Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Page 5

Skessuhorn - 15.04.2003, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 2003 5 onMaunui. Vatnsveituframkvæmdir fyiir tvöhundruð milljónir Viðræður um yfirtöku Orku- veitu Reykjavíkur á vatnsveitu Borgarbyggðar eru á lokastigi og ef fer sem horfir eru líkur á að farið verði í stórframkvæmdir vegna kaldavatnsöflunar á næstu árum. „Þessar viðræður eru í takt við samkomulagið frá því 2001 þegar Orkuveitan keyptí hlut sveitarfélagins í HAB,“ seg- ir Páll S Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að horfa á stórar framkvæmdir við Hrauná í Norðurárdal og kalda- vatnsveitu þaðan í Borgarnes og sumarbústaðahverfin á leiðinni. Einnig er verið að horfa á vatns- veituframkvæmdir í Bifröst en þar eru tveir kostir í stöðunni, annarsvegar að tengja Bifröst inn á veituna frá Hrauná og hinsvegar að endurnýja gömlu vatnsveituna í Brekkulandi." Páll segir að samningar séu ekki frá gengnir en að verið sé að ræða málið af mikilli alvöru. Ef af verður er búist við að kostnaður við framkvæmdirnar verði um 200 milljónir króna. GE Búnaðarsamtök Vesturlands að Hvanneyri? Á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands síðastliðinn föstu- dag var rætt um hugsanlegan flutning höfuðstöðva samtak- anna úr Borgamesi að Hvann- eyri. Ef af verður munu skrif- stofur búnaðarsamtakanna flytja í nýtt húsnæði sem em í eigu Hvanna ehf. sem er hlutafélag í eigu Borgarfjarðarsveitar. Aðal- fundurinn veittí stjórn samtak- anna heimild til að ganga til samninga við Hvannir ehf um kaup á hluta húsnæðisins. Jafh- framt heimilaði aðalfundurinn að eignarhlutí Búnaðarsamtak- anna í Borgarbraut 61, þar sem skrifstofur samtakanna em tíl húsa í dag, verði seldur. Heim- ildin er háð því að niðurstaðan verði ekki fjárhagslega íþyngj- andi fyrir samtökin eins og segir í ályktuninni. Nýja skrif- stofuhúsið á Hvanneyri var tílbúið um síðastliðin áramót. Nú þegar hefur Landsam- band Kúa- bænda flutt skrifstofu sína þangað og einnig Hag- þ j ó n u s t a landsbúnað- arins, Fram- leiðnisjóður landbúnaðar- ins, PJ bygg- Skrifstofiihiísnæði Hvanna ehfi á Hvanneyri. ingar og Landbótasetrið sem samastend- trúa ríkisins og Vesturlands- ur af Skógræktarfulltrúa ríkisins skógum. á Vesturlandi, Landgræðslufull- GE Kosningainiðstöð Sjálfstæðismanna opnuð Frá opnun kosningamiðstöðvar Sjálfstæðismanna síðastliðinn jöstudag. Frá vinstri: Birna Lárusdóttir, Einar K. Guðfinnson, Adolf Bemdsen, Pétur Ottesen og Guðjón Guðmundsson. Mynd: GE Síðastliðinn föstudag var formlega opnuð kosningamið- stöð Sjálfstæðismanna í Norð- vesturkjördæmi að Borgarbraut 23 í Borgarnesi. Skrifstofan í Borgarnesi verður miðstöð flokksins í kosningabaráttunni en auk þess er flokkurinn með þrjár aðalkosningaskrifstofur í kjördæminu, á Akranesi, Isafirði og Sauðárkróki sem þegar hafa verið opnaðar. Um og eftir páska verða síðan opnaðar kosn- ingaskrifstofur í flestum öðmm þéttbýlisstöðum kjördæmisins. Borgar Þór Einarsson er kosningastjóri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi og hann segir baráttuna leggjast bærilega í sig það sem af er. „Við eram að feta okkur áfram í nýju kjördæmi sem er víðfeðmt og erfitt yfirferðar og það þekkja allir aðdragandanna að kosn- ingabaráttunni hjá okkur, þ.e. prófkjörið fræga. I ljósi þess hefur það komið mér þægilega á óvart hversu vel menn hafa náð að stilla saman strengi. Miðað við skoðanakannanir erurn við á þeim stað sem við gerðum ráð fyrir. Við eigum möguleika á fjórum þingmönnum sam- kvæmt könnunum og það er það sem að er stefnt. Það er því gott að vera í þeirri stöðu fyrir loka- sprettinn," segir Borgar. GE PÍJZZ - ALLA FIMMTUDAGA FRÁ KL. 18:00. — Mikið og gott úrval á matseðli ~ wmt.motelvenus.net tu ^sauðfjárbændur Kynningarfundur á vegum „ Kjötafurðarstöðvar KS um slátrun og markaðsmál verður haldinn á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn I 29. apríl kl 14:00 Kaupfélag Skagfirðinga Laust starf hjá Landgræðslu ríkisins Héraðsfulltrúi á Vesturlandi 50% starf Starfssvið Umsjón og ábyrgð á starfsemi héraðsseturs Landgræðslunnar á Vesturlandi og skipulagning og áætlanagerð landgræðslustarfs á starfssvæði héraðssetursins. Ráðgjöf og samstarf við bændur, sveitarfélög og sjálfboðaliða varðandi landgræðslu og gróðurvernd. Hæfniskröfur Héraðsfulltrúi þarf að hafa B.Sc. próf í náttúrufræðum eða sambærilega menntun auk reynslu og þekkingar á sviði landbúnaðar ásamt þekkingu á vistfræði lands. Ábyrgð, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni. Góð almenn tölvukunnátta. Launakjör Samkvæmt kjarasamningi opinberra | starfsmanna. o i Aðsetur i Héraðssetrið er á Hvanneyri í Borgarfjarðarsveit. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Björn H. Barkarson, sviðsstjóri landverndarsviðs, netf. bjorn@land.is og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, sveinn@land.is Sími: 488-3000. Umsóknarfrestur Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella, eða á netfangið bjorn@land.is Æskilegt er að umsókn fylgi nöfn tveggja umsagnaraðila. Umsóknarfrestur er til 7. maí n.k. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. júní n.k. Landgræðsla ríkisins

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.