Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^saunuk.: Lukka með Lukkuriddara Leikfélagið Grímnir í Stykk- ishólmi frumsýndi leikritið Lukkuriddarann þann 28. nóv- ember sl. í félagsheimilinu, Hótel Stykkishólmi. I lok frumsýningar var leikurum og leikstjóra ákaft fagnað og góður rómur gerður að sýningunni. Onnur sýning var miðnætur- sýning þann 29. nóvember. Uppselt var á báðar sýningarn- ar og fullt hús á þriðju sýningu þann 4. desember. Mikil og al- menn ánægja hefur verið með sýningarnar og er það mál manna að vel hafi tekist til með val á verki sem og val á leikur- um í hlutverkin. I aðalhlutverk- um eru' Alfreð Viktor Þórólfs- son sem leikur lukkuriddarann, Hólmfríður Friðjónsdóttir, Sigurður Páll Jónsson, Arni Valgeirsson, Margrét Asgeirs- dóttir og Þorsteinn Sigurðsson. Lukkuriddarinn er írskur gamanleikur með söngívafi og gerist í þorpi á Irlandi kringum aldamótin 1900. Jónas Arnason þýddi verkið, sem var fýrst sýnt hér á landi árið 1966. Ari seinna eða 1967 setti Leikfélag- ið Grímnir Lukkuriddarann á svið. Leikstjóri þessarar sýning- ar er Jón Svanur Pétursson en hann lék einmitt titilhlutverkið í uppfærslunni árið 1967. Jón Svanur hannaði leikmyndina og er einnig tónlistarstjóri sýning- arinnar og sér hann um undir- leik ásamt Jósep Blöndal. Aætlað er að sýna tvær sýn- ingar á milli jóla og nýárs, mið- nætursýningu laugardaginn 27.des. og síðasta sýningin verður sunnudaginn 28. des- ember kl. 16.00. Jólamarkaður Ullarselsins Það var viargt um manninn á nýafstöðunum jólamarkaöi Ullarselsins, rnargir aö selja og ennfleiri aó kaupa. Hin árlegi jólamarkaður Ull- arselsins var haldinn á fimmtu- daginn í síðustu viku. Að vanda var voru margir að selja sína vöru og enn fleiri til að kaupa. Jólamarkaðurinn byrjaði þegar krakkar í Andakílsskóla óskuðu eftír að fá að selja handunnin jólakort. A jólamarkaðnum er slakað á annars stífu gæðamatí Ullarselsins og öllum leyft að koma með sína handunnu smá- vöru og selja. Kristín Gunnarsdóttir gjald- keri Ullarselsins sagði í samtali við Skessuhorn að mikið væri leitað í Ullarselið eftir jóla- gjöfum. „Það er búið að vera fín sala í haust og við finnum að ferðamannatíminn er að lengjast“. Það eru um 40 Vest- lendingar sem selja sína vöru í Ullarselinu sem er að verða gróin verslun og þekkt fyrir vandað íslenskt handverk. J ólamúsíkfundir Þessar ungu stúlkur skemmtu áhorfendum með hlokkflautuleik á einum af jólamúsíkfundum Tónlistarskóla Akraness. Þar hafa nemendur haldið stutta tónleika með tónlist sem tengist þessum árstíma. Fyrir skómmu lauk tíu daga löngu dansnámskeiði í Búðardal fyrir krakka á aldrinum 4-16 ára. Námskeiðinu, sem var í umsjón Dansskóla Jóns Péturs og Köru, lauk á stærðar halli þar sem krakkamir sýndu fótafimi sýna. Morgunstund í Brekkubæjarskóla Föstudaginn 12. desember héldu nemendur Brekkubæjar- skóla morgunstund í íþróttahús- inu við Vesturgötu. Morgunstund er reglulegur þáttur í skólastarfinu í Brekku- bæjarskóla og þar mæta allir nemendur skólans, starfsfólk og einnig kemur stór hópur af for- eldrum til að fýlgjast með. Brekkubæjarskóli vinnur eftir lífsleiknistefnu sem nefnist Góður - Fróður. Unnið er með dyggðir og eru nemendur hvatt- ir til að iðka góða siði. Dyggð þessarar annar var hjálpsemi og á morgunstundinni fengu nokkrir nemendur viður- kenningar íýrir góða og fallega ffamkomu. Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar til bekkja fýrir góða umgengni. Nokkrir bekkir fluttu atriði sem tengdust hjálpsemi og að lokum sungu allir saman. I anddyri íþróttahússins var búið að setja upp sýningu á verk- um nemenda sem þeir unnu í Comeniusarverkefninu sem Brekkubæjarskóli tekur þátt í. Comenius er yfirheiti á sam- Góöir ogfróðir nemendur Brekkubæjarskóla tóku lagið á morgunstundinni. starfsverkefhum skóla í Evrópu. Brekkubæjar- skóli vinnur með skólum ffá Spáni, Bretlandi og Austurríki og höfðu þeir sent verkefnin sín til Akraness fýrir þessa sýn- ingu. Verkefnið heitir The Traveling Teddy, a Journey through time and tradition. Fyrsti hlutí verkefhisins, þessa önn, var að kynna skól- Fjölþjóðleg sýning nemenda hangir nú uppi í ann sinn og heimabæ. anddyri lþóttahiissins við Vesturgötu. Nemendur Laitgagerðisskóla hafa ekki slegið slöku við undanfama daga viðjólaundirbúninginn. Þegar Ijósmyndara Skessuhoms bar að garði voru þau niðursokkin í að gera þessa glæsilegu jólamynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.