Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
jntsaunu.-
Til minnis
Við minnum á að mánu-
daginn 4. október kl. 20
hefur Briddsfélag Borgar-
fjarðar vetrarstarfsemi sína.
Spilað er í Logalandi öll
mánudagskvöld og hefst
spilamennskan stundvís-
lega klukkan 20:01. Byrjað
verður á eins kvölds tví-
menningi. Léttur andi svíf-
ur yfir vötnunum. Við
minnum ennfrekar á allt
annað sem er á döfinni á
Vesturlandi. Sjá bls. 37 eða
www.skessuhorn.is
Veðúrhorfwr
Sumarblíðan er búin og
hið íslenska haustveður
tekið við. Um helgina
fáum við Vestlendingar að
kynnast því . Það verður
rigning en frekar stillt. Hiti
á bilinu 4-8 stig.
Heldurðu að Bartdaríkja-
menn óttist ekki að þú
sért úlfur í sauðagceru
Sindri í Ijósi allra örygg-
isráðstafana sem þar
hafa verið gerðar vegna
hryðjuverkamanna?
Ég held að
þeir sjái það
strax, Bush
og félagar
að ég er
sauðmeinlaus með öllu.
Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson, sauðfjár-
bóndi er á leiðinni til
Ameríku tii að taka þátt í
matvœlaráðstefnu og kynn-
ingu á íslensku lambaketi í
Bandaríkjahreppi.
Spnrnin^ viknnnar
í þessari viku er spurt á
www.skessuhorn.is: „Hvert
er þitt uppáhaldsliö í
ensku knattspyrnunni?"
Láttu ekki standa á svari!
www.skessuhorn.is
Vestlendincjivr
viNnnar
Er Jón Odd-
ur Halldórs-
son frjálsí-
þróttamað-
ur frá Hell-
issandi sem
vann tvenn silfurverðlaun
á Ólympíuleikum fatlaðra
í Aþenu.
Tollhöfii í Grundarfirði?
Hafnarstjóm Gmndarfjarð-
ar hefur ákveðið að óska eftír
því við fjármálaráðherra að
Gmndarfjarðarhöfn verði gerð
að aðaltollhöfn. „Það breytir
því að við getum tekið inn er-
lend skip sem hefðu þá Grand-
arfjarðarhöfn sem fyrsta eða
síðasta viðkomustað hér á
landi,“ segir Björg Agústsdótt-
ir bæjarstjóri Grundarfjarðar.
„Helstu rökin eru stóraukin
umferð skemmtiferðaskipa og
aukning á skipakomum al-
mennt. Þá er mikið um löndun
iðnaðarrækju tíl vinnslu hér á
staðnum og einnig eru áform
um byggingu frystihótels í
tengslum við starfsemi hafnar-
innar. Því teljum við að það
geti styrkt höfnina og atvinnu-
lífið á staðnum ef þetta gengur
eftir,“ segir Björg.
GE
Teikning Aihönnunar af framhlið hússins, séð frá Kirkjubraut.
Brátt byggt á Hvítan esrei tn u m
Gert er ráð fyrir að ffam-
kvæmdir við nýtt fjögurra hæða
verslunar- og fjölbýlishús á
Hvítanesreiti á Akranesi, hefjist
í byrjun október. Nú hafa alls
fjögur eldri hús vikið af væntan-
legu byggingarstæði, þ.e. húsin
við Kirkjubraut 12, 14, 16 og
18. Auk þess mun akstursleið
um Akurgerði ffá Kirkjubraut
lokast þar sem húsið nær yfir
enda götunnar.
Það er fýrirtækið Sveinbjörn
Sigurðsson hf. sem stendur fyr-
ir framkvæmdinni. „Við mun-
um væntanlega fara af stað strax
og lögbundnu skipulagsferli
lýkur, líklega uppúr næstu mán-
aðamótum,“ sagði Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, framkvæmda-
stjóri í samtali við Skessuhorn.
Hann segir að grenndarkynn-
ing verði í næstu viku fyrir íbúa
í nærliggjandi húsum og að
hönnun hússins sé á lokastig-
um. Samstarfsaðili SS verktaka
um hönnunina er Runólfur Þ
Sigurðsson hjá Alhönnun, en
hann hannaði einnig skrifstofu-
og íbúðarhús að Garðabraut 2a
auk fjöleignahúss við Eyrarflöt
6 sem SS verktakar byggðu.
Húsið á Hvítanesreitnum
verður 4 hæðir. A jarðhæð verð-
ur rúmlega 700 fermetra versl-
unarrými. Fyrir framan og und-
ir húsinu verður bílgeymsla og
aðrar geymslur. A þremur efstu
hæðunum verða alls 20 íbúðir
og segir Sveinbjörn að vandað
sé til hönnunar og gæða þeirra
en lögð verði áhersla á að verð
íbúðanna verði samkeppnis-
hæft. Fyrsta hæð hússins verður
staðsteypt en hinar þrjár verða
reistar úr Smellinn húseining-
um frá Þorgeiri og Helga hf. á
Akranesi. Aðspurður um hvort
búið sé að ráðstafa verslunar-
rýminu á jarðhæðinni segir
Sveinbjörn að þegar sé búið að
eyrnamerkja ákveðnum kaup-
mönnum stærstan hluta versl-
unarrýmisins, eða um 70-80%
þess. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum við húsið ljúki fyrir
sumarið 2006. MM
Þvottaskjóður útrýma stöku
sokkapörunum
Það er ýmislegt í gangi í Saur-
bæ í Dölum en nýjum fyrirtækj-
um fjölgar þar með degi hverj-
um. Fyrir voru Saumastofan
Saumur, Fóðuriðjan Olafsdal og
Trésmiðja Kára Lárussonar. Ný-
lega var eyrnapinnafyrirtækið
„Skarp“ keypt og flutt þangað
frá Hvammstanga og svo fyrir
fáum dögum bættist fyrirtækið
Nytjasaumar við starfsemina í
Saurbæ, en það fyrirtæki var
áður á Reykhólum.
,Já það er rétt að við emm að
bæta við okkur fyrirtækjum og
reyna að auka fjölbreytnina. Svava Hjartardóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir, Herdís Matthíasdóttir,
Núna em þetta orðin þrjú fýrir- Erla Karlsdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir við störf. Ljósm. GB
tæki undir sama þaki í húsnæði
Saumastofunnar Saums,“ segir
Ingveldur Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri hjá Saumi í
samtali við Skessuhorn.
„Við keypmm fýrirtækið
Nytjasauma ehf. frá Reykhólum
fýrir skömmu en þar hafa tvær
dugnaðar konur rekið fýrirtækið
í nokkur ár og gengið vel.
Nytjasaumar framleiðir skjóður
til að setja í þvott sem fólk vill
hafa flokkaðan í þvottavélinni.
Það kannast allar húsmæður við
vandamálið með sokkapörin, en
ef allir á heimilinu hafa sína
þvottaskjóðu verður ekkert
vandamál með þvottinn og
stöku sokkapörin. Þvottaskjóð-
urnar em sérhannaðar fýrir við-
kvæman þvott, svo sem brjósta-
haldara og blúndunærbuxur,“
segir Ingveldur. Auk þess ffam-
leiðir Saumur mámnarhetmr
sem notaðar em í öllum betri
tískuvöruverslunum landsins,“
sagði Inga um leið og hún sýndi
blaðamanni húsakynnin sem
framleiðslan fer fram í. Hjá
Saumi era auk þess ffamleiddar
sængur, koddar, hlífðardýnur,
eyrnapinnar og nú þvottaskjóð-
ur, svo eitthvað sé talið.
„Við vonum að með þessum
kaupum gemm við gert Sauma-
stofuna Saum sterkara fýrirtæki
og um leið fjölgað störfum fýrir
konur hér í Saurbænum,“ sagði
Ingveldur að lokum. G.Bender
Fiðlarinn á
þakinu
Leikfélagið Grímnir í
Stykkishólmi er að hefja
vetrarstarfið um þessar
mundir. Nokkur leynd hvílir
reyndar yfir fýrirætlunutn
Grímnismanna í vemr. Sam-
kvæmt heimildum Skessu-
horns er þó ekki ætlunin að
liggja í hýði heldur mun
leikfélagið ætla að ráðast í
það stórvirki að setja upp
Fiðlarann á þakinu.
Leikstjóri verður væntan-
lega Ingunn Jensdóttir sem
er með reynslumeiri leik-
stjómm landsins og hefur
sett upp fjölda viðamikilla
og vel heppnaðra sýninga.
GE
Héðinn verð-
launaður
Borgnesingurinn Héðinn
Unnsteinsson hlaut fyrir
smtm viðurkenningu frá Al-
þjóða geðheilbrigðissamtök-
unum sem úmefndu verk-
efnið Geðrækt sérstaklega
sem fýrirmyndarverkefni á
sviði geðræktar. Viðurkenn-
ingin og peningaverðlaun
vora veitt á alþjóðlegri ráð-
stefnu sem haldin var á Nýja
- Sjálandi.
Héðinn var verkefnisstjóri
Geðræktar og aðalhvata-
maður að stofnun verkefnis-
ins en hann starfar nú á
skrifstofu Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar í
Kaupmannahöfn.
GE
Veiðiminja-
safii
Á síðasta fundi bæjarráðs
Borgarbyggðar var rætt um
hugsanlega stofnun veiði-
minjasafns í Borgarbyggð.
„Það hefur lengi legið fýrir
að í Ferjukoti væri tíl vísir að
slíku safni og hefur Þorkell
Fjeldsted unnið gott starf
við að halda því sem þar er
að finna til haga,“ segir Páll
Brynjarsson bæjarstjóri
Borgarbyggðar. „Það er á-
hugi fýrir því að kanna
möguleika á að gera þetta að
alvöra safni en það er ljóst
að það þarf að leggja í vinnu
og kostnað við skráningu og
einnig að afla muna annars-
staðar frá. Það liggur ekki
fýrir hvort af þessu verður
en þetta væri vissulega
spennandi verkefni og liggur
býsna beint við hér í mekka
laxveiðinnar,“ segir Páll.