Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 17.12.2003, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 51 o&casumsi.. vitnaði. Á daginn stundaði hann iðn sína af mikilli elju og þótti manna dýrseldastur. Um hann var kveðið: Syngjandi um sálarfrið, safnandi tímans auð, bendandi á himins hlið, hugsandi um daglegt brauð. Sjálfan mig seð e'g fyrst síðan náungann. Eg trúi á Jesúm Krist. Eg breyti eins og hann. Aldrað trúhneigt fólk lagði á það ríka áherslu við afkomend- ur sína að reyna að líkjast HONUM og ýmsir hafa velt fýrir sér hvernig HANN hefði brugðist við ýmsum daglegum vanda- málum. Þegar Steindór Andersen lenti í því að fá visareikning sem hann hafði vonast til að fá ekki, en ekki stóra vinninginn í Háskólahappdrættinu sem hann hafði sterklega reiknað með að fá og enda þrálega ámálgað þörf sína við forsjónina, fór hann að rifja upp orð afa síns og reyna að finna leið til að líkj- ast HONUM og leysa vandamálið. Á endanum greip hann til þess ráðs að reyna að yrkja sig frá vandanum en þá kom upp vandamál, hvora leiðina á að taka: Heimsins bregðast höppin vonum hált er á götunni, langar því til að líkjast HONUM og liggja í jötunni. Allt sem fyrr ég átti í vonum er illa farið á svig, langar því til að líkjast HONUM og láta krossfesta mig. Hörður Þórleifsson orti lofsöng til Visa kortsins og hefst hann á þessu erindi: Plastið er það ágœtt eitt ég ekki þarfað borga neitt, efnahagsundur er oss veitt efnýtti ég það sem bœri. Með VISA söng í veskinu mínu hrœri Lokaerindið er hins vegar á þessa leið: Yfir mig breiðist óttinn snar œ meir er líður janúar, emja ég fullur iðrunar ei mig um kort nú kœri. Með VISA söng í veskinu mínu hrœri. Að loknum jólum styttist óðfluga til áramótanna og sólin strax farin að hækka örlítið á lofti og ekki úr vegi að rifja upp vísu Bjarna frá Gröf: Áfram tifar tímans kvörn, tekst henni margt að gera. Framhaldssaga fyrir börn finnst mér lífið vera Ósk Skarphéðinsdóttir orti að haustlagi: Kvöldin lengjast, vantar vor, vakir þrengjast, bilar þrekið. Samt mín gengin gæfuspor getur enginn frá mér tekið Sláum svo botninn í þennan þá tt með vísu Sigurdórs Sig- urðssonar: Lít ég yfir liðin ár lœt þau hugann kanna, finn þar bœði bros og tár bernskuminninganna. Að endingu langar mig að biðja bæði almættið og kaup- mennina fyrirgefningar á gálauslegum skrifum mínum og óska öllum lesendum mínum gleðilegra jóla, árs og friðar. Eg vil endilega hvetja þá sem finna hjá sér löngun til að tjá sig um málefni þáttarins að láta undan henni og hafa samband við mig og gauka að mér gömlum eða nýjum vísum eða einhverjum fróðleik eftir atvikum. Með þökkjýrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 - dd@binet.is Leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar sýnir: Leikstjóri: Þórunn Magnea Aðalhlutverk: Guðmundur Þorsteinsson og Sigrún Sigurðardóttir Aukasýning ^ laugardaginn 27. desember kl. 21:00 í félagsheimilinu Brautartungu Miðasala i sima 435 1391 netfang: madurogkona@vefurinn.is simmn.is Verslun Símans Akranesi, Stillholti 16-18, sími 430 3000 SÍMINN Óskum Vestlendimeum cnR landsmönnum öllum ^leóile^ra jóla farsæls komandi árs. bökkum vióskiptin á árinu sem er aó liða. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Símans Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.