Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Page 5

Skessuhorn - 17.12.2003, Page 5
jntssunu.. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 5 Sameining grunnskólanna í Snæfellsbæ samþykkt samhljóða Staða Lýsuhólsskóla endurmetin að þremur árum liðnum Á fundi bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar síðastliðinn fimmtu- dag var samþykkt að sameina grunnskólana þrjá í sveitarfélag- inu undir eina yfirstjórn og að skólarnir á Hellissandi og Olafs- vík verði aldursskiptir. Tillögurnar sem samþykktar voru á fimmtudag eru í meginat- riðum þær sömu og skólanefnd kynnti fyrir bæjarstjórn síðast- liðið vor en þær fela í sér afar róttækar breytingar á skólamál- um í sveitarfélaginu. Eftir að skólanefnd lagði sínar tillögur ffam í vor var skipuð undirbún- ingsnefnd til að þróa þær frekar og setja í endanlegan búning. Neindin var skipuð þeim Kristni Jónassyni, bæjarstjóra, Ásbirni Ottarssyni og Olínu B. Kristins- dóttur, bæjarfulltrúum D lista, Gunnari Erni Gunnarssyni og Kristjáni Þórðarsyni bæjarfull- trúum L - lista og Sigrúnu Guð- mundsdóttur og Oskari Haf- steini Oskarssyni frá skólanefnd. Fram kom í skýrslu undir- búningsnefndarinnar að haldnir hefðu verið fundir með kennur- um í grunnskólum Snæfellsbæjar þar sem kallað var eftir við- brögðum við tillögum skóla- nefndarinnar. Þá var haldinn op- inn íbúafundur í nóvember, auk þess sem leitað var upplýsinga hjá sveitarfélögum sem gengið hafa í gegnum sambærilegt ferli. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa komið fram skiptar skoðanir um sameiningu skólanna og hafa foreldrar m.a. lýst yfir áhyggjum af skólaakstri milli Hellissands og Olafsvíkur. Miklar breytingar Fyrirkomulag skólamála í Snæfellsbæ verður með eftirfar- andi hætti: a. Grunnskólarnir þrír í Snæ- fellsbæ verði sameinaðir fyr- ir næsta skólaár 2004-2005. b. Ráðinn verði einn skólastjóri yfir hinum sameinaða grunnskóla og einn aðstoð- arskólastjóri. Skólastjóri hafi starfsstöð í Olafsvík og að- stoðarskólastjóri starfsstöð á Hellissandi. Hvorki skóla- stjóri né aðstoðarskólastjóri hafi kennsluskyldu fyrsta skólaárið. Skólastjóra er heimilt, í samráði við skóla- nefnd, að endurskoða áður- greind ákvæði um starfs- stöðvar og kennsluskyldu en þó ekki fyrr en að loknu fyrsta skólaári hins samein- aða grunnskóla. Miðað við þessar breytingar á skóla- haldi telur undirbúnings- nefhd að segja þurfi upp öll- um núverandi skólastjórn- endum. Stefht verði að því yfir sameinuðum grunnskóla í byrjun árs. Staða aðstoðar- skólastjóra verði auglýst í kjölfarið á ráðningu skóla- stjóra. c. Deildarstjórar verði ráðnir til að hafa umsjón með sér- deild og ákveðnum bekkjar- deildum samkvæmt nánari tilhögun starfshóps sem falið verði að útfæra sameining- una. d. Þá verði deildarstjóri ráðinn til að stýra Lýsuhólsskóla en gert er ráð fyrir að hann starfi með óbreyttu sniði næstu þrjú árin og þá verði staða hans endurmetin. e. Með sameiningunni er einnig lagt til að skólahald í Olafsvík og á Hellissandi verði aldursskipt þannig að 1.-4. bekkur verði starfrækt- ur á Hellissandi og 5.-10. bekkur í Olafsvík. f. Sérdeildir verði staríræktar á báðum stöðum. g. Biðskýli vegna skólaaksturs verði sett upp á ákveðnum stöðum í bæjarfélaginu. (Sjá meðfylgjandi drög að akst- ursleiðum). h. Gæsla verði í skólabílum til að tryggja öryggi barnanna. i. Boðið verði upp á mat í skól- anum, bæði á Hellissandi og í Ólafsvík. Möguleikar á heitri máltíð fyrir eldri nem- endurna, þ.e. þeirra sem stunda nám í Ólafsvík, verði athugaðir og þörfin könnuð meðal foreldra. Skóladagur yngri barnanna, á Hell- issandi, verður styttri og því verði mötuneytið þar með einfaldara sniði. j. Oll íþróttakennsla fari fram í íþrótthúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík og tryggt verði í 1. stundatöflu að yngri börnin, sem sækja skóla á Hell- issandi, byrji skóladaginn eða endi á íþróttakennslu þannig að komist verði hjá óþarfa ferðum. k. Skipaður verði starfshópur nú í lok árs til að undirbúa og útfæra ffekar fyrrnefndar tillögur, ekki síst það sem snýr að innra starfi hins sam- einaða grunnskóla. I starfs- hópnum eigi sæti, 2 fulltrúar kennara, 2 fulltrúar foreldra, 2 fulltrúar starfsfólks skól- anna, 1 fulltrúi ffá skóla- nefnd, formaður skólanefnd- ar og bæjarstjóri. Starfshóp- urinn ráði til sín Harald Finnson, fv. skólastjóra, sem sérstakan ráðgjafa og starfs- mann hópsins. Undirbúningsnefnd leggur til að sá sparnaður sem verð- ur til við þessar breyting- ar verði notaður m.a. til aukinna tækjakaupa, bætts aðbúnaðar nem- enda og kennara og til að efla innra starf skólanna. Skólahald eflist I rökstuðningi undir- búningsnefndarinnar segir meðal annars: ,JVIeð ofangreindum til- lögum telur undirbún- ingsnefnd að skólahald í bæjarfélaginu muni eflast og vísar þar m.a. í rök- stuðning úr skýrslu skólanefhdar og upplýs- ingar ff á sveitarfélögum sem búa við sambærilegar aðstæður og Snæfellsbær. I umræðunni hefur nokkur gagnrýni komið fram á aukinn skólaakstur sem fylgja mun sam- einingunni. Undirbúningsnefhd álítur að skólaaksturinn einn og sér geti ekki staðið í vegi fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til enda ávinningur af samein- ingu skólanna ótvíræður að mati nefndarinnar. Þá má benda á að reynsla Snæfellsbæjar og annarra sambærilegra sveitarfélaga af skólaakstri er ágæt og því ekkert sem bendir til að skólaakstur og gott skólastarf geti ekki haldist í hendur". Þá segir í skýrslunni að nokk- ur umræða hafi átt sér stað um að íþróttahúsið á Hellissandi yrði opnað að nýju fyrir yngri börnin. Nefhdin telur hinsvegar að ráðast þyrfri í töluverðar end- urbætur á íþróttahúsinu ef það yrði opnað og kostnaðurinn við að ráða starfsfólk til daglegs reksturs yrði einnig verulegur. I skýrslunni segir: „Þessum út- gjöldum er að mati nefndarinnar betur varið í að efla innra starf og aðbúnað í skólanum. Eins telur undirbúningsnefhd slæmt að yngri börnin fari á mis við þá góðu aðstöðu sem er til staðar í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Olafsvík.11 Ennfremur segir í skýrslu undirbúningsnefndarinnar að komið sé til móts við ýmissjón- armið sem bent hafi verið á í umræðum um tillögur skóla- nefndarinnar ffá í vor. Hins veg- ar segir að mildl undirbúngs- vinna sé enn ffamundan þar sem margir þættir bíði úrlausnar samfara sameiningunni. Tillögur undirbúningsnefhd- arinnar voru samþykktar sam- hljóða í bæjarstjórn og einnig var samþykkt að fela bæjarstjóra að undirbúa skipan starfshóps til að sjá um forvinnuna við samein- ingu grunnskólanna í Snæfells- bæ. að auglýsa stöðu skólastjóra

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.