Skessuhorn - 07.01.2004, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 7. TANUAR 2004
o&IÍSSUIlUu.
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 437 1677
Fax: 437 1678
SkRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf 437 1677 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamaður: Hrafnkell Proppé 892 2698 hrafnkell@skessuhorn.is
Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir nugl@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is
Prentun: Prentmet ehf.
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðíð er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
437 1677
Niður-
stöður jóla-
Þegar jólavertíðin er að baki liggur næst fyrir að gera upp dæmið
og reikna út hvernig maður hefur komið út úr jólunum. Það þarf að
vega og meta jólagjafimar og bera saman við undangengin ár,
„kalkúlera11 útfrá vísitölu neysluverðs og finna út hvort viðskipta-
jöfnuðurinn hafi verið jákvæður eða neikvæður.
Miðað við óendurskoðað uppgjör tel ég mig geta verið bærilega
sáttan. Eg fékk margar ágætar gjafir, bæði mjúka pakka og gallharða
og ég held ég geti fullyrt, þótt það liggi ekki fyrir áritaður efnahags-
reikningur, að þessi jól hafi verið vel yfir meðaljólum.
Eg get samt ekki neitað því að það olli mér nokkrum vonbrigðum
að ég fékk ekki það sem mig langaði mest í. Eg fékk ekki mennta-
málaráðherra í jólagjöf!
Ekki einu sinni notaðann.
Ég skal svosem viðurkenna að menntamálaráðherrar em kannski
ekki hefðbundnar jólagjafir og því er mínum nánustu reyndar vor-
kunn að hafa ekki áttað sig á því að það var akkúrat þetta sem mig
langaði mest í. Ef menn velta því hinsvegar fyrir sér þá er það nokk-
uð augljóst af hverju menntamálaráðherrar komast á óskalistann. Eg
er allavega viss um að jólasveinninn myndi átta sig á því enda er hon-
um málið skilt.
Til nánari útskýringar má geta þess að í tíð nýafsetts menntamála-
ráðherra var farin ný leið í rekstri umrædds ráðuneytis, Norðurleið-
in. Það má reikna með að það hafi þurft álíka marga vörubíla til að
flytja peninga Norður til Akureyrar og þurfti til að flytja grjótið hans
Ama Johnsen úr Grjótinu.
Peningabunkarnir em notaðir í mennningarhús, menningar-
samning og hverskonar menningarvita norður þar og eru sjálfsagt
vel þegnir af innfæddum. Það kann aftur á móti að pirra svolítið íbúa
annarra landshluta að Norðurleiðin er einstefhugata og þess vand-
lega gætt af hálfu umrædds ráðherra að ekki hrykki ein einasta króna
af drekkhlöðnum vömbílunum á leið um aðrar sýslur. Akkúrat vegna
þessa langaði mig svo mjög í menntamálaráðherra í jólagjöf.
Eg er svosem ekkert að hnýta í þessa ráðherra sem við höfum haft
hér á Vesturlandi í gegnuin árin. Þeir em alls ekki svo slæmir fyrir
utan það að þeir hafa verið að þvælast með peninga úr sínum ráðu-
neytum í aðra landshluta í stað þess að nýta þá óskipta í sinni heima-
sveit. Þessvegna get ég ekki neitað því að mig langar meira í alvöru
ráðherra, í akureyskum stíl.
Þegar öllu er á bominn hvolft þá þýðir svosem ekki að vera með
neitt öfundarvæl. Eg uni því glaður við mitt og mínar jólagjafir en
óska Akureyringum til hamingju með nýjan sendiherra í París. Or-
ugglega mun þess ekki langt að bíða að þar verði reystur nýr sigur-
bogi úr eyfirsku hráefni.
Gísli Einarsson, svolítið svekktur
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
I í*
Aukin úthlutun
viðbótarlána
Á síðasta ári varð algjör
sprenging í úthlutun viðbótar-
lána á Akranesi. Félgasmálaráð
afgreiddi viðbótarlán fyrir tæp-
lega 180 mkr. til 96 aðila en
árið 2002 fengu 40 aðilar út-
hlutun. Helsta skýringin á
þessari miklu viðbót sem orðið
hefur á milli ára má m.a. leita í
hækkun á viðmiðunartekjum.
Það eru því fleiri sem falla und-
ir reglurnar en áður. Við þess-
ar breytingar hefur það færst í
vöxt að ungir einstaklingar sæki
urn viðbótarlán en það var svo
til óþekkt áður. Á súluritinu má
sjá fjölda úthlutaðra lána á ári
frá 1999 en þá var fyrst úthlut-
að viðbótarlánum á Akranesi.
Þorvaldur í
Byggðastofnun
Þorvaldur Tómas Jónsson,
bóndi og rekstrarráðgjafi, í
Hjarðarholti í Borgarfirði hefur
verið skipaður í stjórn Byggða-
stofnunar í stað Elísabetar
Benediktsdóttur. Vestlendingar
eiga þar með tvo fulltrúa í
stjórn Byggðastofnunar en
Guðjón Guðmundsson fyrrver-
andi Alþingismaður á Akranesi
hefur verið í stjórninni um ára-
bil.
Yfir 200 fæðingar
Á síðasta ári var tekið á móti
208 nýburum á Sjúkrahúsi
Akraness. Þetta eru talsvert
fleiri en árið 2002 þegar tekið
var á móti 158 börnum. Kynja-
hlutfall nýbura árið 2003 var
mjög jafnt en af þessum 208
börnum voru 103 stúlkur og
105 drengir. Fernir tvíburar
fæddust á síðasta ári og voru
þeir allir teknir með keisara-
skurði.
Bætt aðstaða
Nú standa yfir miklar breyt-
ingar á þrekaðstöðunni á Jað-
arsbökkum. Gólfflöturinn hef-
ur verið stækkaður um 10 m2
og verið er að loka á milli í-
þróttasalarins og þrekaðstöð-
unnar. Parket verður lagt á gólf
og ný tæki tekin í notkun.
Einnig verða sett upp 4 ný
sjónvörp, munu iðkendur fá
heyrnartól og geta stillt á þá rás
sem þeir kjósa. Áætlað er að
breytingarnar kosti á milli 5 og
7 mkr. og greiðir Akraneskaup-
staður fyrir breytingar á hús-
næðinu en IA endurnýjun á
tækjum og búnaði. Þreksalur-
inn verður opnaður á ný
fimmtudaginn 15. janúar nk.
Fjölmargir bíða nú óþreyjufull-
ir eftir að brenna upp jólasteik-
inni í þreksalnum en fá í stað-
inn breytta og bætta aðstöðu
fyrir líkamsrækt.
Flosi í
öðru sæti
Bók Flosa Olafssonar, á
Bergi í Reykholtsdal,
Ósköpin öll, varð í öðru sæti
yfir mest seldu bækurnar
fyrir þessi jól. Skáldsagan
Betty eftir Arnald Indriða-
son varð í fyrsta sæti.
Margrét Eir
leikstýrir
Leikkonan Margrét Eir
Hjartardóttir hefur verið
ráðin til að leikstýra næstu
árshátíðarsýningu Nem-
endafélags Grunnskólans í
Borgarnesi. Margrét hefur
góða reynslu í að leikstýra
unglingum en hún hefur
unnið að uppsetningu árshá-
tíða og söngleikja hjá mörg-
um félagsmiðstöðvum auk
þess að vinna sjálf í félags-
miðstöð í Kópavogi.
Hún hefur víða haldið
leik- og sönglistarnámskeið
m.a. í Borgarnesi á Lands-
móti Samfés s.l. haust. Ávallt
hefur mikið verið lagt í árs-
hátíðarsýningar nemendafé-
lagsins og má búast við að
það verði ekki síður nú.
\
Pétur í
skólanefhd
Sú breyting hefur verið
gerð á skólanefnd Fjöl-
brautaskóla Vesturlands að
Pétur Ottesen Innri-Akra-
neshreppi hefur verið skip-
aður af ráðherra í stað Sig-
ríðar Finsen frá Grundafirði
sein óskaði eftir lausn frá
störfum. Pétur tók sæti í
upphafi þessa árs og er
skólanefndin þá þannig skip-
uð:
Þorgeir Jósefsson Akra-
nesi formaður, Bergþóra
Jónsdóttir Hrútsstöðum,
Pétur Ottesen Hamri, Borg-
hildur Jósúadóttir Akranesi,
Guðrún Jónsdóttir Borgar-
nesi. Aheyrnarfulltrúi kenn-
ara er Sigurgeir Sveinsson
og áheyrnarfulltrúi nem-
enda er Þorkell Steindal.