Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Page 5

Skessuhorn - 07.01.2004, Page 5
5 ^nCiSautii/kw MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Vestlendingum fækkar nokkuð Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um íliúafjölda í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2003 þá fækkar Vestlendingum um 64 eða um 0,4%. A sama tíma er þölgun á landsvísu um 0,79% og ætti íbú- um á Vesturlandi að hafa fjölgað um 58 ef sama íbúaþróun hefði verið hér og yfir landið allt. Mest er fækkunin á Snæfells- nesi en íbúar þar voru 127 færri 1. desember 2003 miðað við sama tíma árið 2002. Eyja- og Miklaholtshreppur sker sig einn úr á Nesinu en þar fjölgar um 12 annars fækkar talsvert í öll- um sveitarfélögum mest þó í Stykkishólmi. Oli Jón Gunn- arsson bæjarstjóri í Stykkis- hólmi sagðist í samtali við Skessuhorn að þama kæmi í ljós hve stöðvun á skelfiskveiðum vægi þungt. Oli Jón telur að nú sé botninum í náð og allar líkur til að íbúum fjölgi á Snæfellsnesi á næstu ámm. I Dölunum fækkar um 16 milli ára og er um svipaða fækk- un að ræða eins og verið hefur síðasta áramg. Ibúum í Borgar- fjarðarhéraði fjölgar hins vegar tun 79 og er mesta fjölgunin í Borgarbyggð. Ef rýnt er í töl- urnar fyrir Borgarfjarðarhérað má sjá að mest öll fjölgunin tengist háskólasamfélögunum en Biffestingum fjölgar um 52 og Hvanneyringum um 23. Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð er ánægður með fjölgun íbúa í Borgarbyggð. „Eg tel að það verði áframhald á þessari fjölgun á næstu áram. Búsetuskilyrðin eru alltaf að batna og munar mjög mikið um vaxandi háskóla“. Það vekur hins vegar nokkra athygli að Skaga- mönnum fækkar um 5 en fjöld- inn allur af íbúðum var byggður og seldur á síðasta ári. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi telur að ekki sé ástæða til neinn- ar svartsýni. „Það hefur verið stöðugur vöxtur hjá okkur und- anfarin ár og ekkert óeðlilegt þó um einhverjar sveiflur sé að ræða. Auðvitað hefði maður vilja sá fjölgun en með tilliti til þess að nokkur fækkun hefur verið á störfum hjá stóram fyrir- tækjum eins og Sementsverk- sntiðjunni og Járnblendinu þá höldum við sjó.“ Gísli er bjart- sýnn eins og kollegar hans og reiknar með að Skagamönnum fjölgi aftur á árinu. Sveitarfélag, svæði 2003 2002 Breyting %breyting Akranes 5582 5578 4 0,1% Hvalfjarðarstrandarhreppur 154 169 -15 -8,9% Skilmannahreppur 152 144 8 5,6% Innri-Akraneshreppur 121 114 7 6,1% Leirár- og Melahreppur 132 120 12 10,0% Skorradalshreppur 55 65 -10 -15,4% Borgaríjarðarsveit 696 693 3 0,4% - þar af er Hvanneyri 193 170 23 13,5% Hvítársíðuhreppur 85 84 1 1,2% Borgarbyggð 2589 2520 69 2,7% - þar af er Bifföst 209 157 52 33,1% Kolbeinsstaðahreppur 105 109 -4 -3,7% Grundarfjarðarbær 936 964 -28 -2,9% Helgafellssveit 52 56 -4 -7,1% Stykkishólmur 1161 1228 -67 -5,5% Eyja- og Miklaholtshreppur 130 116 14 12,1% Snæfellsbær 1742 1780 -38 -2,1% Saurbæjarhreppur 88 93 -5 -5,4% Dalabyggð 651 662 -11 -1,7% Vesturland 14431 14495 -64 -0,4% Taflan sýnir íbúaþróun á Vesturlandi á síðasta ári. Um er að rœða bráðabirgð- artölur 1. desember 2003 fi'á Hagstofunni bomar saman við endanlegar tölur jýrir 1. desember 2002. Firma- og hópakeppni CAFÉ 67 og Meistaraflokks karla í knattspyrnu, verður haldin þann 24. janúar í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Keppt verður í 5 manna liðum án markmanns. Þátttökugjald er kr. 8.000. Skráning í síma 892 2314 (Haraldur) í síðasta lagi 21. janúar. ATH! Hægt verður að kaupa einn leikmann að eigin vali úr Meistaraflokki karla, til þátttöku í mótinu, fyrir kr. 5.000. ------------------------------------------- Auglýsing um deiliskipulag í Innri-Akraneshreppi Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 íbúðarhús í landi Ytra-Hólms l. Tillagan nær til 3 lóða fyrir 1 íbúðarhús og bílgeymslu á hverri lóð, ásamt aðkomuvegi. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum Iiggur frammi á skrifstofu oddvita, Miðgarði frá 9. janúar til 6. febrúar 2004 á venjulegum skrifstofutíma. o s Athugasemdum skal skila fyrir 20. febrúar 2004 og 1 skulu þær vera skriflegar. Skipulags- og byggingarfulltrúi V_____________________________________________) Borgarfjarðarsveit Til leigu Til leigu Árberg 4 og 4a á Kleppjárnsreykjum, Borgarfjarbarsveit íbúðirnar eru í nýju parhúsi, 11 6 fm. hvor með 3 svefnherbergjum. Önnur leigist otímabundið en hin frá 15. janúar - 1. ágúst 2004. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. ! Nánari upplýsingar á skrifstofu I Borgarfjarðarsveitar, Litla - Hvammi, 320 I Reykhoít, sími 435 1140 en þangað skal s umsóknum skilað. Sveitarstjóri Borgarfjaröarsveitar Akraneskaupstaður Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Breiöarsvæbis, Akranesi Á fundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 16. desember 2003, var samþykkt breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæðis a Akranesi, vegna loðarinnar nr. 25a við Vesturgötu. Breytingin felst í stækkun lóðarinnar og jafnframt er skilgreind aðkoma að lóðinni. Deiliskipulaqsbreytingin var kynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipuTags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og hefur nlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Deiliskipulagsbreytingin tekur þegar gildi. Akranesi 2. janúar 2004 Ólöf Cuöný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi Akraness 0

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.