Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
Líkar vel í verkfalli
Þessum ungu blómarósum i Grundarfirði ieiðist ekkert að þurfa að sitja heima vegna kennaraverkfallsins.
Þá er bara að vinda sér í að passa börn og sinna öðru. Neita þó ekki að samviskan segir þeim að betra sé
að kíkja í bók líka. Ljósmynd: Sverrir
Reiðarslag fyrir byggðarlagið
-segir Haraldur L Haraldsson, sveitarstjóri um
synjun á sláturleyfi til Dalalambs
Landbúnaðarráðuneytið hef-
ur endanlega synjað Dalalambi í
Búðardal um sláturleyfi en til
stóð að slátra 20 þúsund lömb-
um í húsinu nú í haust. Harald-
ur L Haraldsson, sveitarstjóri
segir að búið hafi verið að taka
við sláturloforðum frá sextíu
bændum með um 14 þúsund
lömb þegar synjunin barst.
„Þetta er reiðarslag fyrir okkur
og byggðina hér í Dalasýslu,“
segir Haraldur í samtali við
Skessuhorn. Hann segir að búið
hafi verið að semja um sölu á
öllu kjötinu og útvega afurðalán
vegna þess án ábyrgðar ríkis eða
sveitarfélagsins. „Það er alveg
ljóst að synjunin felur í sér mis-
munun og brot á atvinnurétt-
indum og því munum við ekki
una. Okkar mat er að verið sé að
brjóta á okkur bæði stjórnsýslu-
lög og atvinnuréttindi fólks. Hér
er auk þess um grófa mismunun
að ræða í samanburði við þrjú
önnur sláturhús sem ekki hafa
útflutningsleyfi og uppfylla ekki
að öllu leyti skilyrði reglugerð-
arinnar. Okkur er gert að full-
nægja reglugerðum 100% á
sama tíma og önnur hús gera
það ekki. Við höfum farið á stað-
ina og aflað okkur gagna sem
munu sanna að verið er að brjóta
á rétti okkar. Því höfum við á-
kveðið að skoða það að leita
réttar okkar og teljum nær ör-
uggt að ráðuneytis sé skaðabóta-
skylt.“
Frjálsi markaðurinn
viðurkenndi okkur
Haraldur segir að fyrir milli-
göngu landbúnaðarráðherra hafi
yfirdýralæknisembættið farið í
að taka sláturhúsið út fýrir rúmri
viku, á fimmtudegi. Við höfðum
sent inn beiðni í ágústbyrjun til
að fá leyfi til að slátra. Héraðs-
dýralæknir fer í skoðunina ásamt
væntanlegum sláturhússtjóra
okkar. Gerðar eru 14 athuga-
semdir um breytingar sem þurfi
að gera og bréf sent þess efnis til
ráðuneytisins. Lagfæringar fara
samhliða í fullan gang hjá okkur,
eftir að fyrirmæli embættisins
lágu fyrir. Þeirn lagfæringum
lauk á sunnudegi fýrir rúmri
viku og dýralæknir lýsti ánægju
sinni með hvað vel hafi til tekist
með þær. Við köllum sama dag
stjórn Dalalambs til fundar, en
þá liggur fýrir ítrekun á fýrri
höfitun embættisins, þrátt fýrir
að við höfðum lagfært allt sem
héraðsdýralæknir hafði farið
fram á. Dalalamb var búið að fá
afurðalán, eitt af fáum sláturhús-
um, og jafhframt búið að gera
sölusamninga um allar afurðir úr
þessari haustslátrun, þannig að
frjálsi markaðurinn viðurkenndi
okkur, en ríkisvaldið bregður þá
fýrir okkur fæti með þessum
hætti. Við höfum lagt um 5-7
milljónir króna í undirbúning í
viðgerðir og tækjakaup og er það
að einhverju leyti glatað fé.
Töpum störfum
Aðspurður um hvort Dala-
lamb muni una niðurstöðunni
segir Haraldur að fýrirtækið
muni sækja bætur til ráðuneytis-
ins, eða gera kröfur um þær.
Hann segir að bændur muni
senda lömb til slátrunar á
Blönduós, Sauðárkrók og eitt-
hvað á Hvammstanga. Skaðinn
fýrir byggðarlagið sé þó mikill.
„Við erum að tapa 14 heilsárs-
störfum úr sveitarfélaginu,
þannig að öllu óbreyttu munu
einhverjir missa vinnu sína og
síðan mun þetta hafa áhrif á
þjónustuaðila í Dalabyggð. Til
dæmis hefur þessi flutningur
verið stór þáttur í starfsemi KM
þjónustunnar, þannig að þetta
mun örugglega hafa afleiðingar
fýrir það fýrirtæki. Það sér eng-
an veginn fýrir endann á afleið-
ingum þessa og því munum við
örugglega leita réttar okkar,“
segir Haraldur að lokum.
MM
Ljóð
Þegar haustar getur verið gaman að sýsla við vísnagerð og láta
andann blása sér í brjóst stemningu þessarar árstíðar. Ekki er
verra hvað íslensk tunga er oft auðug af margvíslegum orðum
yfir sama hlutinn, samanber þessi vísa hér á eftir:
Hauststemma
1. Rýkur sandinn okkur á,
oft er vandinn grundar.
Margur fjandinn fer á stjá
fólsku gandinn mundar.
2. Sauðaþjófa sultur sker,
særir lófa bera.
Eins og tófa öldruð fer
yfir móa þvera.
3. Góður smali gengur hljótt,
götu hófa tefur.
Eru á tali ein um nótt
öldruð tófa og refur.
4. Skolli gamli skeiðar brott,
skín í föla tungu.
Lágfóta með loðið skott
lyftir ei fargi þungu.
5. Aðeins ginið geiflað fær,
gómur snoðinn tönnum.
Vembla hrörleg, elliær
engum sinnir bönnum.
6. Dratthalans er dugur smár,
djörfung allri rúinn.
Með sín visin veiðihár
veit að hann er búinn.
7. Sína tæfu treystir á,
að tyggja alla fæðu.
Ein þau sitja gömul, grá
og gagga sína ræðu.
8. Melrakka er sultur sver,
sárir þófar, kaldir...
Dýrbíturinn dæmdur er,
dagar óðum taldir.
9. Þegar vindur vælir hátt,
vetrar bærist strengur.
Er nú hljótt um grenis gátt,
gaggar engin lengur.
Olína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum.
Félagsmiðstöo á Bifröst
I síðustu vikur var opnuð fé-
lagsaðstaða fýrir unglinga í 7.
-10. bekk sem búa á Bifröst
og nágrenni.
Mikil hátíð var og fjölmenni
þegar unglingarnir fengu
loksins sína eigin félagsmið-
stöð sem eflaust verður mikið
notuð í vetur.
Það er íbúaráð Bifrastar með
Hjalta Rósinkrans Benedikts-
son í broddi fylkingar sem hafa
drifið þessa aðstöðu upp ásamt
foreldrum og unglingum sjálf-
um. Viðskiptaháskólinn á Bif-
röst á húsnæðið og ætla for-
eldrar að sjá um gæslu til skipt-
is þegar opið er. GE