Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Page 50

Skessuhorn - 17.12.2003, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 ^ssunuk. l/íuiáhe'uúð s Afram tifar tmurns kvörn Heilir og sælir les- endur mínir Með þessu blaði verð ég endurreistur eins og brotlegur stúkubróðir sem hrasað hefur á dyggð- arinnar vegi enda er vegur sá frægt torleiði og víða hnotgjarnt gömlum mönnum og fótafúnum. Þar sem endurreisn mína bar nokkuð brátt að má vera að menn sjái þess nokkur merki á efnistökum en betra er illt að gera en ekki neitt eins og kerlingin sagði. Peningamál hafa verið þjóðinni ofarlega í huga að undanförnu ýmissa hluta vegna og menn jafnvel séð ofsjónum yfir aukasporslum bláfátækra banka- stjórnenda eða lífeyrisréttindum örsnauðra ráð- herra meðan rutt er peningum í öryrkjana, hátt í tveim þriðju þess sem um var samið. Hvað eiga fá- tæklingar að gera með peninga? Menn sem kunna ekkert með þá að fara! Friðbjörn í Staðartungu seldi eitt sinn á sínum búskaparárum kú sem kaupandi dró að borga að fullu og orti þá Friðbjörn: Orðheldnin er ýmsum hjá ekki mikils virði núna. Kristján seldi sína á sjötíu krónur - upp í kúna. Kristján Arnason frá Skálá eða Kistufelli hefur lengi verið illa haldinn af Parkinsonsveiki og orti einhverntíma: Þjóð mín er lent inn á þrengingaveg, þrýtur ( pyngjunni auður. Eg finn það nú betur og betur að ég er billegri í rekstrinum dauður. Eftirfarandi vísa hefur að mig minnir verið eign- uð Sigurði Breiðfjörð og reyndar fleirum en vissu- lega er hún sterklík vísum Sigurðar: Það er dauði og djöfuls nauð er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Karl Sigvaldason kvað um skiptingu þjóðarkök- unnar: Þröng er oft í þjóðarsjóði, það veit enginn hvað þeim ber. Fátœklingar heimta og heimta, hinir bara taka sér Svo sem alþjóð er kunnugt nálgast nú jólahátíðin og þá verður okkur ljóst hvers við höfum farið á mis og raunar óskiljanlegt að við höfum getað lifað þó þessi ár án þess að eignast hina aðskiljanlegustu gæðagripi sem eiga sér það sameiginlegt að verð þeirra er jafnan hækkað að heilu þúsundi svo aðeins munar einni krónu. Hallmundur Kristinsson orti einhverntíma á aðventunni: fíerir mýkra geðið mitt og göngu dagsins létta. Jóla þetta og jóla hitt, jóla hitt og þetta. Já það er margt jóla þetta og hitt, þó minnist ég þess ekki enn að hafa heyrt auglýst jóladömubindi en að því hlýtur að koma. Guðmundi Þorsteinssyni varð að orði undir aug- lýsinglestri á aðventunni 1995: Hugsjón og takmark hins neytandi nútímamanns er að ná til sín annarra hlutdeild í veraldar auði og kýla svo vömb sína í margfrœgri minningu hans sem mettaði þúsundir tveimur fiskum og brauði. Sigmundur Benediktsson orðaði hugsun sína á eftirfarandi hátt: I Mammonsveldi kœrleiks hugsjón kól, það knýr á fast að lýður glysið borgi, þó meistarinn gœfi máttug friðarjól, maðurinn gerði þau að sölutorgi. Og á líkar nótur leikur Egill Jónasson: Auglýsinganna flytja fans fjölmiðlar út um byggðir lands, fœðingarhátíð frelsarans er féþúfa í túni braskarans. Ofan á þetta má segja að sé ofrausn að birta vísu Jens Guðmundssonar á Reykhólum sem tekur mjög í sama streng þó hver geri það með sínu orðalagi: Meðan snauðum mat og skjól Mammonsnornir banna. Halda skulum heims um ból hátíð mangaranna. Fyrir tíma fjölmiðlanna stytti fólk sér gjarnan stundir við að geta gátur og ekki síst á hátíðum sem voru of heilagar til nokkurrar vinnu nema brýnustu málaverka og koma hér tvær sem munu þó yngri að árum: Hvað er líkt með hrút og presti heims á mörgu bólunum? Og svarið er náttúrlega: Annatíminn allra mesti er hjá þeim á jólunum. Onnur kemur hér í svipuðum dúr: Hvað er líkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing? Og svarið við henni er: Að komast alltaf lengra og lengra um leið og hann snýst í hring. Hjálmar Freysteinsson á Akureyri orti jólavísur og á tímum endurnýtingarstefnu er að sjálfsögðu við hæfi að endurvinna nokkrar gamlar og góðar hendingar, það er svo uinhverfisvænt: Norpa hér við norðurpólinn ég naumast öllu lengur vil. Bráðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til. Lítinn fisk að fá úr sjónum-. Fýsir marga á valdastól. Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma litlu jól. Ollum stundum þingmenn þrátta, þunnir eru í sköllunum. Jólasveinar einn og átta ofan koma affjöllunum. Verðbólgan er versta áþján, verkföll tíð til sjós og lands. Adam átti syni sautján, (suma utan hjónabands). Krónan gerist gengissigin, greiðsluhallinn ekki smár. Dátt er jóladansinn stiginn dunar ísinn fagurblár. Menn sem óttast miltisbranda martröð allar nœturfá. A borðinu ótal bögglar standa bannað er að skoða í þá. Týnd er flestum trúarvissa taumleysið er þjóðarmein. Alltof margar mömmur kyssa á munninn einhvern jólasvein. Fœrt er allt í fínni skrúða, ferlegt stress í sveit og borg. Grýlu konu Leppalúða langar að koma á Glerártorg. I janúar svo Jón og Gerður jóla - VISA reikningfá. Ekki er víst hvort alltaf verður ákaflega gaman þá. Jólaverslunin hefur reynst mörgum þung í skauti bæði líkamlega og andlega og ekki síst þegar korta- reikningurinn kemur í janúar. Eftirfarandi gæti sem best verið ort á Þorláksmessu: Þreytast tek ég í þetta sinn á þindarlausum hlaupum. Eg er á þönum, Jesús minn, í jólagjafakaupum. Nú skal gjörvöll adamsœtt eiða stóra vinna. „I Betlehem er barn oss fœtt“ -nú bjargar ekkert minna! Aðventukvöld geta verið með ýmsu sniði en á einu slíku gæti hafa verið kveðið og hef ég grun um að höfundur sé Böðvar Guðlaugsson: Nú erujól við norðurpól, norpa í skjóli rakkar, herlega góla Heims um ból heiðnir skólakrakkar. Eg tel mig hins vegar hafa nokkuð traustar heim- ildir fýrir því að það hafi verið á aðventukvöldi sem Georg á Kjörseyri orti: Okkar leið er vörðuð von um að víkja burt frá syndunum. Menn frelsast helst í fjárhúsonum. friður sé með kindunum. Enda voru það vissulega fjárhirðar eða sauðfjár- bændur sem fyrstir fengu tíðindin. Nú eru breyttir tímar á flestan veg og jólahátíðin og boðskapur hennar setur mark sitt á allan heim með einhverjum hætti. Sumir skreppa til sólarlanda um eða rétt fyr- ir jólin, þetta er svo stutt eftir að Hvalfjarðargöng- in komu. Ingólfur Kristjánsson orti um þá sem á- stunda slíkt líferni: Auðlegð menn girnast og gœfu og gera sér vonir um lán og það þykir toppur tilverunnar að tryggja sér farmiða á Spán, mega þar busla við bjartar strendur og brenna kroppinn í sól, koma svo heim í helvítis kuldann og halda gleðileg jól. Mjög er það misjafnt hvernig prestum tekst til með ræður, svo á jólum sem i annan tíma enda raddstyrkur þeirra og flutningsmáti vissulega einnig misjafn. Rósberg Snædal hlýddi eitt sinn á prédikun hjá séra Finnboga Kristjánssyni í Hvammi en honum lá ekki hátt rómur: Rýfur ekki rómur þinn rjáfur kirkjuþaka. Viljann fyrir verknaðinn verður guð að taka. Gestur Olafsson gerði þessa vísu við útgöngu úr sóknarkirkju sinni: Athuga þinn innri mann, er þar líkt hjá flestum. Sumir trúa á sannleikann, sumir trúa prestum. Velmetinn iðnaðarmaður á Akureyri frelsaðist og gekk til liðs við hjálpræðisherinn, hélt ræður á kvöldsamkomum hersins, spilaði á gítar, söng og

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.