Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
unM5Unv.
Fjárhagsáædun
Borgarbyggðar fyrir
árið 2004 samþykkt
í bæjarstjóm
Fjárhagsáætlun Borgarbyggð-
ar fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir
að heildartekjur bæjarsjóðs og
fyrirtækja sveitarfélagsins verði
923 milljónir, en þar af eru
skatttekjur rúmar 730 milljónir
eða tæp 80% af tekjum. Þá er
gert ráð fyrir að rekstrargjöld og
fjármagnsliðir verði 919 millj-
ónir. Afgangur ífá rekstri verð-
ur því rúmar 4 milljónir. Veltu-
fé ffá rekstri er áætlað 31 millj-
ón sem eru tæp 4% af heildar-
tekjum og söluhagnaður eigna
er áætlaður 35 milljónir efrir því
sem fram kemur í fféttatílkynn-
ingu frá Borgarbyggð.
Hærri tekjur
verslunarhúsnæði. Einnig verð-
ur unnið að deiliskipulagi á
Varmalandi. Þá er áætlað að
verja um 25 milljónum til við-
halds á fasteignum sveitarfélags-
ins og vegur þar þyngst að fyrir-
hugað er að skipta um gólf í í-
þróttahúsinu í Borgarnesi.
Ný lán
Gert er ráð fyrir að ný lántaka
á árinu 2004 verði alls 136 millj-
ónir og að afborganir eldri lána
verði tæpar 135 milljónir. Því er
áætlað að skuldir sveitarfélagsins
munu aðeins aukast um eina og
hálfa milljón. Ný lántaka verð-
ur því fyrst og fremst nýtt til að
greiða eldri skuldir.
50 nemendur þreyta
háskólapróf í heimabyggð
,Hjúkrunarfrœðnemar þreyta prófá Akranesi'
Nú í desember
þreyta 50 háskólanem-
ar próf í heimabyggð á
Vesturlandi þótt þeir
stundi nám frá Háskól-
ananum á Akureyri og
Háskóla Islands. 12
leikskólakennarar tóku
próf í Borgarnesi og á
Akranesi. Níu hafa
stundað rekstrarfræði-
nám í Stykkishólmi og
tóku sín próf þar. Atta
eru í íslenskunámi og
taka prófin á fjórum
stöðum á svæðinu. A
Akranesi þreyta 20
hjúkrunarnemar sam-
keppnispróf eftir að
hafa stundað íjarnám á Akra-
nesi síðan í haust. Þær eru í
hópi 63 nema Háskólans á Ak-
ureyri og munu 3 5 þeirra kom-
ast áfram í náminu. I samstarfi
við Símenntunarmiðstöðina
hafa verið sett upp námsver á
vegum sveitarfélaganna þar
sem nemendur þreyta sín próf
og taka á móti kennslustund-
um í gegnum myndfundabún-
að. Er þetta samstarf við sveit-
arfélögin grundvöllur þess að
vel takist til við framkvæmd
fjarnámsins.
Mótmælm byggja á missldbringi
Skatttekjur sveitarfélagsins
hækka á milli ára um tæp 7%
miðað við endurskoðaða fjár-
hagsáædun fyrir árið 2003. A-
lagning útsvars er óbreytt, þjón-
ustugjöld vegna vatnsveitu, ffá-
veitu og sorphirðu hækka, en á-
lagningarprósenta fasteigna-
skatts lækkar hins vegar.
Stærstum hluta rekstrarút-
gjalda, eða 445 milljónum er
varið tíl ffæðslu- og uppeldis-
mála. Nemendum við grunn-
skóla sveitarfélagsins í Borgar-
nesi og á Varmalandi hefur
fjölgað um tæplega 40 það sem
af er árinu. Borgarbyggð rek-
ur þrjá leikskóla og taka þeir við
börnum ffá tveggja ára aldri.
Aðrir málaflokkar sem taka hvað
mest til sín í rekstri eru æsku-
lýðs- og íþróttamál 99 milljónir,
sameiginlegur kostnaður 80
milljónir, félagsþjónusta 49
milljónir og umhverfis- sam-
göngu- og skipulagsmál 32
milljónir.
Leikskóli og gervigras
Á árinu 2004 er áædað að
verja 87 milljónum til nýffam-
kvæmda samkvæmt fjárhagsá-
ædun. Rúmum 40 milljónum
verður varið til framkvæmda við
skólamannvirki, en fýrirhugað
er að byggja við leikskólann
Klettaborg og leggja gervigras-
völl við Grunnskólann í Borgar-
nesi. Auk þess verður varið
rúmum 30 milljónum tíl gatna-
gerðar í Borgarnesi. Stærstu
ffamkvæmdir í gatnagerð eru
við Brúartorg en þar hyggst
Sparisjóður Mýrasýslu reisa nýtt
húsnæði undir starfsemi sína.
Þá verður unnið áffam að skipu-
lagsmálum í gamla miðbænum í
Borgarnesi, en þar mun rísa
íbúðabyggð og þjónustu- og
Fjölgun íbúa
Það sem af er árinu hefur í-
búafjölgun í Borgarbyggð verið
með því mesta á landinu. Á
fyrstu níu mánuðum ársins voru
aðfluttir íbúar umfram brott-
flutta alls 70.1 fféttatilkynningu
frá Borgarbyggð segir að lokum:
„Fjölgun íbúa kallar vissulega á
eflingu þjónustu og nýfram-
kvæmdir hjá sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
fyrir árið 2004 tekur mið af
þessu, hún gerir ráð fyrir að-
haldi í rekstri sem er nauðsyn-
legt til þess að áffam megi halda
uppi háu þjónustustigi í sveitar-
félaginu. En áædunin endur-
speglar líka bjartsýni á framtíð
byggðarlagsins þar sem ráðist er
í ffamkvæmdir og fjárfestingar
sem eru forsenda fyrir íbúa-
fjölgun.
Eins og greint var frá í síðasta
Skessuhorni eru slökkviliðs-
menn á Akranesi alls ekki sáttir
við þær hugmyndir sem fram
koma um úrbætur á tækni- og
umhverfissviði bæjarins og nú
liggja tíl umfjöllunar í bæjar-
ráði. Á almennum félagsfundi
þann 5. desember urðu miklar
umræður um þær tillögur í
skýrslunni sem lúta að slökkvi-
liðinu, sérílagi þær hugmyndir
að undir einn hatt Þjónustu-
miðstöðvar verið sameinað
áhaldahúsið, slökkviliðið og
sorpmóttökustöðin Gáma. I
bréfi sem Valdimar Sólbergsson
formaður Félags slökkviliðs-
manna sendi bæjarráði eftir fé-
lagsfundinn kemur fram að fé-
lagið hafni alfarið framkomn-
um hugmyndum um flutning á
Þjónustumiðstöð í slökkvistöð á
Kalmansvöllum. Fram kemur
að slökkviliðsmenn óttast að
missa þá góðu aðstöðu sem þeir
fengu þegar nýja Slökkvistöðin
við Kalmansvelli 2 var tekin í
notkun nú í sumar. I samtali
við Skessuhorn sagði Valdimar
að hann tryði því ekki að menn
væru í alvöru að velta þessu
fyrir sér og að tillögurnar yrðu
að veruleika. „Slökkviliðið
verður að fá að vera sjálfstæð
stofnun og slökkviliðsmenn að
komast algjörlega óhindraðir
til og frá slökkvistöð við út-
köll“ sagði Valdimar. Slökkvi-
liðsmenn hafa ekki fengið nein
viðbrögð frá bæjarráði önnur
en tilkynningu um að bréfið
hafi verið lagt fram á síðasta
fundi. Aðspurður sagði Gísli
Gíslason bæjarstjóri að mót-
mælin hlytu að vera á misskiln-
ingi byggð. Alls ekki standi til
að skerða aðstöðu slökkviliðs-
manna heldur kæmi ffam í til-
lögum IBM að þegar þjónustu-
miðstöðinni verið fundin var-
anlegt húsnæði verði það at-
hugað hvort akkur yrði í því að
koma henni fyrir á aðliggjandi
lóðum við slökkvistöðina. Að
sögn Gísla mun ekki ákvörðun
um breytingar á tækni- og um-
hverfissviði ekki verða teknar á
þessu ári eins og stóð til heldur
í byrjun þess næsta.
Fundur með Hilltnjum sambandsins
Það voru íbyggnir sveitarstjórnarme?m sem hlýddu á málfulltrúa Sambands
íslenskra sveitatfélaga um málefiii sveitarfélaganna í bœjarþingsalnum á
Akranesi.
Fulltrúar Borgarfjarðarsveit-
ar og Borgarbyggðar heim-
sóttu Akranes nýlega eins og
greint er frá á öðrum síðum
Skessuhornsins. Auk þess sem
fulltrúar allra þriggja sveitarfé-
laganna staðfestu með sér sam-
komulag þá funduðu þeir með
fulltrúum Sambands íslenskra
sveitarfélaga, þeim Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni formanni og
Þórði Skúlasyni framkvæmda-
stjóra. Farið var yfir ýmis mál
er Iúta að rekstri sveitarfélaga,
yfirtöku á verkefnum frá ríki og
önnur samskipti ríkis og bæja.
Það kom m.a. fram í máli VI-
hjálms að oft vantaði á að þeir
tekjustofnar sem ríkið legði
með verkefhum sínum til sveit-
arfélaganna dygðu ekki til að
standa undir rekstrarkostnaði.
Það væri þó ekki eingöngu
hægt að kenna ríkinu um
slæma fjárhagsstöðu sveitarfé-
laganna því mörg dæmi væru
um að sveitarstjórnarmenn
væru ekki alltaf ábyrgir í fjár-
málum síns sveitarfélags. Taldi
Vilhjálmur að nálægð kjörinna
fulltrúa á sveitarstjórnarstigi
við íbúa hefði þar oft mikið að
segja. Með stærri einingum
væri líklegra að menn létu ekki
undan þrýstingi og færu út í
verkefni þar sem fyrirséð væri
að samfélagið gætí ekki staðið
undir. Nefndi Vlhjálmur upp-
byggingu á fjölnota íþróttahúsi
sem dæmi máli sínu til stuðn-
ings. Nú styttist í að málefhi
fatlaðra verði færð frá ríki til
sveitarfélaga og er ætlun þess-
ara þriggja sveitarfélaga að
standa sameiginlega að úrlausn
þess verkefhis.