Skessuhorn - 07.01.2004, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 1. tbl. 7. árg. 7. janúar 2004 Kr. 250 í lausasölu
KB 100 ára
Kaupfélag Borgfirðinga
fagnaði 100 ára affnæli sínu í
verslunarmiðstöðinni Hyrnu-
torgi á sunnudag. Þar var saga
félagsins m.a. rifjuð upp í máli
og myndum. Sjá bls 8
Maður ársins
I næstu viku verður kynnt
hver verður fyrir valinu sem
maður ársins á Vesturlandi
en Skessuhom stendur fyrir
útnefningunni sjötta árið í
röð. Leitað hefur verið eftir
tilnefningum frá lesendum
Skessuhorns en sérstök dóm-
neffid sker úr um endanlega
niðurstöðu. Lesendur hafa
tækifæri til að hafa áhrif á
hver verður valinn maður
ársins á Vesturlandi til og
með fimmtudagsins 8.
janúar. Hægt er að koma til-
nefitingum á framfæri með
rafpósti á netfangið:
madurarsins@skessuhorn.is
HB og Grandi í
samningaviðræðum
Samið fyrir
luktum
dyrum
Fyrmm eigendur Haraldar
Böðvarssonar hf á Akranesi
og Grandi hf eiga í samning-
arviðræðum um hugsanleg
kaup á hlutafé Brims í HB.
Samningsaðilar skrifuðu
undir yfirlýsingu þess efriis að
ekki yrði greint frá neinurn
þáttum samningsins rneðan
viðræður stæðu yfir. Sjá bls. 2
Skagamenn fjölmenntu að vanda á þrettándabrennuna á Jaðarsbökkum í gœrkvöld en auk þeirra mátti sjá þar álfa, tröll
ogjólasveina svo einhvetjir séu nefndir.
Teitur þjálfar í
vinabæ Borgar-
byggðar
Skagamaðurinn Teitur
Þórðarson hefúr tekið að sér
þjálfun 2. deildarliðsins
Ull/Kisa í Noregi en liðið
kemur frá bænum Jessheim,
skammt frá Gardenmoen
flugvelli en Jessheim er
einmitt vinabær Borgar-
byggðar í Noregi.
Hlutverk Teits er að byggja
upp sterkt lið hjá félaginu og
koma því upp um að minnsta
kosti eina deild sem fyrst.
Teitur hefur mikla reynslu af
þjálfun í Noregi, þjálfaði þar
Lynn, Brann og Lilleström en
einnig hefur hann þjálfað lið í
Svíþjóð og Eistneska landslið-
ið um tíma. Teitur lék með
Skagamönnum áður en hann
fór í atvinnumennsku í Sví-
þjóð, Frakklandi og Sviss.
Menningin aðeins á Akureyri?
Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi vonsviknir yfir nýjum samningi við Akureyringa
Skömmu fyrir áramót var
undirritaður menningarsamn-
ingur milli ríkisins og Akur-
eyrarbæjar sem felur í sér að Ak-
ureyri sé miðstöð menningar-
starfs utan höfuðborgarsvæð-
isins og tryggir Akureyri umtals-
vert fjármagn til eflingar menn-
ingarstarfs. Samkvæmt samn-
ingnum fær bærinn 240 milljón-
ir í sinn hlut frá ríkinu á næstu
þremur árum.
Þessi tíðindi komu nokkuð
flatt upp á sveitarstjómarmenn á
Vesturlandi ekki síst þar sem
menningarsamningi við Vestur-
land var skotið á frest vegna
skorts á fjármagni í þennan
málaflokk. „Þessi samningur við
Akureyri er að vísu endurnýjun á
gömlum samningi en menn
vissu ekkert um þetta hér fyrr en
allt var um garð gengið og það
kom okkur vissulega á óvart þar
sem við stóðum í þeirri trú að
við væmm næst,“ segir Helga
Halldórsdóttir formaður Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi.
„Samningurinn við Vesturland
hefur verið í undirbúningi ffá í
maí 2001 þannig að nú er þriðji
menntamálaráðherrann að koma
að þessu niáli. Málið var vel und-
irbúið hér heima fyrir af starfs-
mönnum Atvinnuráðgjafar Vest-
urlands og sérstökum vinnuhópi
og síðustu misseri höfum við
bara beðið. Við urðum því fyrir
miklum vonbrigðum þegar við
fréttum af þessum samningi við
Helga Halldórsdóttir formaður SSV
Akureyrarbæ þótt við getum að
sjálfsögðu unnt Akureyringum
að fá sinn skerf. Við viljum bara
líka fá það sem við teljum okkur
eiga inni, „segir Helga. Aðspurð
um hvort umræddur ráðherra sé
þama að hygla eigin kjördæmi á
kostnað annarra segir Helga að
vissulega líti máhð þannig út.
„Það eiga allir landshlutar rétt á
að fá fé til menningarmála og við
getum ekki annað en litdð á þetta
sem ákveðna lítilsvirðingu. Hver
ætlar svosem að meta það hvort
það sé rneiri menning í einum
landshluta en öðrum?“
Helga segir að sveitarfélögin
á Vesturlandi bindi miklar von-
ir við að nýr menntamálaráð-
herra taki málaumleitan þeirra
vel þannig að Vesturland fái
langþráðan menningarsamning
árið 2005.
Utsala nj.falatd£i
afsláttur
Sími: 430 5533 Verið veikomin !