Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 437 1677
Fax: 437 1678
SkRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098
Blaðamaður: Hrofnkell Proppé 892 2698
Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentun: Prentmet ehf.
437 1677 skes$uhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
hrafnkell@skessuhorn.is
ougl@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 6
þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
437 1677
í árslok
Gísli Einarsson,
Senn líður að jólum eins og svo oft ritstjóri.
áður um þetta leyti árs. Reyndar man
ég ekki eftir öðru en að það hafi komið jól í desember og mér
sýnist ekki útlit fyrir annað en svo verði einnig nú og er það vel.
Annar árviss viðburður eru áramótin en þau eru einnig und-
antekningalaust alltaf á sama tíma, eða nákvæmlega í árslok. A
þeim tímapunkti er árið búið og þá líta menn gjarnan um öxl,
varlega þó til að forðast hnjask, og líta yfir farinn veg.
Arið 2003 hefur verið nokkuð venjulegt ár að því leyti að allt
údit er fyrir að það sé með upphafi og endi og ýmsum öðrum á-
föngum sem eru þeir sömu og önnur ár. Hvert ár er samt sem
áður í eðli sínu einstakt þó stórtíðindin hafi kannski ekki hlaðist
upp-
Meðal þess sem kemur fyrst í hugann þegar litið er jtfir sviðið
hér á Vesturlandi eru samgöngubætur en síðustu árin hefur bæst
við þó nokkuð að akfærum vegarspottum hér á svæðinu og nú
síðast nýr vegur yfir Bröttubrekku. Töluverð uppbygging hefur
verið víðast hvar á Vesturlandi og töluvert byggt af húskofum af
ýmsum stærðum og gerðum þrátt fyrir að nokkurrar óvissu hafi
gætt í atvinnumálum í landshlutanum. Væntanlega má búast við
að sú uppbygging verði enn meiri á næstu mánuðum og misser-
um um leið og áhrifa af álversstækkun fer að gæta fyrir alvöru.
Sumarið og ríflega það, var ferðaþjónustufyrirtækjum Vestur-
lands nokkuð farsælt eftir því sem ég best veit og svo virðist sem
ferðamenn séu í æ ríkari mæli að átta sig á því að Vesturland er
fysilegri kostur til ferðalaga en önnur landssvæði og er ánægju-
legt að sjá að ferðaþjónustufólk virðist vera að nýta sér í auknum
mæli þá kosti sem svæðið hefur upp á að bjóða. I því sambandi
má gjarnan nefna að eitt af því sem upp úr stendur er fjöldi vel
heppnaðra fjölskylduhátíða um allt Vesturland og fjölmarga
menningarviðburði aðra mætti nefna ef út í það væri farið.
Kosningar til alþingis eru væntanlega flestum ofarlega í huga
og veit ég ekki annað en þær hafi gengið eftir vonum. I það
minnsta fengum við jafh marga þingmenn og búist var við.
Að sjálfsögðu skiptust á skin og skúrir á þessu ári líkt og flest
önnur og einstökum viðburðum væri gott að geta gleymt, líkt og
Islandsmeistaratitli KR inga svo dæmi sé tekið af handahófi. I
heildina litið held ég að þetta ár hafi ekki verið svo slæmt og
vona að það næsta verði ekki síðra. Þar sem þetta er síðasta tölu-
blað ársins þakka ég hinum dyggu lesendum Skessuhorns sam-
fylgdina á þessu ári og ánægjuleg samskipti og óska ykkur árs og
ffiðar.
Gísli Einarsson í árslok
Viðræður að
heíjast um sölu HB
Það hefur líklega ekld komið
neinum á óvart þegar tilkjmnt
var nú í síðustu viku að Eimskip
ætlaði að selja sjávarútvegsfyrir-
tækið Brim. Eins og fjallað hef-
ur verið um m.a. á síðum
Skessuhornsins eru margir Ak-
urnesingar óttaslegnir um fram-
tíð HB og þess kvóta sem fyrir-
tækið er með á Akranesi. Menn
óttast að á torgi markaðarins
verði það ekki heimamenn sem
hneppi gamla HB. Stjórn Eim-
skipafélagsins hefur nú falið
Landsbanka Islands að kanna
möguleika á sölu Brims í heilu
lagi eða hlutum til eins eða fleiri
kaupenda. Magnús Gunnarsson
stjórnarformaður Eimskips hef-
ur lýst því yfir að það sé vilji
Eimskipafélagsins að vinna að
þessum málum með heima-
mönnum. Það hefur þó einnig
komið ffam að ýmsir hafa áhuga
á að eignast HB en þar hefur
Grandi oftast verið nefndur á
nafn. Heyrst hefur að gömlu
eigendur HB íhugi nú að kaupa
fyrirtækið í samvinnu við Isfé-
lagið í Vestmannaeyjum, TM og
jafnvel fleiri.
Haraldur Sturlaugsson gat í
samtali við Skessuhorn hvorki
játað né neitað þessum fregnum.
„Eg vill sem minnst tjá mig um
þetta mál á þessari stundu. Við-
ræður eru að hefjast og má búast
við að þær verði komnar á fullan
skrið í vikulokin.“
Það skýrist vonandi fljótlega
hvað um hlut HB í Brimi verður
en ljóst er að margir hefðu á-
huga á að eignast fyrirtækið og
um leið 3,96% hlut í fiskveiði-
kvótunum sé miðað við yfir-
standandi fiskveiðiár og með
markaðsverðmæti uppá 6-7
milljaða króna.
Framkvæmdir standa nú yfir við endurlagningu 2, J km. kafla á Snæfellsnes-
vegi á Fróðárheiöi, fi~á Miðfellsgili að Valavatni. Það er Stafnafell ehf á Kálfár-
völlum sem annast framkvæmdimar en verkinu á að Ijúkafyrir 1. ágúst á
næsta ári.
Kraftur í keilunm
2 5 lið skráðu sig til leiks í fyr-
irtækja- og hópakeppni Keilu-
félags Akraness. Forkeppnin er
í fullum gangi og er spilað í 5
riðlum. Spilað hefur verið í öll-
um riðlum og mun riðlakeppn-
in klárast í mars á næsta ári.
Bikarmeistararnir frá í fýrra,
Vélsmiðja Ólafs Guðjónssonar,
hefur unnið báða þá leiki sem
þeir hafa spilað. Stigahæsti
leikmaðurinn til þessa er Garð-
ar Jónsson málari með meiru
með skor uppá 185 í einum leik
og að meðaltali 162 í þremur
leikjum.
Linda
sveitar-
stjóri
Samþykkt var á fundi
sveitarstjórnar Borgarfjarð-
arsveitar að ráða Lindu
Björk Pálsdóttur sem sveit-
arstjóra. Linda hefur frá
síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum gegnt stöðu skrif-
stofustjóra og þar áður sá
hún um bókhald. Eftir síð-
ustu sveitarstjórnarkosn-
ingar var ákveðið að fresta
ráðningu sveitarstjóra.
Haukur Gunnarsson
gegndi að vísu tímabundið
starfi sveitarstjóra sumarið
2002. Við ráðningu Lindu
verða þær breytingar að
ráðið verður í 50% starf við
almenn skrifstofustörf á
sveitarstjórnarskrifstofunni
í Reykholti.
Þjónustu-
gjöld
hækka
I forsendum fjárhagsá-
ætlunar Akraneskaupstaðar
er gert ráð fýrir að þjón-
ustugjöld á leikskólum og í
grunnskólum á Akranesi
hækka um 4%. Hækkunin
mun koma til framkvæmdar
í byrjun næsta árs. Vert er
að vekja athygli foreldra á
að seðilgjaldi vegna gíró-
seðils og póstburðargjald
að upphæð 160 kr er bætt
við hjá þeim sem ekki nota
greiðsluþjónustu banka eða
greiða með kreditkorti er
bætt á hvert einasta barn.
Er Skessuhorni kunnugt
um foreldra sem eiga 3
börn í skóla, sem öll nýta
sér mötuneytisþjónustu auk
þess sem yngsta barnið er
einnig í skóladagvist, greiði
640 kr á hverjum mánuði í
seðilgjald og munar um
minna fýrir barnmargar
fjölskyldur.