Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2004, Side 2

Skessuhorn - 24.03.2004, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 ^nlðSUIlu^ Til minnis Hið stórskemmtilega fjölskyldu- leikrit Kardemommubærinn í uppsetningu leiklistarklúbbs FVA verður sýndur um helgina í Bíóhöllinni á Akranesi. Að vanda er margt á döfinni áVest- urlandi, Njótið vel. Brostir þú í gegnum tárin Ragnheiður? Það voru r e y n d a r engin tár en ég heid að ég hafi bros- að hringinn, var svo rosalega hissa. Eins og kunnugt er var Ragnheiður Björnsdóttir kos- in Ungfrú Vesturland um síðustu helgi. Veðivrhorfnr A fimmtudag er gert ráð fyrir suðvestanátt með rigningu og hlýindum. Heldur fer kólnandi á föstudaginn og dregur úr rign- ingunni. A laugardaginn má bú- ast við að eitthvað birti til.Vind- ur verði hægur að vestan með einhverjum éljum. Ný vika heilsar svo með sunnanátt og rigningu eða slyddu. SpMrnin| vikivnnar í síðustu viku gerðu Vestlend- ingar grein fyrir áliti sínu á feg- urðarsamkeppnum en spurt var: „Eru fegurðarsamkeppnir úrelt fyrirbrigði"? Já-alvegger- samlega, sögðu flestir eða 48,6%. Nei - alls ekki, sögðu heldur færri eða 32,4% og 18,9% höfðu ekki nokkra skoð- un á þessu. I þessari viku spyrjum við:: Skilaðir þú skattskýrslunni á réttum tíma? Takið afstöðu á skessuhorn.is Vestlendiníjivr viKnnnar Er Ingi Hans Jónsson for- stöðumaður s ögu mið - stöðvarinn- ar, Eyr- byggju, i Grundar- firði. Ingi Hans er helsti for- sprakki myndvefsins Bærings- stofu sem opnaður er nú í dag og geymir 800 Ijósmyndir úr safni Bærings heitins Cecilsson- ar, fréttaritara í Grundarfirði. Ahugi á virkjun Hvítár Stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur hefur Iýst yfir áhuga á að kanna möguleika á virkjun Hvítár í Borgarfirði. Eins og fram kom í Skessu- horni fyrir stuttu hefur Sigurð- ur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri í Borgarnesi gert frumathuganir á virkjun Kljá- foss í Hvítá og hefur hann leit- að eftir samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur leyfi til virkjunar Kljáfoss. A síðasta fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt að sækja um leyfi stjórnvalda til að rannsaka frekar en gert hefur verið hagkvæmni vatnsaflsvirkj- unar í Skjálfandafljóti og fyrir- heit um forgang að nýtingar- leyfi reynist virkjun þar hag- kvæm. Jafnframt samþykkti stjórnin að leita eftír samvinnu við sveitarfélög í Borgarfirði um skoðun á vatnasviði Hvítár með mögulega virkjunarkosti í huga. Bandamkst álfyrirtæki kaupir í Norðuráli Enn frekari tækifæri fyrir Norðurál Það voru ffekar óvænt tíðindi sem bárust frá Norðurál s.l. miðvikudag um að nýr eigandi Cent- ury Aluminum Company væri komin að helmings- hlut í Norðuráli og til stæði að selja allan hlut- inn. Kaupverð á Norður- áli öllu er um 150 millj- ónir dollara eða rúmir 10 miljarðar króna. A heimasíðu Norðuráls seg- ir Kenneth Peterson að stækkunarmöguleikar Norðuráls og hversu vel hafi tekist til í rekstrinum hafi verið ein helsta ástæða fyrir áhuga Century sem er bandarískt álfyr- irtæki. Fyrir rekur Century þrjú álver í Bandaríkjunum sem framleiða þar 535.000 tonn af áli. Fyrirtækið hefur frá árinu 1999 haft hug á að kaupa Norð- urál. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls, segir að engin stefnubreyting sé boðuð í kjölfar kaupanna og telur að í kaup- unum felist enn ffekari tækifæri fyrir Norðurál. „Þarna er aðili sem er eingöngu í áliðnaðinum og við ættum að geta notíð góðs í samstarfi við önnur álver í þeirra eigu.“ Ragnar sagði að í athugun væri að skoða enn frek- ari stækkun í framtíðinni. Það er því gert ráð fyrir að hægt verði að lengja þá tvo nýju kerskála sem til stendur að reisa. Að sögn Ragnars hafa eigenda- skiptin engin áhrif á þær samn- ingaviðræður sem nú standa yfir og tengjast stækkun álversins, en eins og áður hefur komið ffam er reiknað með að öll kurl verði komin til grafar í maímánuði. I sama mánuði á að liggja fyrir hvort Century Aluminum Company kaupi allan hlutínn í Norðuráli. -háp Afinæli Bæjarstjórn Borgarbyggð- ar hefur ákveðið að minnast 10. ára afmælis sveitarfélags- ins Borgarbyggðar þann 11. júní. Ekki hefur verið end- anlega ákveðið með hvaða hætti afmælisins verður minnst, en meðal annars er stefnt að því að opna pakk- húsið undir Búðakletti eftir endurgerð og setja þar upp sýningu með ágripi af versl- unarsögu Borgarness. Það var létt yfir þeim Ólafi Rögnvatdssyni bæjarstjórnarmanni og Þorkeli Cýrussyni kennara á árshátíð Snæfellsbæjar í félagsheimilinu Klifi á Laugardagskvöldið. Mikið byggt í Hólminum „Það hefur verið sótt urn mikið af lóðum hér að undan- förnu og steffúr í umtalsverð- ar byggingaframkvæmdir hér í bænurn í surnar" segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólms. „Þetta er meira en hefur verið í mjög langan tíma og útlit fyrir meiri ffam- kvæmdir en bjartsýnustu menn vonuðu. Það er búið að úthluta lóðum fyrir níu íbúðir nú á skömmu tíma og útlit fyr- ir jafhvel meira.“ Lenti á gang- stéttarbrún Maður slasaðist á höfði þeg- ar hann féll og lenti á gang- stéttarbrún utan við Hótel Borgames á föstudagskvöldið. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg samkvæmt upplýsing- um Skessuhoms. Á laugardag urðu tvö um- ferðaróhöpp í umdænn Borg- arnesslögreglu. Harður árekstur varð á Borgarbraut í Borgarnesi, á móts við Vega- gerð ríkisins. Enginn slasaðist en bifreiðarnar vora báðar mikið skemindar. Þá lenti fólksbifreið út af veginum á Hálsasveitarvegi á móts við Hýrumel. Engan sakaði og skemmdist biffeiðin lítið. Endurbætur á Akurshúsinu Það hefur vakið athygli Skagamanna að framkvæmdir við Akurshúsið svokallaða eru hafnar að nýju. Húsið hefur verið mörgum til ama og litið út eins og það hafi orðið fyrir sprengjuárás eftir að þeir byggingarverktakar sem hófu leikinn lögðu niður vinnu. Það er byggingarverktakinn Agúst Friðriksson sem leysti til sín húsið og nú em ffam- kvæmdir hafnar á hans vegurn. Búið er að leggja á hilluna á- forrn um að hækka húsið en á sínum tíma var sú ákvörðun að hækka húsið tílefni tíl and- stöðu nágranna. Afo'rm verk- takans ern að klára húsið að innan sem utan á sex mánuð- um. -hdp Vilja tvöföldun Sveitarstjóm Dalasýslu hef- ur samþykkt að skora á dóms- málaráðherra og ríkislög- reglustjóra að fjölga um einn lögreglumann í lögregluliði Dalasýslu. Aðeins einn lög- reglumaður er nú starfandi í sýslunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.