Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.03.2004, Blaðsíða 15
un£S3Unu>.. MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 15 Skagamenn Reykjavíkurmeistarar Skagamennirnir Karitas Ósk, Friðrik Veigar og Birgitta Rán. Á innfelldu myndinni er Sigurður Már sem fékk tvenn gullverðlaun á mótinu. Reykjavíkurmótið í bad- sinni. Reykjavíkurmeistarar í minton fór fram í TBR húsinu einliðaleik mfl. urðu Helgi um síðustu helgi. Þetta er Jóhannesson og Ragna Ing- fullorðinsmót og leikið í ólfsdóttir sem sigraði þrefalt meistaraflokki og A og B en sem kunnugt er stefnir flokkum. hún á næstu Ólympíuleika. Fjórir keppendur fóru frá Það má segja að frammi- Akranesi og í stuttu máli þá staða Skagamanna lofi góðu hirtu þau öll gullverðlaun fyrir íslandsmót fullorðinna sem í boði voru í greinum sem haldið verðuríTBR hús- sem þau tóku þátt í, nema inu helgina 2. - 4. apríl n.k. einliðaleik karla mfl. þar sem Friðrik Veigar náði ekki í úr- slit. Sigurður Már Harðarson sigraði í einliðaleik karla A. flokki og í tvíliðaleik karla A. flokki ásamt Friðriki Veigari Guðjónssyni. Karitas Ósk Ólafsdóttir sigraði í einliðaleik í A. flokki og í tvíliðaleik einnig í A. flokki ásamt Birgittu Rán Ás- geirsdóttur. Ekki var tekið þátt í tvenndarleik að þessu Meira um Grunnskóla- mót í glfmu í síðasta tölublaði Skessu- horns var sagt frá góðum ár- angri Dalamanna á Grunn- skólamótinu I glímu. Því miður láðist að birta árangur nokk- urra af þeim krökkum sem tóku þátt í mótinu og stóðu sig með mestu prýði. Sigurður Bjarni Gilbertsson var í 3. sæti á Grunnskólamót- inu í 5. bekk. Guðlaug Harpa Harðardóttir var í 2. sæti og 3. sæti á ís- landsmeistaramótinu. Heiðrún Harpa Grettisdóttir var í 4. sæti á Grunnskóiamótinu. Guðlaug og Heiðrún eru báðar I 8. bekk. Helga Haraldsdóttir varð sfðan í 2. sæti í 6. bekk. Þjátfarar krakkanna eru Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Eva Lind Lýðsdóttir. Það fer ekki á milli mála að það eru fjölmargir efnilegir krakkar sem stunda þessa þjóðlegu íþrótt í Dölunum og örugglega ekki ýkja mörg ár þar til Grettisbeltið verður flutt yfir Bröttubrekkuna. Skallagrímurtryggði sér ís- landsmeistaratitil í fyrstu deild karla í körfuknattleik í ár með stórsigri á Fjölni í úr- slitaleik deildarinnar í í- þróttamiðstöðinni í Borgar- nesi á fimmtudagskvöld. Bæði þessi lið höfðu tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur. Fjölnir spilar þá meðal þeirra bestu í fyrsta sinn en Skallagrímur hefur langa reynslu af veru í úrvals- deild. Leikurinn á fimmtudag var leikur kattarins að músinni og var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti heldur hversu stór hann yrði. Skallagrímsmenn fóru á kostum og skoruðu nánast þegar þeim sýndist og sönn- uðu að þeir verðskulda sætið í úrvalsdeild. Viljum ekki fara aftur til Njarðvíkur segir Hlynur Bæringsson sem segir stemninguna í Stykkishólmi vera ótrúlega „Ég held að það hafi eng- inn átt von á því að við mynd- um vinna í Njarðvík og þaðan af síður að við myndum ná okkur upp aftur eftir að lenda tuttugu stigum undir,“ segir Hlynur Bæringsson sem hef- ur verið einn sterkasti leik- maður úrvalsdeildarinnar í vetur og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum fyrir Snæfell. „Það var ótrúlegast að áhorf- endur héldu áfram að hvetja þó við værum komnir tuttugu stigum undir og lentir í basli og áður en við vissum af vor- um við búnir að jafna og náð- um að klára dæmið.“ Þriðji leikurinn í viðureign Snæfells og Njarðvíkur er á fimmtudag í Stykkishólmi og með sigri eru Snæfellingar búnir að tryggja sér sæti í úr- slitaeinvíginu um íslands- meistaratitilinn. Hlynur segir að auðvitað ætli Snæfellingar sér að klára dæmið á heima- velli í þeim leik. „Það er þvílík stemning hér í bænum og það á eftir að fleyta okkur langt en við höldum okkur á jörðinni og erum ekki farnir að leika til úrslita í huganum. Við vitum hins vegar að margir stuðningsmenn eru búnir að bóka að við förum í úrslitin en það er fjarri því að björninn sé unninn. Við vitum að ef við missum einbeiting- una er voðinn vís. Njarðvík er einfaldlega of gott lið til að hægt sé að leyfa sér ein- hvern hroka. Við verðum hins vegar að klára þetta heima því ég vil ekki fara aft- urtil Njarðvíkur, það er ekkert grín að eiga við Njarðvíking- ana á heimavelli og þótt allt hafi gengið upp á laugardag- inn þá er óvíst að við endur- tökum þann leik.“ Langbesta tímabilið Sem kunnugt er hefur Snæfell aldrei náð jafn langt í úrvalsdeildinni og í vetur en fyrir þetta tímabil hafði liðið aldrei unnið leik í úrslita- keppninni. Því má velta fyrir sér hvort leikmennirnir séu ekki búnir að fá nóg eftir að hafa náð þetta langt og vanti kannski það hungur sem þarf til að berjast um sjálfan ís- landsmeistaratitilinn. „Ef okkur fatast fiugið þá er það ekki vegna þess að við séum saddir,“ segir Hlynur sem hefur sjálfur blómstrað með Snæfelli í vetur og þakkar það einfaldlega því að vera í góðu liði. „Þetta er langbesta tímabilið mitt enda jafnast ekkert á við að vera í þessari stöðu. Ég þekki ekkert annað en að vera að berjast í neðri hluta deildarinnar eða á botninum og hef þurft að horfa á úrslitakeppninna. Eins er það með flesta aðra í liðinu og þess vegna erum við staðráðnir í að njóta þess eins lengi og við getum og það er fjarri því að við höfum fengið nóg.“ Lætin ótrúleg Hlynur segir að allir leik- menn liðsins verði klárir í slaginn á fimmtudaginn þótt ekki sé hægt að segja að all- ir séu heilir heilsu. „Nei það er ekki hægt að segja það. Við vorum sex hjá sjúkra- þjálfara í dag (þriðjudag) en það eru engin alvarleg meiðsli. Það er helst Dondrell sem er ekki í toppformi eftir meiðslin um daginn en hann verður með og vonandi í sem bestu standi. Við vonum síð- an að áhorfendur komi með það sem þarf, enda hefur stemningin bæði í hópnum sjálfum og meðal stuðn- ing§smanna fieytt okkur ansi langt í vetur. Ég hefði aldrei trúað því fyrir þennan vetur hvað salurinn getur skipt miklu máli.. í jöfnum leikjum hafa lætin verið það mikil að hitt liðið hefur ekki náð að gera mikið af viti.“ Aðspurður kveðst Hlynur nú þegar staðráðinn í að vera áfram í Hólminum næsta keppnistímabil. „Það er á hreinu. Ég er að fá mér íbúð hérna og ég er ekkert á för- um. Við ætlum að vera hérna áfram allir og prófa að vera með sama lið tvö ár í röð en það er eitthvað sem lands- byggðarliðin hafa átt erfitt með hingað til. Síðan von- umst við til að gamlir Hólmarar snúi til baka en það er fullt af góðum spilurum úr Hólminum sem eru að leika annarsstaðar og vonandi verður árangurinn í vetur til að þá langi aftur heim.“ Þriggja stiga sigur Að lokum, aftur að leiknum á fimmtudag: „Ég verð að spá okkur sigri enda höfum við fulla trú á að við getum klárað þetta í þremur leikjum. Það verður kjaftfullt hús, það er Ijóst nú þegar og með svo- leiðis stuðningi eigum við ekki að geta tapað. Við vinn- um með þriggja stiga mun,“ segir Hlynur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.