Skessuhorn - 07.01.2004, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004
Utskriftamemendur Fjölbrautaskóli Vesturlands á haustönn 2003 auk Harðar Ó. Helgasonar ogAlta Harðarsonar.
Brautskráning firá FVA
Þann 19. desember, vora 40
nemendur brautskráðir frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Athöfn-
in fór fram á sal skólans og hófst
með ávarpi Harðar O. Helga-
sonar skólameistara, því næst
flutti Adi Harðarson aðstoðar-
skólameistari annál haustannar
2003. Skólakór Fjölbrautaskóla
Vesturlands söng undir stjórn
Elvu M. Ingvadóttur við undir-
leik Viðars Guðmundssonar og
fyrir athöfhina léku félagar úr
Skólahljómsveit Akraness undir
stjórn Heiðrúnar Hámundar-
dóttur. Aðrir listamenn sem
komu ffam voru: Birna Sigur-
geirsdóttír, Helga Sjöfn Jóhann-
esdóttir og Ragnheiður Björns-
dóttir sem léku á píanó; Kristín
Sigurjónsdóttir og Timothy
Andrew Knappet sem léku sam-
an á fiðlu og píanó. Eggert Sól-
bergjónsson nýstúdent flutti á-
varp fyrir hönd útskriftarnema.
Nokkrum útskriftarnemum
vora veittar viðurkenningar en
þeir vora:
• Elsa Axelsdóttir hlaut viður-
kenningu (sem gefin var af
Landmælingum Islands) fyrir
góðan árangur í raungrein-
um og viðurkenningu (sem
gefin var af Islandsbanka hf. á
Akranesi) fyrir góðan árang-
ur í stærðfræði.
• Eggert Sólberg Jónsson
hlaut viðurkenningu (gefna
af Kaupþingi Búnaðarbanka
hf. á Akranesi) fyrir góðan
árangur í félagsfræði.
• Guðgeir Guðmundsson fékk
viðurkenningu fyrir störf að
félagsmálum (sem gefin var
af Rótarýklúbbnum á Akra-
nesi) og viðurkenningu (sem
gefin var af Landsskrifstofu
Leonardó á Islandi) fyrir
góðan árangur í rafiðna-
greinum.
• Hallbera Eiríksdóttir hlaut
viðurkenningu (sem gefin var
af Sparisjóði Mýrasýslu) fýrir
góðan árangur í félagsvísind-
um og viðurkenningu skól-
ans fyrir bestan námsárangur
á stúdentsprófi á haustönn
2003.
• Harald Björnsson fékkviður-
kenningu (sem gefin var af
Islandsbanka hf. á Akranesi)
fyrir góðan árangur í við-
skiptagreinum.
• Hjalti Daðason hlaut viður-
kenningu (sem gefin er af
Kötlu Hallsdóttur) fyrir
framúrskarandi árangur í
iðnnámi.
• Jón Ingi Olafsson hlaut viður-
kenningu (sem gefin var af
Landsskrifstofu Leonardó á
Islandi) fyrir góðan árangur í
rafiðnagreinum.
• Kolbrún Yr Kristjánsdóttir
hlaut viðurkenningu skólans
fyrir störf að félagsmálum og
fyrir að vera skólanum til
sóma með frábærri frammi-
stöðu í íþróttum.
• Kristján Hagalín Guðjóns-
son hlaut viðurkenningu
(sem gefin var af Landsskrif-
stofu Leonardó á Islandi) fyr-
ir góðan árangur í húsasmíði.
• Sigríður Helga Sigurðar-
dóttir hlaut viðurkenningu
(sem gefin var af Landmæl-
ingum íslands) fyrir góðan
árangur í raungreinum.
• Valdís Sigrún Valbergsdóttir
hlaut viðurkenningu (sem
gefin var af þýska sendi-
ráðinu) fyrir góðan árangur í
þýsku og viðurkenningu
(sem gefin var af Eddu útgáfu
hf.) fyrir góðan árangur í ís-
lensku.
Taflan sýnir hvemig þessir 40 nemendur skiptast á námsbrautir.
Piltar/Karlar Stúlkur/Konur Alls
Stúdentspróf 9 16 . 25
Burtfararpróf í húsasmíði 4 0 4
Burtfararpróf í rafvirkjun 7 0 7
Burtfararpróf af uppeldisbraut 1 1 2
Verslunarpróf af viðskiptabraut 0 2 2
Alls 21 19 40
Aldarafinæli Kaupfélags Borgfirðinga
Kaupfélag Borgfirðinga fagn-
aði aldarafmæi sínu með pompi
og prakt síðastliðinn sunnudag
með afmælisveislu í verslunar-
miðstöðinni Hyrnutorgi í Borg-
arnesi.
Kaupfélg Borgfirðinga var
stofnað á fundi í Deildartungu
þann fjórða janúar 2004. Félagið
var í upphafi verslunarfélag,
fyrst með pöntunarfélagsformi,
en árið 1931 hóf það bæði
mjólkurvinnslu og slátrun. Um
áratuga skeið var KB meðal um-
svifamestu fyrirtækja landsins á
því sviði. Þá hefur kaupfélagið
haft ýmiskonar iðnrekstur með
höndum í gegnum tíðina, meðal
annars Bifreiðasmiðju, bakarí og
saumastofu. í dag er félagið aft-
ur komið til uppranans og er
eingöngu í verslun og þjónustu.
KB rekur í dag verslanir í
Hyrnutorgi og Hyrnunni í
Borgarnesi og byggingavöru-
verslun í jaðri bæjarins. Þá rekur
KB verslanir á Akranesi, Grand-
arfirði og Bifröst.
I afmælisfagnaðinum á sunnu-
dag var boðið upp á fjölbreytt
tónlistaratriði þar sem kennarar
Tónlistarskóla Borgarfjarðar og
Freyjukórinn voru í aðalhlut-
verki. Þá var saga félagsins riþuð
upp, annars vegar með glæsilegri
myndasýningu sem Páll Guð-
bjartsson hafði veg og vanda af
og í heimildarmynd um sögu
Kaupfélagsins eftir Gísla Einars-
son.