Skessuhorn - 24.03.2004, Blaðsíða 16
&www,$pm.i$
PÓSTURINN
Þú pantar.
Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land
HÁHRAÐA INTERNET TIL SJÁVAR 06 SVEITA
þ-RÁÐLAUSAR NiTLAUSNIR FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI
StMI 4454
JLVUlQMBiNM
SlMl 894 4980
Það má teljast kraftaverk að ökumaður dráttarvélarinnar á meðfylgj-
andi mynd skildi komast lífs af. Dráttarvélin lenti út af veginum
skammt norðan við Njálsgil í Svínadal, s.l. fimmtudag og valt niður
snarbratta brekku,tæplega 30 metra. Maðurinn slasaðist umtalsvert,
en þrátt fyrir það tókst honum að komast upp á veginn, þar sem
hann stöðvaði vegfaranda sem veitti honum fyrstu hjáip og ók hon-
um á móts við sjúkrábíl. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús í
Reykjavík og er hann á batavegi samkvæmt upplýsingum Skessu-
horns. Mynd: Guðjón Torfi
Úr Bæringsstofu.
Myndvefur Bærings-
stofii opnaður
Myndvefur Bæringsstofu var
opnaður í dag (miðvikudag) á af-
mælisdegi Bærings heitins
Cecilssonar ljósmyndara og
fféttaritara sem stofan er kennd
við. Bæringsstofa, er ljósmynda-
safn Grundarfjarðar og er hún
til húsa í Eyrbyggju, sögumið-
stöð. Þar er sýningaraðstaða þar
sem búnaður Bærings er til sýn-
is og myndum hans varpað á
stórt sýningartjald.
Myndvefurinn er viðbót við
þjónustu ljósmyndasafnsins en á
honum eru 800 ljósmyndir frá
ýmsum tímum og stefht er að
því að fjölga myndum þar jafht
og þétt. Af nógu er að taka því
safh Bærings er talið geyma um
80.000 ljómyndir, um 40-50
klst. af kvikmyndaefnis auk gríð-
arlegs magns af myndböndum.
Þá hafa Eyrbyggjar, Elollvina-
samtök Grundarfjarðar safhað
myndum úr ýmsum áttum sem
tengjast Grundarfirði og telur
Mynd úr safni Bærings. Hljóm-
sveitin Ómó frá Ólafsvík. F.v.
Trausti Magnússon, Snorri
Böðvarsson, Sturla Böðvarsson,
Örn Alexandersson og Krist-
mann V Jóhannesson.
það safn um 5000 myndir.
Einnig hefur Bæringsstofu verið
falin varðveisla mynda úr öðrum
einkasöfnum.
Hægt er að komast inn á Bær-
ingsstofuvefinn af vef Grundar-
fjarðar, www.grundarfjordur.is.
Þessa dagana er unnið að end-
urbótum á húsnæði Sögumið-
stöðvarinnar en húsið verður
opnað fyrir reglulega starfsemi í
maí og verður opið daglega í allt
sumar.
Alþýðuhúsið í Borgarnesi.
Alþýðuhúsið í Borgamesi
Síðastliðinn laugardag var
tekið formlega í notkun hús-
næði sem Verkalýðsfélags
Borgarness hefur látið byggja
yfir sína starfsemi við Sæunnar-
götu 2. a í Borgarnesi. Verka-
lýðsfélagið hefur síðustu
fimmtán árin verið til húsa í Fé-
lagsbæ, en á síðasta ári var tekin
ákvörðun um að selja Borg-
arnessókn húsið undir safnaðar-
heimili og byggja minna hús-
næði, þar sem Félagsbær var
töluvert stærri en félagið þurfti
á að halda.
Stjórn og trúnaðarmönnum
verkalýðsfélagsins var boðið til
vígsluathafnar á laugardag þar
sem Sr. Þorbjörn Hlynur Arna-
blessaði
og til-
son
húsið
kynnt voru ur-
slit í samkeppni
um nafn á það.
Alþýðuhúsið
varð fýrir valinu
en sá sem lagði
það til sagði
ekki sjálfur til
nafns heldur á-
nafnaði Félagi
langveikra barna
andvirði verð-
launanna. Síðar
um daginn var
húsið opið fýrir
gesti og gangandi og komu fjöl-
margir gestir til að skoða hinar
Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sól-
feiis ehf afhendir Sveini G Hálfdánarsyni lyklana
að húsinu.
nýju höfustöðvar
lýðsfélags Borgarness.
Verka-
Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Borgarfirði,
norban Skarbsheibar, bobar til opinna funda um
sameiningu sveitarfélaga.
Fundirnir veröa haldnir í:
Félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi
mánudaginn 29. mars kl. 20.30
Félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit
þribjudaginn 30. mars kl. 20.30
Hótel Borgarnesi miövikudaginn 31. mars kl. 20.30.
Markmiði& með fundunum er að kynna það starf sem unnið hefur verið varðandi
sameiningu sveitarfélaga sem og að fá fram áherslur og skoðanir íbúana á
sameiningarmálunum.
Á fundina mætir Róbert Ragnarsson verkefnisstjóri og kynnir samstarfsverkefni
félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu
sveitarstjórnarstigsins.
V
Allir velkomnir
Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Borgarfiröi noröan Skarösheiöar
J