Skessuhorn - 01.09.2004, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004
■ ■nr.-v-'UHw.
MINNING
Friðjón
Arnason
- minning
Friðjón Arnason bifreiðastjóri, Melgerði
Lundarreykjadal. F. 03.03.1934. d. 15.08.2004.
Utför hans var gerð frá Reykholtskirkju laug-
ardaginn 28. ágúst sl.
Bróðurminning.
I hásumarblíðunni haustið erfjœr
þau héluðu bak við mig stráin.
Og minningabylgjflti, hún brotnar mér nær,
Hann bróðir minn Friðjón, er dáinn!
„ Vertu sæll bróðir, “ ég hvísla, og hann
í lmga mér óðara stendur.
A tárvotan skjáinn mín tjáningin rann,
við töltum í bemskunnar lendur.
Friðjón mhm bróðir, um hugarins heim,
hér er svo indælt að líða.
Við ætluðum víða á árunum þeim
unaðsleg hugverk að smíða.
Eg kveð þig nú bróðir minn kæri, um sinn,
en kannski viðfáum að sýna,
þau brot sem að óþolinn bamshugurinn
var búinn að tnölva og tína.
Þáflytjum við leikrit sem löngu er týnt,
leikið af bræðrunum ungu.
Og þó fyrir smáfugla samið og sýnt,
ég sé það á alheimsins tungu.
Drottinn minn himneskur, huggaðu þá,
sem harðast nú sorgimar pína.
Leiddu þau táranna lindinnifrá,
lofaðu sólinni að skína.
Kristján Arnason frá Kistufelli.
Baski sýndi nýlega verk í anddyri SHA.
Baski sýnir á Tvíær-
ingnum
Myndlistarmanninum Baska
(Bjarna S. Ketilssyni) frá Akra-
nesi hefur verið boðið að sýna
á Tvíæringnum í Feneyjum á
næsta ári. Baski er fæddur á
Akranesi árið 1966 en er nú
búsettur í Hollandi.
Tvíæringurinn í Flórens er
talinn til mikilvægustu listvið-
burða í heiminum og sá yfir-
gripsmesti á sviði nútímalistar,
en rúmlega 800 listamenn frá
72 löndum eiga jafnan verk á
Flórens
sýningunni. Ahersla er lögð á
að koma verkum framsækinna
ungra listamanna á framfæri
og því er greinilegt að sýning-
arstjórar Tvíæringsins meta
verk Baska. Þess má geta að
Tvíæringurinn hefur fengið
sérstaka viðurkenningu Sam-
einuðu þjóðanna sem mikil-
vægur liður í þeirra viðleitni að
auka samskipti og skilning á
milli þjóða.
ALS
l/tlH/ihfi'Hléé
Ajram líður ævibraut
Öllu fer aft-
ur sem er full-
farið fram, svo
mannskepn-
unni sem öðru.
Kristinn Karls-
son velti íyrir
sér sinni aftur-
för á þennan
hátt:
Lengist œvin, linast fjör,
leitar á hugann tregi.
Liöin tíb oð spœna úr spjör
sprund á góöum degi.
Þórir Valgeirsson gisti eitt sinn á bæ en
gekk illa að sofha og gekk um gólf þar til
húsfreyja kom og spurði: Er hart undir þér
Þórir minn? Ekki þurftí að bíða lengi eftír
Árin líöa, ekkert má því varna,
ellin byrjar nart í lífsins kjarna,
verst meö þann sem hættur er aö haröna,
helvítis bölvaöur rœfillinn sá arna.
Sigurður Hansen heyrði rætt um ástalífs-
aðferðir sem honum voru framandi og skaut
inn þessari athugasemd:
Orð af þessu ekki skil,
þaö enga vekur þrá.
Mér finnst betra aö búa til
börnin ofan frá.
Verður það þó seint sagt um Norðlend-
inga að þeir skilji ekki undirstöðuatriði
mannfjölgunarstefnunnar enda virðist Torfi
Sveinsson hafa verið fljótur að átta sig:
Ég heyröi á ganginum ganga
glaölegt hjalandi par,
mig fór aö langa - langa
í lífsins freistingar
Mig minnir að eftírfarandi vísa um mið-
aldra heiðurshjón hafi verið eignuð Hirti
Gíslasyni:
Þegar fjörsins fálm er búiö
fellur allt í sömu spor,
sveittum rössum saman snúiö,
síöan lesiö Faöirvor.
Ekki fá þó allir að njóta þeirrar hamingju
sem falin er í löngu og farsælu hjónabandi
og getur ýmsu verið um að kenna. Gísli O-
lafsson frá Eiríksstöðum orti en um tílefnið
verður hver að geta sér sjálfur:
Heimskan vekur hœttu grun,
hart er slíkt í eyrum.
Sú hefur gœfu gengismun
gert mér eins og fleirum
Sá gagnmerki hagyrðingur Leifúr Har-
aldsson fékk að kenna á ýmsu andstreymi
lífsins og vafalaust einnig vonbrigðum í
ástamálum eins og eftirfarandi vísa bendir
tíl:
Allt hér sama ber aö brunni,
brestur getu sjúkan mann.
Hún sem aö ég heitast unni
hjartaslög mín sjaldnast fann.
Ekki man ég fýrir víst hver er höfundur
næstu vísu og er þá betra að þegja en segja
eitthvað sem ég get ekki staðið við síðar
enda vísan jafngóð fyrir því:
Ýmsir bera þessa þrá
og því ég segi:
Kannske er fegurst ást sem á
sér enga vegi
Sjómenn þess togaraflota sem nú siglir
undir íslenskum fána hafa litla hugmynd um
aðbúð þeirra sem voru á gömlu síðutogur-
unum eða á skútunum þar áður. Einhvern-
d'ma á skútuöldinni kom skúta inn á Dýra-
fjörð og fóru tveir félagar í land til að freista
þess að semja við konur um að þvo af sér.
Mættu þeir tveim ásjálegum stúlkum og
heilsuðu kurteislega en þær brugðust illa við
og lögðu þegar á flótta svo hratt sem fætur
gátu borið þær. Annar mannanna horfði
undrandi á eftír þeim og sagði svo:
Dýrafjaröar drósirnar
dugir ekki aö fala,
þœr œtla aö veröa vitlausar
ef viö þær á aö tala.
Þó fer nú oftar svo að það leitar saman
sem saman á. Ami J. Haraldsson stakk efrir-
farandi að pari sem vann í matvöruverslun
KEA á Akureyri:
Ungar vonir vœngi fá
sem vaxa í gróandanum.
Veriö þiö nú varkár hjá
varplandinu í kjallaranum.
Þorbjörn Björnsson sem notaði dulnefn-
ið Þorskabítur ortí um ástina:
Ást er lífsins andi hreinn,
upphafs vonardagur,
ást er hjartans óskasteinn,
engill sálar fagur.
Ástinni hættír þó til að hafa nokkrar af-
leiðingar og venjulega mæða þær meira á
öðru kyninu enda kvað Þorskabítur enn:
Ójafnt leikiö því er þrátt
þaö sem alla girnir.
Fljóöin veiku falla lágt
- fríast karlmennirnir.
Þetta er nú nóg af svona kveðskap í bili og
nær að snúa sér að pólitíkinni enda er það
merkileg tík. Meðan Guðrún Ilelgadóttir
var forsetí sameinaðs þings ortí Halldór
Blöndal:
Um Gubrúnu ég segi satt,
(sem hefur skap er rís og dalar.)
Þaö er kúnst aö hugsa hratt
- en hægara þó en maöur talar.
I utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins
Hannibalssonar var allnokkur umræða um
Evrópusambandið. Þá kvað Brynjólfur Sig-
urðsson á Kópaskeri:
Setjum niöur sambandsdraug
sem er hér á spani,
þó aö orgi efst á haug
utanríkishani.
Fyrir nokkru spurði ég hér um vísuhelm-
ing á þessa leið:
Drottinn leggur líkn meö þraut,
líka börn meb skuldum.
Engan fyrripart hef ég fengið við þessa
útgáfu vísunnar en önnur vísa barst til mín
sem gæti útaf fýrir sig verið snúningur af
þessari, nú eða þessi hefur bara snúið eitt-
hvað uppá sig en Júh'us Sigurðsson banka-
stjóri á Akureyri orti efrir húsbruna þar í bæ:
Áfram líöur œvibraut
eftir vegum duldum.
Drottinn leggur líkn meö þraut
- líka eld meö skuldum.
Endum svo þáttinn með þessari ágætu
vísu eftír Halla frá Kambi:
Góöa vísu get ég ort,
gjöri þaö meö sanni.
Enda væri annaö hvort
- undan gáfumanni.
Meb þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstööum
320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is