Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 32

Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 32
32 MIDVIKUDAGUR 17. DKSEMBER 2003 ■j«v£33Urnj.._ Mesta kikkið er að stinga í samband Þegar ekið er uin Akranes má sjá mörg vel skreytt hús með perum, slöngum og alls kyns fígúrum. Það er þó líklega eitt hús við Jörundarholt sem sker sig hvað mest úr hvað varðar magn jólaskreytinga. Húsráð- andi þar er Daníel Arnason fast- eignasali með meiru. Skessu- horni tók Daníel tali og spurði hvort alltaf sé hægt að bæta við fleiri skreytingum. „Það er stefhan að bæta alltaf einhverju við á hverju ári. Það liggur við að það sé verið að undirbúa jólin 2004 núna. Það er helmingurinn af kikkinu að skreyta aðeins meira nú en í fyrra. Við reynum að jafna þessu sem mest á allt húsið. I fyrra var norðurhliðin lítið skreytt og bættum við úr því núna. Mesta kikkið er svo að stinga í samband og sjá hvort þetta virki ekki allt saman.“ Það er siður að laugardaginn fyrir aðventuna sé skreytingardagur hjá Daníel og fjölskyldu. „Oll fjölskyldan tekur þátt í þessu, við strákarnir erum úti og setj- um upp seríur, slöngur og fígúr- ur, meðan stelpurnar taka til hendinni innan dyra og setja upp aðventuskrautið. Við tendruin svo ljósin á miðnætti nóttina fyrir aðventu“ Daníel segist hafa fengið mjög góð viðbrögð og bílaum- ferð inn í botnlangann aukist til muna á aðventunni sem og gangandi fólks. „Vænst þykir mér þó þegar aðstandendur þeirra sem hvíla í kirkjugarðin- um lýsa ánægju sinni með hvað það kemur mikil birta inn f garðinn“ Aðspurður hvort þetta sé ekki mikið mál að standa í öllum þessum skreyt- ingum sagðist Daníel ekki telja það eftir sér því ánægjan væri meiri en erfiðið. „Maður byrjar yfirleitt um miðjan nóvember að fara yfir perur og þess háttar. Það sem getur verið erfiðast í að skreyta svona er að finna geymslupláss fyrir allar fígúr- urnar. Við erum svo heppin að það er skriðkjallari undir öllu húsinu og nýtist hann vel sem geymsla, það er því ekki vanda- mál hjá okkur.“ Daníel rekur fasteignasöluna Hákot og á heimasíðu fyrirtæk- isins www.hakot.is er að finna myndavef með myndum af jóla- lýsingum á Akranesi m.a. þessar sem hér má sjá. Vefurinn opn- aði nú í ár og segist Daníel taka eftir því að þeir sem heimsæki heimasíðuna nú í desember séu flestir að skoða þessar myndir. „Eg vil endilega hvetja alla þá sem eiga góðar myndir sem lýsa jólastemningunni hér á Skagan- um að hafa samband til að setja þær á vefmn. Jólalýsingar hafa aukist svo mikið hér á Skagan- um að með þessu áframhaldi getum við farið að kalla Akranes jólabæ“ sagði Daníel að lokum. Haddi ráðinn Haraldur Ingólfsson, knatt- spyrnumaður með meiru, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Verkalýðsfélags Akra- ness. Haraldur er viðskipta- fræðingur að mennt og var val- inn úr hópi 19 umsækjanda og tók til starfa í byrjun þessarar viku. Að sögn Vilhjálms Birg- issonar formanns VLFA væntir hann mikils af samstarfi við Harald, en ráðning fram- kvæmdastjóra var eitt af kosn- ingamálum A-listans. Jólatónleikar í Reykholtskirkju Nemendur Tónlistaskólans í Reykjavík bjóða til tónlistar- veislu í Reykholtskirkju laugar- daginn 27. desember eða þriðja dag jóla. Tónleikarnir hcfjast kl. 15:00 og eru allir tónlist- arunnendur hvattir til að mæta og hlýða á fjölbreytta tónlist, jólalög, klassísk og íslensk sönglög. Gert er ráð fyrir að tónleikunum ljúki kl. 16:30 og eru allir velkomnir. SíiíastlnYinn fimmtudag var jólafiindurdagur bjá leikskólanutn í Olafivík, en þá fengti foreldrar tœkifieri til að fóndra undir leiðsögn bama sinna. Fórst þeim það vel úr hendi eins og þessar myndir bera með se'r en af einhvetjum ástæðum virtust karlamir laðast meira að kajfi- könnunni en ftmdurborðinu. Handverkskonumar í Gallerí Grúsk í Grundarfirði hafa hreiðrað um sig í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði, þar sem þær selja sitt handverk nú fyrir jólin. Minningagrein um Auðunn Eyþórsson Fæddur 1. ágúst 1946 og dáinn 1. des 2003 Utför frá Borgameskirkju 9. des 2003 Þriðjudaginn 9. desember sl. fór útför frænda míns og vinar Auðuns Eyþórssonar fram í Borganeskirkju að viðstöddu fjölmenni. Auðunn fór um sex ára ald- ur sem snúningspiltur að Auð- stöðum til frændfólks síns og var þar á sumrin fram að ferm- ingu. Margar ferðir fór hann síðar að Auðstöðum til Steina frænda til að gera við hey- vinnuvélar og bílinn, eða til að jáma hesta, smala eða hvað sem þurfti hverju sinni. Auðunn hafði alla tíð yndi af hestum, hann var ekki mikill „hvítbuxnahestamaður.“ Hafði meira gaman af ferðalögum í frjálsu umhverfi en á þröngum hringvöllum. Margar ferðir fór hann vestur að Spágilsstöðum til að hjálpa við smalamennsku og réttir. Hann sagði það ekki langt að skreppa á hestum vestur í Dali. Af hestaferðum hafði Auð- unn mikið yndi, hann skipu- lagði þær ævinlega með löng- um fýrirvara. Fyrir rúmum tveimur árum var hann að skipuleggja ferð austur í Bisk- upstungur, sem átti að fara á liðnu sumri, en gekk því miður ekki upp. Síðastliðinn vetur var aftur farið að hugsa til ferðar í Tungurnar sumarið 2004. Svona var fyrirhyggja hans mikil. Það var svartaþoka yfir Borganesi þriðjudaginn 9. des. en er við höfðum setið í kirkj- unni í dágóða stund þá birti til með glaða sólskini. Þá kom upp í huga minn að nú væri frændi búinn að finna sína gömlu reiðhesta sem farnir voru á undan honum og væri að fara í smá ferðalag um gró- ið og grösugt land. Eg kveð hér með góðan vin og frænda og megi guð fylgja honum. Móður hans, dóttir, systkin- um og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Hinrik Oskar Guðmundsson frá Auðstöðum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.