Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Side 12

Skessuhorn - 06.11.2002, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 Ekki sér enn fyrir endann á uppbyggingu á Bifiröst þrátt fyrir að framkvæmdum fyrir milljarð sé að ljúka „You ain't seen nothin’ yet“ ✓ Runólfur Agústsson segir háskólamenntun vera framtíðar stóriðju Borgfirðinga ,Það er alveg rétt að það sem hér hefur átt sér stað er einsdœmi hér á landi en þekkt víða um heim hinsvegar,“. Runólfur Agústsson rektor á þaki nýja skólahússins þaðan sem sér yfir háskólahyggðina. t | i M' ' 1 fHli 1 ""f Mrnnojj í£ I 1 ‘' m\ 1 ■ iKjipi 1 jyimBM. Það hefur varla farið fram hjá Vestlendingum að á undanfömum misserum hefur átt sér stað gríðarleg uppbygging við Viðskiptaháskólann á Bifföst. Þó er líklegt að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu mikil umsviftn hafa verið í fram- kvæmdum við skólann og heldur ekki þeirri staðreynd að það sem þar hefur gerst er án efa einsdæmi á Is- landi. A fáeinum misserum hefur byggst upp í hrauninu á Bifröst heilt þorp með um 500 íbúa sem er fjöl- mennari byggð en í Búðardal, Hell- issandi, Hólmavík og Stokkseyri svo dæmi sé tekið og svipuð að stærð og Hvammstangi og Fáskrúðsfjörður. Ef haldið er áffam með samanburð við þessi þéttbýlissvæði þá nær há- skólaþorpið á Bifröst yfir mun minna landsvæði en nokkurt annað þorp af þessari stærð og annað sem er einstakt við þessa byggð er að hún er öll tilkomin vegna eins fyrirtækis, Viðskiptaháskólans á Bifföst. A haustdögum var tekið í notkun nýtt og glæsilegt skólahús á Bifröst en það verður vígt fullbúið í lok nóv- ember. Auk þess hafa staðið yfir ffamkvæmdir við fjölda nemendabú- staða í nágrenni skólans og við nýjan leikskóla Borgarbyggðar sem stend- ur efst í háskólabyggðinni. Þá hafa á síðustu mánuðiun tekið þar til starfa þjónustufyrirtæki sem byggja af- komu sína nær eingöngu á hraun- fólkinu á Bifröst. Til að fá heildarsýn á þá, um margt ótrúlegu hluti, sem eru að gerast í Norðurárdalnum ræddi blaðamaður Skessuhoms við Runólf Agústsson rektor viðskiptaháskólans um uppbygginguna sem átt hefur sér stað á staðnum og ekki síður það sem að hans mati á effir að gerast og hvaða áhrif þetta hefur fyrir Borgar- fjarðarhérað og í raun kjördæmið allt. Upphafið Þótt sú uppbygging sem hér verð- ur fjallað um hafi verið mest á und- anfömum misseram þá má að sjálf- sögðu rekja hana aftur til ársins 1955 þegar Samvinnuskólinn fluttist úr Reykjavík að Bifföst. Þar var um ára- tuga skeið rekinn skóli með um 60 - 80 nemendur og um tuttugu manna starfslið. Sá fjöldi hélst óbreyttur ffam til ársins 1988 þegar skólinn var færður á háskólastig og varð Samvinnháskólinn á Bifröst sem í dag heitir sem kunnugt er Viðskipta- háskólinn á Bifföst. Upp úr því fór að smá fjölga og árið 1995 þegar bætt var við þriðja árinu á háskóla- stigi vora nemendur orðnir yfir 100. Sá fjöldi hélst stöðugur næstu þrjú árin en þá fer að fjölga á ný og það svo um munar þannig að í dag telur háskólasamfélagið á Bifröst um 500 manns en þar af eru 254 nemendur í staðnámi en auk þess stunda 70 nemendur fjarnám við skólann. Deildir háskólans eru tvær, armars- vegar viðskiptadeild sem útskrifar viðskiptaffæðinga með BS gráðu og á síðasta ári var síðan í fýrsta sinn tekið inn í lögffæðideild með nám í viðskiptalögffæði. Þar er boðið upp á þriggja ára nám til BS gráðu og verður sú deild fullskipuð á næsta skólaári en þá bætast við um 40 nemendur til viðbótar. Að auki er Frumgreinadeild starffækt við skól- ann, sem gefur þeim sem ekki hafa stúdentspróf en eru með umtals- verða reynslu úr atvinnulífinu kost á að komast inn í háskólann að loknu eins árs undirbúningsnámi. Samvinnuskólinn á Bifföst var sem kunnugt er rekinn af Samvinnu- hreyfingunni en Viðskiptaháskólinn á Bifföst er sjálfseignarstofnun og tengist Samvinnuhreyfingurmi ekki lengur nema í gegnum söguna. Þrátt fyrir allar þessar breytingar á rekstr- arformi og markaðsásýnd skólans þá eru mörg þeirra sömu gilda í heiðri höfð og sögunni og þar með grunn- inum að þeirri starfsemi sem rekin er að Bifföst er gert hátt undir höfði á staðnum og ekki síst stofnanda Samvinnuskólans, Jónasi Jónassyni sem kenndur er við Hriflu. I því sambandi má geta þess að nýr og glæsilegur fyrirlestrasalur í nýja skólahúsinu ber nafnið Hrifla og þar er einnig Jónasarstofa þar sem er að finna brjósmynd af ffumherjanum og bókasafn hans. Þar setjumst við Runólfur niður og byrjum á að ræða um þásérstöðu sem hér var minnst á í upphafi, háskólaþorp sem verður til nánast á einni nóttu úti í hrauni. Einsdæmi hér á landi „Það er alveg rétt að það sem hér hefur átt sér stað er einsdæmi hér á landi en hinsvegaer þekkt víða um heim.. Þéttbýlisstaðir hafa víða byggst upp í kringum háskóla og há- skólabæir orðið tál. Gott dæmi er Stanford háskóli í Kalifomíu. Þar stofnaði Leland nokkur Stanford há- skóli úti í sveit á bóndabýli sínu fyr- ir rúmum 100 árum. Starfsemin hefur síðan hlaðið utan á sig og í dag er þar ein öflugasta háskóla- og þekkingarmistöð heimsins, en skól- inn er hins vegar vegna uppruna síns enn í dag kallaður „The Farm“. Margir af vinsælustu háskólum Evrópu og Bandaríkjanna hafa þannig ekki byggst upp í borgunum heldur í kampussamfélagi fyrir utan þær. Þetta form helgast af því að há- skólafólk byggir upp þekkingarsam- félag og hluti af því er að nemendur geti verið í samfélagi við aðra sem era á sömu braut, bæði nemendur og kennara. Þetta er hugmynda- ffæðin á bak við þennan litla háskóla okkar. Að búa til heilt háskóla- og þekkingarsamfélag og þetta er á- stæðan fyrir því að Bifröst er orðið að þorpi. Þegar við náðum þessari stærð sem við erum í í dag þá breytt- ist líka eitthvað þannig að allt í einu fór að borga sig að vera hér með ýmsa þjónustu fyrir íbúana Kkt og er í flestum öðrum þéttbýlisstöðum." Sú þjónusta sem Runólfur talar um og setur meiri þorpsbrag á þorp- ið ef svo má að orði komast er með- al annars verslun sem Kaupfélag Borgfirðinga opnaði á staðnum í haust, Kaffihús sem er rekið af Hreðavatnsskála, miðlægt þvottahús sem skólinn rekur, líkamsræktarstöð með heitum pottum, gufubaði og tilheyrandi og einnig verður á næst- „Frumkvöðlar. “ Runólfiir kveðst hafa nuett takmörkuðum skiliningi þegar hann kynnti hugmyndir um uppbyggingu á Bifröst. Jónasfrá Hriflu sem hér líturyfir öxlina á htmum var einnig í þeirri stöðu á sínum tímu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.