Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 9
^ntMUnui.. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 2003 9 Húsasmiðjan opnar á Akranesi Búferlaflutningar fyrstu þrjá mánuði ársins Mest fjölgun í Borgarbyggð Húsasmiðjan hyggst um næstu mánaðarmót opna ríflega 630 fermetra verslun á Akra- nesi, nánar tiltekið í því hús- næði sem nú hýsir Pípulagn- ingaþjónustana. Húsasmiðjan keypti verslunarhluta Pípulagn- ingaþjónustarinnar sem mun hér eftir einungis sinna verk- takahluta gamla íyrirtækisins. Ingólfur Hafsteinsson, annar eiganda Pípulagningaþjónustar- innar og verðandi rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi, sagði í samtali við Skessuhorn að undirbúningur fyrir opnun verslunarinnar væri í fullum gangi og allt útlit fyrir að áður- nefnd tímamörk stæðust. Verslun Húsasmiðjunnar á Akranesi verður sú 17 í röðinni og bindur Olafur Þór Júlíus- son, hjá Húsasmiðjunni, miklar vonir við að verslunin komi til með að dafna vel á Skaganum. „Við höfum um hríð haft á- huga á að opna verslun á þessu svæði en aldrei boðist nógu hentug tækifæri til þessa. Akra- nes og nágrenni er sterkt markaðssvæði sem býður uppá milda möguleika. I versluninni verða um 6-7 stöðugildi og erum við að vinna í því að ráða til okkar fólk þessa dagana.“, sagði Olafur. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Islands um búferlaflutn- inga milli landsvæða á fyrsta fjórðungi ársins fækkar íbúum á Vesturlandi um 17 ef borinn er saman fjöldi brottfluttra og að- fluttra. Ef skoðaðar eru tölur yfir búferlaflutninga til og ffá einstökum sveitarfélögum á Vesturlandi kemur í ljós að fjölgunin er langmest í Borgar- byggð. Þar eru aðfluttir um- fram brottflutta 30. Aðeins eitt sveitarfélag utan höfuðborgar- svæðisins, Arborg, er með ineiri fjölgun íbúa fyrstu þrjá mánuði ársins en þar fjölgar um 40. A Akranesi eru fjölgar íbúum um 11 miðað við tölur um aðflutta og brottflutta, í Dalabyggð og Skilmannahreppi fjölgar um 3, í Skorradalshreppi eru aðfluttir umfram brottflutta 2 og 1 í Eyja- og Miklaholtshreppi. I innri Akraneshreppi stendur í- búafjöldinn í stað en í öðrum sveitarfélögum fækkar. Mest er fækkunin í Grundarfirði og Snæfellsbæ eða um 17 á hvor- um stað. I Stykkishólmi eru brottfluttir umfram aðflutta 16 og 11 í Borgarfjarðarsveit. í Hvalfjarðarstrandarhreppi fækkar um 5, um 2 í Helgafells- sveit og um 1 í Saurbæjarhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segist ánægður með fjölgun íbúa og kveðst vonast til að þessi þróun haldi áfram út árið. „Eg held þessi fjölgun skýrist fyrst og fremst af því að fólk líti almennt á Borg- arbyggð sem góðan búsetukost. Hér er allt til alls og þrátt fyrir að atvinnuástand hafa ekki ver- ið upp á það allra besta á síðustu mánuðum sýnir þetta að fólk hefur trú á þessu sveitarfélagi,“ segir Páll. GE Stordansleíkur Fjáröflunardansleikur Lions síðasta vetrardag Hljómsveitin Stubbandalagib ^ leikur til kl. 03:00 \ Matse ðitV- fOR' réttur ,asúpa et,a Matur og ball kr. 3.500,- Mibaverb kr. 2.000,- Snyrtilegur klæbnabur Aldurstakmark 18 ár SvepP4 laxatvenoa aÐAI.R£V ureba EfT\uRÉTfUR \Coiúekús 1 1 I I I 1 I t t 1 t t t t I - Allur ágóöi rennur til líknarmála Tilkynnið þátttöku á Hótel Borgarnesi í síma: 437-1119 fyrir þribjudaginn 22. apríl 2003 Lionsklúbbur Borgarness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.