Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
■j.vfc33UriU»»-
Nýtt innheimtu- og eftirlitskerfi hjá Speli:
Nýir veglyklar auðvelda eftirht
Frá gjaldskýli Hvalfjarðarganganna
I vor var tekið upp nýtt inn-
heimtukerfi hjá Speli ehf., sem
á og rekur Hvalfjarðargöng.
Jafnframt voru nýir veglyklar
teknir í gagnið. Marinó
Tryggvason, afgreiðslustjóri
hjá Speli segir að um eðlilegt
viðhald og endurnýjun sé ræða,
enda sex ár síðan göngin voru
opnuð og þó sá búnaður sem
fyrr í sumar.
verið hafi í notkun hafi reynst
vel veiti nýja kerfið meiri
möguleika. „Þetta hefur geng-
ið mjög vel,“ segir Marinó, að-
spurður um breytinguna yfir í
nýju veglyklana. „Við leggjum
áherslu á að fá fólk til þess að
uppylla áksriftarskilmálann, en
hann kveður m.a. skýrt á um að
festa á lyklana upp í bílum, ekki
Hugsanlega 1á Grundfirðingar vatn í krana sína úr hlíðinni ofan við
bæinn í náinni framtíð.
Ljósmynd: Mats
Leitað að köldu vatni
í Grundarfirði
Akveðið hefur verið að fara í
rannsóknir á möguleikum til
vatnsöflunar í Grundarfirði en
búist er við að núverandi vatns-
ból anni ekki vatnsþörf Grund-
firðinga um langa framtíð.
Neysluvatn Grundarfjarðar-
bæjar er sem stendur tekið úr
borholu við Grundarfoss og
þarf að dæla því inn í bæinn.
„Við erum að vonast til að geta
fengið sjálfrennandi vatn úr
hlíðinni ofan við bæinn og það
verður kannað," segir Gísli O-
lafsson bæjarfulltrúi. „Aðalmál-
ið er þó það að það þarf að auka
við kaldavatnsframleiðsluna
fyrir framtíðina. Við vonum að
það verði ekki langt í að hita-
veita verði að veruleika hér í
Grundarfirði og reynslan sýnir
að með hitaveitu eykst kalda-
vatnsnotkunin um tíu prósent.
Við ráðum reyndar við það en
ekki mikið meira.“
Gísli segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um fram-
kvæmdir en hinsvegar eru
nokkrar framkvæmdir við
vatnsveituna í gangi þessa dag-
ana. Gísli segir að ákveðin til-
tekt sé í gangi og verið að end-
urnýja spotta hér og þar.
GE
Ljósm. MM
geyma þá í hanskahólfunum og
taka þá fram rétt á meðan ekið
er yfir ljósin. Þetta er sérstak-
lega mikilvægt þegar nýju lykl-
arnir eru annars vegar því þeir
eru svo næmir. Það er líka ský-
laust brot á samningnum að
flakka með lykla á milli bíla, en
hægt er að fá fleiri en einn lyk-
il á hvern samning ef á þarf að
halda. Það gerist einnig að
veglyklarnir verða batteríslaus-
ir og þá bregðast ljósin auðvit-
að ekki við. Við viljum brýna
það fýrir fólki að hafa samband
við okkur ef ekki kviknar rautt
ljós þegar það ekur um göngin,
enda er það lögbrot að keyra
gegn rauðu ljósi!“ Marinó seg-
ir að ekki sé markvisst unnið að
því að innkalla gömlu lyklana,
en bendir fólki á að hafa sam-
band ef það óttist að gamli lyk-
ilinn sé orðinn lélegur.
Nokkuð hefur borið á því að
ökumenn freisti þess að aka í
gegnum göngin án þess að
greiða veggjald en gert hefur
verið átak hjá Speli til þess að
koma í veg fyrir þann mögu-
leika. ,JÚ, það er rétt. Það er
alltaf eitthvað um það að öku-
menn bruni í gegn án þess að
greiða veggjaldið, sem er
hvorutveggja þjófnaður og um-
ferðarlagabrot. Það er hins
vegar svo að í hvert sinn sem
ekið er gegn rauðu Ijósi sér
nýja eftirlitskerfið um að taka
mynd af viðkomandi bíl og
númeri hans og eigandinn fær
sekt sem nemur tvöföldu gjaldi
í göngin. Auk þess á hann á
hættu að brotið berist inn á
borð sýslumanns.“ Marinó seg-
ir dómsmál ekki enn hafa fallið
út af þessu, en þeir hjá Speli
ehf. haldi vöku sinni og séu
hvergi nærri hættir eftirlitinu.
ALS
í síðustu viku voru smiðir í óða
önn við að reisa nýtt íbúðarhús
frá Smellinn húseiningum á
Akranesi við Laufásveg í Stykk-
ishólmi. Mikið er byggt af íbúð-
arhúsnæði í Hólminum um þess-
ar mundir eftir margra ára lægð
í þeim geira.
Mynd: GE
Sumarhúsaeigendur
kynnast Staðardagskrá 21
Nývenð var u.þ.b.500
sumarhúsaeigendum í
Skorradal boðið til kynn-
ingar á Staðardagskrá 21
fyrir Skorradalshrepp,
sem nefhd á vegum sveit-
arfélagsins hefur unnið
að frá í vor. Stór hluti
hugmyndafræðinnar á
bak við St-21 er að taka
tillit til og hafa samráð
við íbúa og aðra hags-
munaaðila á viðkomandi
svæði um þau verkefhi
sem sett eru á oddinn í
viðkomandi sveitarfélagi.
Skorradalshreppur er
um margt óvenjulegt
sveitarfélag. Ibúar eru
rúmlega 50 en sumar-
húsaeigendur á 6. hundrað og
hagsmunir þeirra því gríðarlega
miklir. Kom það fram að marg-
ir þeirra hafa áhyggjur af fjölg-
andi sumarbústöðum í dalnum,
þar sem ör fjölgun og þétting
byggðarinnar geti haft neikvæð
áhif á upplifun fólks af fegurð
og kyrrð á svæðinu. Bent var á
sterka stöðu landeigenda í þess-
um efnum, þar sem það eru
fundinum í hlöðunni á tndriðastöðum í Skorradal.
fyrst og fremst þeir sem stjórna
þróun í þéttingu byggðarinnar
með deiliskipulagi á jörðum
sínum.
Um 60 sumarhúsaeigendur
mættu á fundinn og lýstu
margir yfir ánægju með þau
verkefni sem kynnt voru á
fundinum. Drögin að Staðar-
dagskrá 21 fyrir Skorradals-
hrepp er að finna á slóðinni
www.skorradalur.is. Enn geta
sumarhúsaeigendur og íbúar í
Skorradal komið athugasemd-
um sínum á framfæri við starfs-
mann nefndarinnar á netfangið
ragnhildur@environice.is.
Stefnt er að því að samþætta
vinnuna við St-21 aðalskipu-
lagsvinnu hreppsins og vonast
er eftir því að þeirri vinnu ljúki
Byggt í
Hólminum