Skessuhorn - 24.03.2004, Blaðsíða 11
-nvtaaunvj...
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004
11
Málþing um stóríðju og samfélag á Vesturlandi
350 ný störf gætu skapast á Grundartanga
Áhrif stóriðju á samfélagið á
Vesturlandi var til tals á fjöl-
mennu málþingi sem Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi
héldu á Akranesi s.l. föstudag.
Greina mátti mikla bjartsýni hjá
fundarmönnum enda gera
bjartsýnisspár ráð íyrir að allt að
350 ný störf geti myndast á
Grundartanga á næstu árum og
að fjárfestingar þar muni hlaupa
á milljörðum króna. Miðað við
að hlutfall búsetu starfsmanna
verði með sama hætti og nú er
þýðir þetta að um 240 nýrra
starfsmanna yrðu búsettir á
Vesturlandi. Rétt er að taka það
fram að björtustu vonir gera ráð
fýrir að stækkun Norðuráls kalli
á 150 ný störf, breytingar hjá Is-
lenska Jámblendifélaginu leiði
af sér 50 ný störf og bygging
rafskautaverksmiðju skapi 150
störf. Líklegt verður að teljast
að breytingar á hafnarmálum
leiði einnig til aukinna umsvifa
og nýrra atvinnutækifæra við
Grundartanga.
Iðnaðarráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir setti ráðsteínuna
og notaði tækifærið til að minna
á að áhyggjur margra einstak-
linga og umhverfissamtaka um
áhrif mengunar hefðu verið
stórlega ýktar. Valgerður sagði
að reglubundnar umhverfis-
vaktanir sýndu, svo ekki væri
um villst, að hvers kyns mengun
í lofti, láði og legi væri minni en
gert væri ráð fýrir og langt und-
ir viðmiðunarmörkum. Ráð-
herra lýsti yfir ánægju sinni með
að sameiningarviðræður væra á
milli hreppanna sunnan Skarðs-
heiðar og að sameinuð stæðu
sveitarfélögin betur að vígi við
framtíðaruppbyggingu á
Grundartanga. Valgerður taldi
vel koma til greina að heima-
menn keyptu iðnaðarlóðirnar á
Grundartanga af ríkissjóði og
að slíkt gæti stuðlað að meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti þingið og
blés byr í bjartsýnisseglin.
Stóriðjubærinn
Akranes
„Óhætt er að fullyrða að
stóriðja hefur tæplega haft
meiri áhrif á nokkurt annað
samfélag en Akranes,“ sagði
Gísli Gíslason bæjarstjóri á
málþinginu. Gísli studdi full-
yrðingu sína með mannþölda-
tölum bornum saman við
komu þriggja verksmiðja í og
við Akranes. I sögu Akraness
má sjá þrjú áberandi vaxtar-
skeið. Akurnesingum fjölgaði
um 48%, fóra úr 2.277 í 3.822
á 6. áratugnum efír að Sem-
entsverksmiðjan var byggð.
Járnblendiverksmiðjan var
gangett 1978 en á 8. áratugn-
um fjölgaði um 947 manns á
Akranesi eða um 22%. Enn á
ný urðu straumhvörf eftir
nokkurt erfiðleikatímabil árið
1996 þegar hafist var handa við
byggingu Norðuráls og hefur
fjölgað um 482 manns á Akra-
nesi sem gerir 9,4% alls.
-háp
Fjölmennt var á málþinginu sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hélt á Akranesi og fjallaði um áhrif
stóriðju á nágrennið.
frumkvæði af þeirra hálfu.
Nokkuð var rætt um hin
margumtöluðu margfeldisáhrif
af Grundartangasvæðinu. Vífill
Karlsson atvinnuráðgjafi SSV
og dósent við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst benti á nokkrar
leiðir til að leggja mat á þau á-
hrif. Rannsóknir sína að fýrir
hvert eitt stóriðjustarf verði til
2,5 önnur störf. Vífill vildi þó
meina að sá stuðull yrði lægri
eða 1,5 ef einblínt er á nærsvæði
Grundartanga. Astæðan er ná-
lægðin við höfuðborgarsvæðið.
Það má því reikna með að fjöldi
nýrra starfa fari yfir 500 í ná-
grenni við Grundartanga ef
björtustu vonir ganga eftir. I
máli Gísla Gíslasonar bæjar-
stjóra kom fram að æskilegast
væri að uppbyggingin væri jöfn
en kæmi ekki í of stóram stökk-
um sem gæti leitt til ofþenslu í
efnahagskerfi svæðisins.
Blásið til sóknar
íslenska Járnblendifélagið
virðist vera að blása til sóknar og
boðar nú breytingar á fram-
leiðslu sem gætu haft í för með
sér 30 - 50 ný störf. Um er að
ræða breytingar á hluta fram-
leiðslunnar þannig að í stað
venjulegs kísiljárns sem fram-
leitt er fýrir stálmarkaðinn yrði
þar framleitt magnesíumkísil-
járn sem er notað sem íblöndun-
arefhi hjá málmsteypum. Þessi
framleiðsla er mun sérhæfðari
og kallar á mannskap við fblönd-
un, mölim og pökkun. Fram-
leiðslunni er ekki skipað út
lausri líkt og kísiljárn heldur
flokkuð í stórsekkjum.
A hinum hefðbundna járn-
blendimarkaði er eitilhörð sam-
keppni og miklar sveiflur.
Magnesíumkísiljárn er hins veg-
ar notað af málmsteypum og sá
markaður er mun stöðugri og
öruggari. Sigtryggur Bragason,
verkefnisstjóri hjá Islenska járn-
blendifélaginu, upplýsti gesti
málþingsins um að nú væri ver-
ið að vinna að þessum hug-
myndum. „Við erum fullir
bjartsýni að þetta gangi eftir en
ein af ástæðum fýrir að þetta er
nú í athugun er að verksmiðjan
er að standa sig mjög vel. Þetta
er elsta stóriðjan á Grandar-
tanga en þar gerast einnig hlut-
ir,“ sagði Sigtryggur. Akvörðun
um ffamleiðslubreytingu verður
tekin á þessu ár. Ef allt gengur
eftir hefjast framkvæmdir haust-
ið 2005 og reiknað er með að
framleiðslan hefjist í lok þess
árs.
-háp
Starfið felst í öllum almennum bókhaldsstörfum, þ.e. færslu fylgiskjala,
afstemmingum, reikningagerð og vinnslu uppgjöra.
Menntunar og hæfniskröfur:
• góð reynsla af bókhaldi
• stúdentspróf eða viðskiptamenntun
• drífandi og skipulögð vinnubrögð
• nákvæmni og samviskusemi
• þekking á Fjölni eða Navision
Viðkomandi þarf að geta hafíð störf sem fyrst.
Umsóknir, ásamt ferílsskrá sendist til Skagans hf, Bakkatúni 26, merktar
“bókari” eða á netfangið ingaosk@skaginn.is.