Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2004, Page 15

Skessuhorn - 01.09.2004, Page 15
akUMIIIU.. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 15 ÍA - Keflavík - 2 -1 Varnarmennirnir í sóknina og tryggðu dýrmæt stig Skagamenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir fengu spræka Keflvíkinga í heimsókn í gærkvöld eftir að leiknum hafði verið frestað á mánudag vegna veðurs. Heimamenn byrjuðu betur og pressuðu stíft en uppskáru ekki eftir því. Það voru hinsvegar gestirnir sem voru fyrri til þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu á 18. mín- útu og skoruðu úr henni. Eftir það var fyrri hálfleikurinn þannig að Skagamenn voru mun meira með boltann og fengu þokkaleg færi upp úr löngum sóknum en Keflvíking- Búið er að leggja gervigras á fyrsta sparkvöllinn á Vestur- landi en sá er í Ólafsvík. Þýsku aðiiarnir sem eru að leggja grasið hafa sagt að völlurinn í Ólafsvík sé sá besti sem þeir hafi séð hvað varðar undirlag en Svanur Tómasson ar beittu skyndisóknum og voru alveg jafn líklegir til að skora. Fleiri urðu mörkin þó ekki í hálfleiknum og Ijóst að Skagamenn urðu að girða sig í brók í leikhléi til að halda í möguleikann um Evrópusætið. Það gerðu þeir og mættu al- brjálaðir til leiks í síðari hálf- leiknum og í raun má segja að í 45 mínútur hafi aðeins verið eitt lið á vellinum. Skagamenn fengu hvert dauðafærið á fæt- ur öðru en markvörður Keflvík- inga vann vel fyrir kaupinu sínu í þetta sinnið. Um miðjan hálfleikinn og starfsmenn Snæfellsbæjar sáu um alla vinnu í undirlagi. Einnig hefur Víkingur skaffð menn í sjálfboða vinnu við uppsetningu á girðingu utan um völlinn sem verður form- lega opnaður í næstu viku. Gervigrasið komið í Snæfellsbæ . % , ' " ' ......-v komust Skagamenn yfir með góðu marki Helga Péturs Magnússonar eftir auka- spyrnu. Helgi var reyndar besti maður vallarins og algjörlega óþreytandi í þessum leik. Und- ir lokin kom síðan annar varn- arjaxl, Reynir Leósson og skor- aði sigurmarkið með góðum skalla. Sanngjarn sigur skaga- manna var hinsvegar í hættu á síðustu mínútunni þegar Kefl- víkingar komust í einu sókn sína í leiknum og áttu gott skot í slá. Aðeins annar heimasigur Skagamanna í sumar og því sætari fyrir vikið. GE Helgi Pétur Magnússon Skallar misstu af tækifærinu Skallagrímur mátti sitja eftir með sárt ennið og horfa á eftir Huginn frá Seyðisfirði, mótherjunum í undanúrslitum 3. deildar upp í 2. deild. Fyrri leikurinn í viðureign þessara liða fór fram í Borg- arnesi á laugardag en þá tóku Seyðfirðingar öll völd strax á fyrstu mínútum leiksins og voru komnir í þrjú núll eftir 25 mínútur. Skallarnir minnkuðu muninn fyrir rest en Seyðfirðingar skorðuðu fjórða markið skömmu fyrir leikslok og á síðustu mínútunni kom loks annað mark heimamanna. Skallarnir fóru illa að ráði sínu í leiknum, misnotuðu dauðafæri hvað eftir annað og sjálf markamaskínan Valdmar Kr. Sigurðsson klúðraði m.a. vítaspyrnu. Seinni leikurinn, á Seyðis- firði í gærkvöldi, var á svip- aða lund þótt Skallarnir væru heldur betur stemmd- ir. í hálfleik var staðan 2-2 en heimamenn létu kné fylgja kviði og skorðu tvö mörk áður en yfir lauk, 4-2, í annað sinn og samtals 8 - 4 fyrir Seyðfirðinga. „Þetta voru vissulega vonbrigði,“ sagði Aðal- steinn Símonarson formað- ur knattspyrnudeildar Skallagríms í samtali við Skessuhorn. „Það var á brattann að sækja í seinni leiknum en það hefði allt getað gerst og í stöðunni 2 - 2 var það spurningin hvort liðið yrði á undan að skora þriðja markið. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur gera betur næst.“ GE ATVINNA ÓSKAST! Karlmaður, búsettur í Borgarnesi, óskar eftir vel launaðri vinnu. Á auövelt með aö starfa sjálfstætt, er með fjölbreytta starfsreynslu, hefur öll ökuréttindi ásamt lyftaraprófi. Hafið samband í síma 616 7913. Aðalfundur og ganga Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi efnir til léttrar göngu sunnudaginn 5. september n.k. Gengið verður að heiðarbýlinu Heiðarbæ í Eyjahreppi. Gangan hefst við eiðibýlið Ölverskross kl. 13:30. Ölverskross er við Heydalsveg um það bil 13 -14 kmfrá Olafsvíkurvegi. Saga staðarins verður rakin í stuttu máli. Adalfundur félags hjartasjúklinga á Vesturlandi verður haldinn að Lindartungu, Kolbeinsstaðahreppi, eftir gönguna, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrirlestur um mikilvægi meðferðarheldni. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. jSALAff BILALEIGA - BILASALA Þjóðbraut 1 • Akranesi • Sími: 431 2622 Þekking - Reynsla - Þjónusta VW Golf Comfortline 07/1999 5 gíra. Ekinn 95.000. Ný tímareim og vatnsdæla. Verð 880.000. Toyota Rav 4 09/2002, sjálfskiptur. Ekinn 25.000. Verð 1.550.000. Mikið af aukabúnaði. Dodge Ram 2500 Cummings TDI 01/1996 5 gíra Ekinn 278.000, 35"dekk. Verð 1.780.000. Mikið endurnýjaður. Honda CR-V 10/1999, sjálfskiptur. Verð 1.490.000 VW Golf CL 1.8 01/1995, sjálfskiptur. Ekinn 107.000. Verð 390.000 Renault Megane Berline, 08/2000, sjálfsk. Ekinn 61.000. Tilboð 900.000 -SSBA. \salaJlt BILALEIGA- BILASALA Þjóðbraut 1 • Akranesi • Sími: 431 2622 Þekking - Reynsla - Þjónusta

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.