Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Qupperneq 10

Skessuhorn - 19.06.2003, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JUNI 2003 jntðaunu... Stóriðjnskóli Vesturlands Á mjög góðum fundi stóriðju- deildar Verkalýðsfélags Akraness sem haldinn var 24. mars sl. Hélt sem Kolbeinn Gunnarsson for- maður Verkamannafélagsins Hlífar og einn frumkvöðla stóriðjuskóla Isal (Alcan), stórfróðlegt erindi um Stóriðjuskólann. Einnig hélt Gylíí Yngvarson yf- irtrúnaðarmaður í Isal erindi um kjaramál, en hann er með áratuga reynslu af samningamálum við ísal og hefur verið yfirtrúnaðarmaður í áratugi. Það mun hafa verið árið 1993 sem trúnaðarmenn Hlífar fóru að huga að menntamálum starfs- manna, og í samningum 1995, var námið ein af kröfum Hlífar. Það náðist svo í samningunum sem voru undirritaðir voru 10. apr- íl 1997 og hófst síðan námið haust- ið 1998. Þessir samningar höfðust ekki baráttulaust en nú er svo málum komið að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ríkir mikil ánægja jafnt hjá starfsmönnum og atvinnurekend- um með þessi mál,og allir sammála um að hér hafi verið stigið heilla- spor bæði fyrir starfsmenn og at- vinnurekendur. Námstilhögun Það sem starfsmenn læra í skól- anum eru Mannleg samskipti, tjáning, fyrirtæki og þjóðlíf, stærðfræði, Eðlisfræði, efnafræði, framleiðsluferli í stóriðju, tölvur og stýringar, eldföst efni, vélfræði með fyrirbyggjandi viðhaldi, vistfræði og umhverfismál, vinnu- umhverfi, og gæðastjórnun. Sam- tals er námslengdin 325 kennslu- stundir og skal náminu vera lokið innan tveggja ára frá því það var hafið. Réttur til námsins Sá starfsmaður sem hefur verið í starfi við eitt framleiðsluferli í 45 mánuði á rétt að fara í námið.Og er miðað við að starfsmaðurinn nái að ljúka þessum starfstíma við lok námsins. Starfsmenn sem fara í námið eru í náminu undanþegnir vinnuskyldu og halda óskertum launum. Að loknu námi Þeir sem hafa lokið 325 stundum í starfsnámi, fá launahækkun sem nemur 10,5%. Kennslan hefur far- ið þannig fram að kennt er frá kl 12 - 16, hluti námsins er í vinnutíma, og einnig mæta starfsmenn í sínum vinnutíma, en ef næturvakt er á undan skólatíma fá starfsmenn frí þá vakt. Búið er að meta bóklega þáttinn í náminu til 25 eininga á fram- haldsskólastigi þannig að oftar en ekki hefur þetta nám verið hvati fyrir nemendur fýrir áframhald- andi nám. En það má einnig geta þess að menntun mannaflans hér á Islandi er miklum mun lakari á Is- landi en annarsstaðar á Norður- löndum. íslandsskýrslan nýja frá OECD fjallar um þessa slagsíðu og dregur ekkert undan. En þar kem- ur fram að næstum 40% fólks á aldrinum 25 - 34 ára hér heima hafa enga menntun aflað sér um- frarn grunnskólamenntun og gagn- fræðapróf eða samsvarandi. A hin- um Norðurlöndunum fjórum eru það aðeins 7 til 14% mannaflans sem svo er ástatt er fyrir. Þessa töl- ur segja okkur margt eins og hvort menntakerfið hafi brugðist allstór- um hóp? Og það leggur þau verkefni á hendur verkalýðshreyfingarinnar að taka til höndum í þessum mál- um, ekki gera skólarnir það. Að loknu námi fá starfsmenn starfsheitið „Stóriðjugreinir“. Og atvinnurekendur fá betri starfs- menn og starfsmenn eru ánægðari og öruggari með sig í starfi. Það hefur reynslan sýnt. Lokaorð Það er skoðun mín að það sé orðin knýjandi nauðsyn á því að settur verði á stofn stóriðjuskóli hér á Vesturlandi. Stóriðjuskóli sem mundi ná yfir Norðurál, Járn- blendiverksmiðjuna, Sementsverk- smiðjuna og Síldarmjölverksmiðju HB. Starfsmenn síldarmjölverk- smiðjunnar eru að vinna við mjög dýr tæki og því nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á þeim tækjum sem starfsmenn eru að vinna með. Það hlýtur að vera metnaðarmál hjá öllum sem að þessu máli koma að hér á Vesturlandi verði stofnað- ur Stóriðjuskóli. Og í næstu kjara- samningum verði krafan um stór- iðjuskóla ofarlega á kröfulistanum. Sigurður H. Einarsson Formaður stóriðjudeildar Verkalýðsfélags Akraness SKILTAGER0 - HÚSAMÁLUN F\ Bjarni Steinarsson málarameistari Borgarnesi Skiltagerðin Borgarnesi ehf. Sími 437 1439 Fax 437 1590 Vesturgötu 14 • Akranesi Sími: 430 3660 • Farsími: 893 6975 Bréfsími: 430 3666 DÆLUBILL Dælubílaþjónusta Tek að mér að dæla upp t Tek að mér að dæla upp úr brunnum, sandgildrum, fitugildmm og rotþróm, stíflulosun og fleira. Er staðsettur í Borgarnesi, en geri verðtilboð um land allt. Upplýsingar veitir Sigurður í síma: 862 4974 Herbalife - heilsunnar vegna www.fanneyxx.topdiet.is Fanney 660 1666 Brynja w 660 1668 Getum við a 4 Fjölritunar- og útgáfuþjónustan ðstoðað þig? Borgarbraut 55 310 Borgarnes Símar: 437 2360 / 893 2361 Fax: 437 2361 Netfang: olgeirhelgi @ islandia.is ^ Einangrunargler ^ Öryggisgler ^ Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn Blóm Búsáhöld Pl CD 5 h| 1 1M Gjafavara Leikföng ■ ■ dLLIIi Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 —m V HAUKS Sími 437 1125 FYRIRTÆKI - HEIMILI SUMARHÚS Þetta fyrirtæki er vaktað ! NÆTURSIMI 690 3900 690 3901,690 3902

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.