Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 16

Skessuhorn - 17.12.2003, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ontSSUnui. Framtíðin er stæm og öflugri sveitarfélög segir Linda Björk Pálsdóttir nýráðin sveitarstjóri Borgaríjarðarsveitar Sveitarfélagið Borgarfjarðar- sveit varð til við sameiningu Andakílshrepps, Lundarreykja- dalshrepps, Reykholtsdalshrepps og Hálsasveitar árið 1998. Eftir fyrstu sveitarstjórnarkosning- amar í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi var Þórunn Gestsdóttir ráð- inn sveitarstjóri og gegndi hún því embætti út kjörtímabilið. Eftdr kosningar 2002 var hins- vegar ákveðið í sparnaðarskyni að ráða ekki sveitarstjóra að sinni en Haukur Gunnarsson var hinsvegar ráðinn í starfið í þrjá mánuði á meðan ný sveitarstjórn var að átta sig á stöðunni. Nú hefur loks verið gengið ffá ráðningu sveitarstjóra Borgar- fjarðarsveitar. Linda Björk Páls- dóttir sem verið hefúr skrifstofu- stjóri sveitarfélagsins síðasdiðið ár hefur verið ráðin sveitarstjóri fi-á 1. desember að telja. Af því tilefni' ræddi blaðamaður Skessuhoms við Lindu og spurði meðal annars hinnar hefðbundu spurningar, „hvernig leggst þetta í þig?“ og svo ffamvegis. Ohjá- kvæmilega bám sameiningarmál einnig á góma og framtíðar- möguleikar svæðisins að sjálf- sögðu einnig. Þess má geta að Linda er yngsti sveitar- eða bæj- arstjórinn á Vesturlandi og önn- ur af tveimur konum sem gegna þessu embætti nú en hin er Björg Agústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði. Skagamær „Eg er fædd og uppalin á Akranesi, árið 1973 nánar tiltek- ið, og kláraði þar grunnskólann eins og lög gera ráð fyrir og tók síðan stúdentspróf frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands haustið 1992. Síðan fór ég í bameigna- leyfi en árið 1994 fór ég í Sam- vinnuháskólann á Bifröst og út- skrifaðist þaðan sem rekstrar- fræðingur 1996,“ segir Linda. Eiginmaður Lindu er Karvel Lindberg Karvelsson bústjóri á svínabúinu Hýmmel en hann fór til náms að Hvanneyri árið 1996 og flutti Linda með honum þangað og starfaði við kennslu og einnig á skrifstofu Landbún- aðarháskólans. „Við fluttum síð- an í Reykholt árið 1999 á meðan við vomm að byggja okkur hús á Hýmmel en það tók reyndar ekki nema tvo mánuði. Karvel bauðst þessi vinna á Hýmmel eftir að hann útskrifaðist ffá Hvanneyri 1999 og síðan fór hann í samstarf við Gunnar bónda með svínabúið á Staf- holtsveggjum sem þeir eiga sam- an. Þetta varð til að við ílengd- umst í sveitinni en reyndar kom aldrei til greina að flytja aftur á mölina. Það er best að vera í sveitinni, það er ekkert flóknara en það.“ Byrjað smátt Linda hóf störf hjá sveitarfé- laginu Borgarfjarðarsveit um það leyti sem fjölskyldan flutti að Hýmmel og var fyrst í hálfu starfi á skrifstofu Borgarfjarðar- sveitar og hálfu starfi hjá Islands- pósti sem er í sama húsi í Reyk- holti. Hún var ráðin sem launa- fulltrúi sveitarfélagsins skömmu síðar en eftir sveitarstjórnar- kosningarnar í fyrra er hún ráð- in í fullt starf sem skrifstofu- stjóri. „Það var samið við okkur Vilborgu Pétursdóttur um að við myndum bæta á okkur hluta af þeim störfum sem sveitar- stjóri hafði áður sinnt en einnig tók oddvitinn á sig ýmis mál sem annars væra á könnu sveit- arstjóra en síðasta árið hafa ekki verið nema tvö stöðugildi hér á skrifstofunni sem er mjög lítið miðað við sambæri- leg sveitarfélög. Þetta hefúr hinsveg- ar gengið með mik- illi vinnu og hefur einnig haft sína kosti þar sem þetta var í og með hugsað sem tækifæri fyrir nýja sveitarstjórnar- menn til að átta sig á hvernig þetta virkaði og hugsað sem svo að það væri auðveldara að bæta við en skera niður. Þetta hefur líka verið ágætt tækifæri fyrir mig að átta mig á hvernig þetta gengur allt fyrir sig því þótt ég sé búin að vera hér í nokkur ár þá kynnist maður hlumnum ekki almennilega fyrr en maður þarf að takast á við þá.“ Andlit sveitarfélagsins Sem fyrr segir ákvað sveita- stjórn Borgarfjarðarsveitar að ráða Lindu sem sveitarstjóra frá og með 1. desember s.l. en hefur fjárhagsstaðan bamað það mikið síðan í fyrravor að nú væri lag? „Vxð emm svo sem ekki búin að sjá hvemig árið kemur út en ég held að við séum á ágætu róli miðað við aðstæður. Eg held hinsvegar að mönnum hafi þótt nauðsynlegt að hafa sveitarstjóra í þó þetta stóm sveitarfélagi. Það er kostur að hafa ákveðinn aðila til að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins og vera andlit þess út á við. Það má líka segja að það sé utanaðkomandi krafa að sumu leyti því margir sem hafa samband hingað vilja endi- lega tala við sveitarstjóra og eng- an annan.“ Kom á óvart Aðspurð um hvernig nýja starfið eða öllu heldur nýi titill- inn leggist í hana segir Linda að henni lítist vel á það sem ffamundan er. „Eg sé svo sem ekki fram á neina rosalega breyt- ingu. Eg held bara áfrarn að takast á við sömu hluti og tmd- anfarin ár og veit nokkurn veg- inn að hverju ég geng. Það em hinsvegar spennandi tímar ffamundan og stór mál sem þarf að takast á við en stærsta málið er sameiningarviðræður við ná- grannasveitarfélögin sem er mjög áhugavert verkefúi. Þetta var samt sem áður ekkert sem ég hef verið að stefna að og það kom mér reyndar nokkuð á ó- vart þegar mér bauðst þetta starf. Það er heldur ekki á hverj- um degi sem fólk nær að vinna sig upp í starfi með þessum hætti og því finnst mér þetta mikil viðurkenning. Einn helsti kosturinn við þetta starf er hvað það er gífur- lega fjölbreytt en við eram það lítil hér í sveitinni að maður fær að vera með puttana í öllu. Við höfum ekki sérfræðinga á hverju sviði sem er reyndar ó- kostur að sumu leyti en á móti kemur að maður fær sjálfúr að prófa flesta hluti.“ í karlaveldi Það má segja að Linda sé komin inn í hálfgerða hrútastíu með sínum kollegum hér á Vesturlandi því flestir em þeir kallar á miðjum aldri. Hún seg- ir það hafa verið svolítið skrítið til að byrja með að vera nánast eina konan í þessu karlaveldi en það venjist. „Þeir eru ósköp elskulegir við mig kallarnir og tilbúnir til að aðstoða og leið- beina ef á þarf að halda þannig að mér líður bara vel í þessum hópi,“ segir Linda og hlær við. Ókostir smæðarinnar Linda segir að þótt rekstur Borgarfjarðarsveitar gangi upp með almennu aðhaldi þá sé ljóst að ekki sé um hagstæða rekstr- areiningu að ræða. „Framtíðin er að sjálfsögðu stærri og öfl- ugri sveitarfélög sem geta boðið íbúunum góða þjónustu. Ég nefndi það sem kost að hafa ekki sérfræðinga á hverju sviði en það var kannski svolítil eig- ingirni því auðvitað er það gott að hafa sem mesta sérhæfingu og kemur íbúunum til góða. Okkar staða batnar að vísu svo- lítið að þessu leyti með sam- starfssamningi við Borgarbyggð og Akranes en þar er meðal annars kveðið á um að hugsan- legt samstarf um tæknideild. Við eigum enga tæknideild og lítum oft öfúndaraugum á ná- grannana þegar upp koma stór mál á borð við gatnagerð og veituframkvæmdir eða útboð á sorpmálum svo dæmi sé tekið. Þar skipta útboð og eftirlit með verkum miklu máli og þá vantar okkur oft sárlega menn með sérþekkingu á þessum sviðum. Við eram hinsvegar með samn- ing um félagsþjónustu við Borgarbyggð og höfum sameig- inlegan félagsmálastjóra en það er fyrirkomulag sem hefur reynst vel.“ Sameining? Linda er sannfærð um að þótt samstarf sveitarfélaganna sé af hinu góða þurfi að ganga alla leið og sameina sveitarfélögin í Borgarfirði norðan Skarðsheið- ar. „Það er stefnt að kosningu vorið 2005 en viðræðurnar em rétt að fara af stað. Það hafa verið haldnir tveir fundir en við stefnum að því að opna umræð- urnar sem fyrst þannig að íbú- arnir hafi sem greiðastan að- gang að upplýsingum en það era jú þeir sem ráða á endanum. Ég hef ekki heyrt mikið enn um hvernig þessar hugmyndir leggjast í fólk en það sem ég hef heyrt er frekar jákvætt. Ég veit samt að margir era ekki sérlega spenntir en ég vona að það breytist þegar menn fá upplýs- ingar um hvaða kosti sameining hefúr í för með sér. Meðal ann- ars þá þarf að fara vel yfir skóla- málin sem era eðlilega viðkvæm og koma því til með að skipta sköpum í þessari umræðu.“ Bjartsýn Burtséð fá öllum sameiningar- hugmyndum er hinn nýi sveitar- stjóri bjartsýrm fyrir hönd sveit- arfélagsins og telur þessa byggð hafa alla burði til að vaxa og dafna. „Við eigum ýmsa mögu- leika og þeir felast ekki síst í þessum byggðakjömum sem hér era, í Reykholti og á Hvanneyri. Snorrastofa á eflaust eftir að efl- ast erm frekar og á Hvaimeyri sjáum við fram á mikla uppbygg- ingu á næstu árum ef allt gengur að óskum. Þá er ferðaþjónustan einn af okkar helstu vaxtar- broddum og við sjáum það með- al annars á því að sífellt er verið að skipuleggja fleiri frístimda- svæði hér í sveitarfélaginu. Það er í öllu falli full ástæða til bjart- sýni,“ segir Linda Björk Páls- dóttir sveitarstjóri Borgarfjarð- arsveitar að lokum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.