Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Page 12

Skessuhorn - 07.01.2004, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004 jntjaurn/,.. Jón V1"™™ Ahlaupið á sparisjóðina Sparisjóðirnir eru ein helsta stoðin við byggð víða um land, m.a. vegna þess að íbúarnir hafa sjálfir forræði yfir þeim. Spari- sjóðurinn er ein helsta trygging fyrir þjónustu á staðnum og lán- um til einstaklinga og smærri íyrirtækja. Þeir hafa veitt al- menna fjármálaþjónustu og unnið á grundvelli hugsjóna um eflingu og uppbyggingu at- vinnulífs og menningarstarfs á sínu heimasvæði. Fyrir um 2 árum var gert áhlaup á spari- sjóðina. Stórgróðamenn reyndu að brjótast inn og sölsa þá und- ir sig. Því- áhlaupi tókst að hrinda. En græðgin beið rétt handan homsins. Ljóst var að á- ffarn yrði sóst í að hlutfélaga- væða sparisjóðina og sölsa þá undir braskið. Græðgin ræður ferð Við þingmenn Vinstri grænna vildum tryggja með lögum framtíð sparisjóðanna, sérstöðu þeirra og samkeppnis- hæfhi og standa jafhframt vörð um eðli þeirra og hugsjónir. Hefði betur verið farið að til- lögum okkar. Við vöruðum við því að þær lagabreytingar sem Alþingi samþykkti 2002 myndu ekki ná að veita sparisjóðunum þá vörn sem að var stefnt. Nú fyrir jólin var tilkynnt að Kaup- þing Búnaðarbanki hefði keypt SPRON og greiddi stofhfjár- festum hluti sína á yfirverðum. Þingmenn annarra flokka lýsa furðu sinni og vanþóknun, en þeir töldu að nýsett lög ættu að girða fyrir slíkt. Ljóst er að gangi þessi kaup eftir mun græðgi fjármagnsins rífa í sig sparsjóðina sem nú standa berskjaldaðir. Hægt er að taka undir ritstjórnargrein Morgunblaðsins 23. des. sl. um nýtt gjafakvótakerfi í sparisjóð- unum: „Fákeppni eykst stórlega í íslenska fjármálakerfmu, þar sem augljóst er að bankarnir þrír munu skipta sparisjóðun- um í landinu á milli sín og skiptir þá engu þótt þeir haldi áfram að reka þá úm tíma sem sjálfstæðar einingar undir þeirra hatti. - Er þetta vilji fólksins?“ spyr Morgunblaðið. Þingmenn Vinstri - grænna segja nei, þetta er ekki vilji fólksins. Ráðherra Framsóknar fagnar Framsóknarþingmaðurinn og bankamálaráðherra ríkisstjórn- arinnar, Valgerður Sverrisdóttir, virðist fagna yfirtöku Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON og of- urgreiðslunum til stofnfjáreig- enda enda sé nú engum íjand- skap beitt, allt gert í miklu bróð- erni. „Löggjafinn sem slíkur geti ekki komið í veg fyrir þróun og hagræðingu á fjármálamarkaði" (RÚV 22.12.) Viðskiptaráðherra Framsóknar hefur dregið einka- væðingarvagninn, stýrt afar um- deildri sölu á ríkisbönkunum og leitt feril til svo gríðarlegs sam- runa og fákeppni í viðskiptum og á peningamarkaði að hags- munum fólks og öllu ffjálsu at- hafnalífi um land allt stendur bein ógn af. Ekki bætir úr skák, að Samkeppnisstofnun og Fjár- málaeftirlitið, sem eiga að fara yfir, gera athugasemdir og stað- festa lögmæti þessara umskipta allra heyra undir þann sama ráð- herra. Eru þessar eftirlitsstofn- anir settar í býsna erfiða stöðu að rneta mál hlutlaust, gera kröfur, setja hömlur eða sinna hlutverki sínu, þegar ráðherrann sjálfur hefur fyrirfram lýst fjálg- lega fögnuði sínum með alla at- burðarás. Eftirá er þessum stofhunum kennt um ef illa fer. Verjum sparisjóðina - stöðvum sölu SPRON Lögin sem Alþingi setti haustið 2002 ná engan veginn þeim yfirlýstu markmiðum að tryggja framtíð og stöðu spari- sjóðanna. Þingflokkur VG hefur krafist fundar í efhahags- og við- skiptanefhd Alþingis svo hægt sé að fara yfir lagalegar forsendur á sölu SPRON og þær afleiðingar sem hún hefði í för með sér fyr- ir sparisjóðina í landinu, nái hún fram að ganga. Hlutverk spari- sjóðanna hefur verið mjög þýð- ingarmikið í íslensku atvinnulífi og skipt sköpum fyrir mörg byggðarlög einkum á lands- byggðinni. Grunnhugsjón sparisjóðanna er að starfa með hag sparifjár- eigenda og almennings fyrir augum en ekki að hámarka arð stofnfjáreigenda. Markmiðið með rekstri þeirra er því að stuðla að almannahag á sínu starfssvæði. Hafi SPRON borið af leið í þeim efnurn á að rétta þann kúrs af og með lögum ef með þarf. Hlutafélagavæddur banki hefur engar samfélags- skyldur eða staðbundnar þjón- ustukvaðir. Markmið með rekstri slíks banka er það eitt að hámarka arð hluthafanna og hefur það sjónarmið komið rækilega fram að undanförnu. Heimild til hlutafélagavæðingar á því alls ekki heima í lögum um sparisjóði. Ef marka má viðbrögð stjóm- arþingmanna ætti að vera meiri- hluti til þess á Alþingi að breyta lögum þannig að eignar- og rekstrarform sparisjóðanna verði varið og sala stofnfjárhluta á yfirverði gerð óheimil. Þörfin fyrir sjálfstæða spari- sjóði út um allt land hefur sjald- an verið meiri en nú. Með óskum umfarsælt ár 2004, Jón Bjamason, þingmaður Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs Þj óu usviuiuglýsi i iga i l'jónustuauglýsi i igar FYRIRTÆKI - HEIMILI SUMARHÚS IÞarft pú að gefa út bækling, dreifibréf, ársskýrslu eða heila bók? Sinnum útgáfuþjónustu fyrir fyrirtæki og félagasamtök Þetta fyrirtæki er vaktað ! NÆTURSÍMI 690 3900,6903901,6903902 Gerum föst verðtilboð í hönnun, umbrot, prentun, textagerð og umsjón slíkra verkefna ((j)/it/tiJ otjtjóJfijó/tit'S'fa 1 6ár Skessuhorn ehf Sími 437-1677 Hársnyrtistofa Hyrnutorgi Borgarnesi sími 4371125 & Einangrunargler Öryggisgler * Speglar Tvöföld líming - 5 ára ábyrgð Gæðavottað frá RB Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLERj 3 0LLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 Þjóit usvua ugJýsi i iga t Herbalife - heilsunnar vegna www.fanneyxx.topdiet.is 1 Fanney 660 1666 Brynja 660 1668 PGV Hágæða PVC gluggar, hurðir, sólstofur og svalalokanir. Kíktu á heimasíðuna www.pgv.is eða hringdu í síma 564 6080 og 699 2434 - pgv@pgv.is Geri við sjónvörp, MYNDBANDSTÆKI OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Hafið SAMBAND í SÍMA 892 8376 M latstofan Restaurant FiHpjnO FoOdS Brákarbraut 3 - Borgarnesij Heit súpa í hádeginu 350,- Nautakjöt 200 gr. með frönskum og fersku grænmeti 1.490,-

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.