Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 ^ikiissinu^ WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miávikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a aá panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. krónur/50 Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en greiðslukorti. Verð i lausasölu er 300 kr. sé greitt með 433 5500 Eru himnarnir do Gisli Einarsson, ritstjóri. Flestir þekkja hinar merku menningarbókmenntir um Astxík gall- vaska og félaga hans í Gaulverabæ, smáþorpi, sem stóð uppi í hárinu á heilu heimsveldi með hugprýði, karlmennsku og lögg af orkudrykk að vopni. Þessi litli þjóðflokkur óttaðist ekki milljóna her Cesars heitins og yfirhöfuð ekki neitt nema það að himnarnir myndu hrynja í hausinn á þeim einn góðan veðurdag. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort Vestlendingar, sem eru kjarkmenn upp til hópa, kunni að bera viðlíka ugg í brjósti. Því þótt þeir séu ekki að bera sorgir sínar á torg þá hefur mér stundum virst upplitið þannig að hér í þessum landsfjórðungi séu menn í það minnsta undir það búnir. Vestlendingar, og þá ekki síst Borgfirðing- ar, eru nefnilega í alvöru býsna alvörugefnir og þótt margir blási á kenningar þess efnis að hægt sé að flokka landshlutana eftir persónu- leikum íbúanna þá er það staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr. A mínum sokkabandsárum, fylltist ég ævintýraþrá, líkt og algengt er með unga menn og fysti mig að feta ókunnugar slóðir og einsetti mér að bjóða öllum hættum birginn og sækja heim frumstæðar þjóð- ir og kynnast lifnaðarháttum ólíkum þeirri siðmenningu sem ég var vanur í Lundarreykjadalnum. Því varð það úr að ég flutti í Skaga- fjörðinn og dvaldi þar meðal innfæddra í nokkur ár. Sem Vesdendingur var ég vanur að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og búast við enn meiri þjáningum þann næsta. Þarna eign- aðist ég hinsvegar góðan kunningja sem hafði þann einstaka eigin- leika að vera hafinn yfir allar þjáningar. Ef honum sýndist svo þá kom hann í heimsókn seint að kveldi og undir morgun leit hann á klukkuna og mælti þessi orð „mikið ægilegt!" sem ég veit nú reynd- ar ekki enn hvað þýddu. Síðan fór hann heim og mjólkaði sínar belj- ur áhyggjulaus. Á Skagafjarðarárum mínum lék ég með knattspyrnuliði sem reyndar var sem sérsniðið að mínum knattspyrnuhæfileikum því það náði akkúrat engum árangri og hefur ekki gert í ríflega hundrað ára sögu félagsins. Það spillti þó ekki fyrir leikgleðinni og þótt ég hafi víða tekið þátt í félagsmálum þá hef ég sennilega aldrei komist í skemmtilegri félagskap enda voru menn þar ekki að velta sér upp úr smáatriðum enda er það ekki siður Skagfirðinga. Þeir hafa heldur aldrei skammast sín fyrir að hafa gaman af því að vera til. Samt sem áður held ég það sé ekki ástæða til að ætla að himnarnir hrynji neitt frekar í höfúðið á Skagfirðingum en íbúum annarra landshluta. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að kæruleysi sé dyggð og ef himnarnir eiga eftir að hrynja ofan í hausinn á okkur þá verður ein- faldlega að taka því þegar þar að kemur og þess meiri ástæða til að njóta lífsins þangað til. Gísli Einarsson, „ligeglad. “ Gísli Kristófersson, verkstjóri hjá Istak við vinnubúðirnar á Grundar- tanga. Istak að hefja fram- kvæmdir á Grundartanga Starfsmenn Istaks eru þessa dagana að byrja að koma sér fyr- ir á væntanlegu byggingarsvæði vestan við kerskála Norðuráls, en fyrirtækið er yfirverktaki í stækkun mannvirkja og þar með talið byggingu nýrra kerskála vegna stækkunar verksmiðjunn- ar úr 90 í 180 þúsund tonna framleiðslugetu. Istak bauð lægst í verkið í útboði fyrr í sumar, tæplega 3,24 milljarða króna. Þess má geta að Ístak sá á sínum tíma einnig um steypu- vinnu fyrir fyrsta kerskálann og sílóið sem tekið var í notkun 1998. Þá reisti fyrirtækið einnig kerskálann í öðrum áfanga stækkunarinnar úr 60.000 í 90.000 tonna framleiðslu. Framkvæmdunum, sem nú er að hefjast, á að vera lokið eftir um hálft annað ár. Það er því ljóst að í nógu verður að snúast fyrir starfsmenn Istaks næstu mánuði. Líkt og í fyrri ffam- kvæmdum er Gísli Kristófers- son verkstjóri. I samtali við Skessuhorn sagði hann að búið sé að skipta um jarðveg í grunni verksmiðjuhússins og næstu skref séu að steypa grunn og reisa kerskálana. Þeir séu nú að setja upp vinnubúðir, skrifstofur búningsaðstöðu fyrir starfs- menn og annað slíkt. Aðspurður um mannaflaþörf við verkið seg- ir Gísli að hluti starfsmanna flytjist með þeim að sunnan. Hinsvegar sé mikil þörf fyrir viðbótarmannskap og vonast hann eftir góðum umsóknum af svæðinu. Hann vildi ekki útiloka að vegna stærðar verksins ytrði hugsanlega að flytja að mann- skap erlendis frá þar sem tímaramminn sem Istak hefði til að vinna verkið, væri ekki langur og því nauðsynlegt að tryggja nægan fjölda starfsmanna. Gert er ráð fyrir að stækkuð verksmiðja Norðuráls taki til starfa vorið 2006. Þegar ffam- kvæmdum lýkur munu um 320 manns starfa hjá fyrirtækinu, en þar af bætast við um 130 ný störf vegna stækkunarinnar. MM Klumba rifin Þessa dagana er unnið að því að fjarlægja rústir húss Fisk- verkunarinnar Klumbu í Olafs- vík sem brann fyrir rúmri viku. Reiknað er með að reist verði nýtt húsnæði undir starfsemi fyrirtækisins en ekki liggur fyr- ir hvort það verður á sama stað. GE Nýr Þorvarður til heimahafiiar Þorvarður Lárusson SH, hinn nýrri, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grundarfirði á miðvikudag í síðustu viku. Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði kem- ur skipið í stað annars með sama nafni en bræð- að stækka við sig. Hinn nýi Þor- urnir Sigurður Ólafur og Jó- varður er 250 tonna en sá gamli hannes Þorvarðarsynir ákváðu var 200 tonn. GE Foreldrafélag í Snæfellsbæ I síðustu viku var stofnað foreldrafélag fyrir hinn nýja Grunnskóla Snæfellsbæjar og var fundurinn haldinn í húsa- kynnum skólans í Ólafsvík. Ekki mættu þó margir for- eldrar á fundinn, aðeins fimmtán auk skólastjómenda og annarra starfsmanna. I stjórn félagsins voru kosin Ingajóna Guðlaugsdóttir, Jó- hanna Ósk Jóhannsdóttir, Steiney Kristín Ólafsdóttir, Erla Höskuldsdóttir og Nanna Þórðardóttir. GE Adantsolía í Grundarfjörð LTmsókn Atlantsolíu um svæði undir bensíntank og skipaolíu á hafnrsvæðinu við Suðurgarð í Gmndarfirði var tekin fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn tók jákvætt í erindið og sam- þykkti fyrir sitt leyti umsókn um aðstöðu fyrir olíutank og dælu til afgreiðslu fyrir smá- báta. GE Mjólk með flatbökunni Hin skelegga og heilnæma vefsíða, naut.is, málgagn Landssambands kúabænda, greinir í vikunni frá skoðana- könnun sem Landssambandið stóð fyrir á Hvanneyri og í Borgarnesi. Fjórar spurningar vom lagðar fyrir viðmælendur og spurt um mjólkurdrykkju með pönnukökum, pizzum, hamborgumm og með kvöld- mat almennt. Niðurstöður þessarar könnunar benda til þess að um 10% drekka mjólk oft eða alltaf með skyndibit- anum, 75% með pönnukök- um og 44% með kvöldmatn- um. Niðurstöður voru sem hér segir: 7 spuming: Drekkur þú mjólk meó pimnukökum? 44% svömðu alltaf 32% oftast, 11% sjnldan og 13% aldrei 2. spuming: Drekkur þú mjólk með pizzu? 1% svaraði alltaf 9% ofast, 35% sjaldan og 55% aldrei 3. spurning: Drekknr þú mjólk með hamborgara? 1% svaraði alltaf 10% oftast, 32% sjaldan og 57% aldrei 4. spuming: Drekkur þú mjólk með kvóldmatnum? 14% svaraði alltafi 31% oftast, 32% sjaldan og 24% aldrei Svarendur voru á aldrinum 10-70 ára. Óhætt er að segja að þetta séu nokkuð fróðlegar niður- stöður og í framhaldi væri kannski athyglisvert að vita hversu margir fá sér tvöfaldan vodka í mjólk þegar þeir bregða sér á barinn! GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.