur miðað vel effir að nýju fjarskiptalögin skylduðu símafyrirtækin að veita öllum þeim, sem þess óska að lág- marki ISDN. Lækkun kostnaðar við gagnaflutninga skipti einnig miklu máli, en með samningi milli samgönguráðuneytis og Símans var stigið mikilvægt skref í átt að jöfnun gagnaflutningskostnaðar um land allt. Næstu skref, sem stefna ber að, er að tryggja Breið- band um land allt, sem gefur öll- um færi á 2Mb/s tengingu. Upp- bygging þessarar þjónustu verður jafhframt að miðast við að sami kostnaður verði við gagnaflutn- inga, óháð vegalengd. Þar mun tæknin hjálpa okkur, svo og þeir hagsmunir fjarskiptafyrirtækjanna að nýta sem best fjárfestinguna sem þegar er fyrir hendi í ljósleið- urum og búnaði. Breiðbandsþjón- usta um land allt er stefnumörkun sem mun verða einhver sú mikil- vægasta byggðaaðgerð sem við getum ráðist í. Þess er að vænta að um það geti náðst víðtæk sátt milli stjórnvalda og fjarskiptafyrirtækja. Stafrænt sjónvarp Á vegum samgönguráðuneytis- ins er nú unnið að því að ná sam- komulagi um uppbyggingu á einu dreifikerfi fyrir stafræna útsend- ingu allra sjónvarpsstöðva lands- ins. Myndaður hefur verið vinnu- hópur undir forystu ráðuneytisins til að leiða saman hagsmunaaðila og ná samkomulagi um að boðið verði út kerfi strax á næsta ári. Með því yrði stigið mikilvægt skref á sviði upplýsingasamfélagsins, með t.d. gagnvirku sjónvarpi og ýmis konar öðrum möguleikum fyrir notendur. Þessar hugmyndir mfnar byggja á því að tryggja hverjum notanda sem einfaldastan aðgang að einu dreifikerfi, sem getur flutt honum allar þær sjón- varpsstöðvar sem hann kýs að vera áskrifandi að. Með breiðbandi til allra og stafrænu sjónvarpi er það skýr stefha mín að við verðum í fremstu röð á sviði upplýsinga- tækni og þar með í fremstu röð hvað varðar möguleika til fjarnáms og gagnaflutninga í þágu aukinnar velmegunar og framþróunar. Sturla Böðvarsson samgönguráðhetTa Intersportdeildin í körfuknattleik r Iþróttamiðstöðin í Borgarnesi Föstudaginn I. nóvember kl. 19.15. Skallagrímur - UMFG Styðjum strákana okkar til sigurs! r Afram Skallagrímur!! Hinn árlegi basar á Dvalarheimilinu verður haldinn laugardaginn 2. nóvember 2002 kl. 17:00. Munimir verða til sýnis kl. 15:30 - 16:45. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:30 - 18:00. Sala á basar hefst kl. 17:00 Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks. Allir hjartanlega velkomnir. Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi < S b/u'œri /m/ia.sa^riaoi/ta: Þema ársins: Norðrið hefur orðið - Norðurlandaráð 50 ára 4 Hin árlega norrœna bókasafnavika hefst mánudaginn 4. nóvember kl. 17.45 stundvíslega. Slökkt verður á rafljósum og við skin kertaljósa er lesinn sami texti samtímis á öllum Norðurlöndunum. Dagskrá: Nokkur kynningarorð JósefH. Þorgeirsson les smásöguna „Töfralampann“ eftir William Heinesen Helga Gunnarsdóttir og Ásdís Sigtryggsdóttir lesa „Jólatréð“ eftir Tove Janson Tónlistaratriði: Jónína Magnúsdóttir Kafftveitingar Þessa viku verður í Bókasajhi Akraness sýning á norrænum bókmenntum og ejhifrá Norrænafélaginu á Akranesi. cl\7/i(>mi/i fi/, Sör'r’svsMar /óAmsiifruioi/suy2002 , f/s/'a/se.'is u'd ti, fJs/'u/ie.'íi. AlMENNINGSBÓKASÖfN ... góíur kostur! Akraneskaupstabur Fjárhagsáætlun 2003 Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árib 2003 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök sem vilja koma ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 2003 á framfæri vib bæjarstjórn, eru vinsamlega bebin ab senda skrifleg erindi þar um fyrir 18. nóvember 2002. Félagasamtökum er sérstaklega bent á að beibnum um fjárveitingu þarf ab fylgja ársreikningur vibkomandi félags fyrir síbastlibib ár. Bœjarritarinn á Akranesi. fí Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæbum 24. gr. reglugerbar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för meb sér mengun, er hér meb lýst eftir athugasemdum vib tillögur ab starfsleyfi fyrir alifuglabú Birnu og Bergs ab Eskiholti II, Borgarbyggb. Um er ab ræba allt ab 15.000 fugla bú. Starfsleyfistillögurnar liggja frammi á skrifstofu Borgarbyggbar á skrifstofutíma, frá 31. október til 28. nóvember 2002. 1 Athugasemdum skal skila á skrifstofu Heilbrigbiseftirlits | Vesturlands ab Borgarbraut 13, 310 Borgarnes í seinasta | lagi 29. nóvember 2002 og skulu þær vera skriflegar. Heilbrigöisnefnd Vesturlands *

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.