Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
§S1SSUH©BM
Samningur undirritaður
á Gufiiskálum
Síðastliðinn fimmtudag und-
irritaði Sturla Böðvarsson þjón-
ustusamning við Slysavamarfé-
lagið Landsbjörgu. Samningur-
inn tryggir áframhaldandi
ífæðslustarf Slysavarnaskóla sjó-
manna. Samningurinn var und-
irritaður á Gufuskálum og not-
uðu gestirnir tækifærið og
kynntu sér starfsemi þjálfunar-
búða Landsbjargar á staðnum.
Slysavamaskóli sjómanna tók
til starfa árið 1985, og hefur síð-
an unnið að því markmiði að efla
öryggisffæðslu sjónianna og að
'&uunn'
auka þjónustu
við sjómenn
og fleiri aðila í
tengslum við
sjó og vöm.
Öll starf-
semi skólans
fer fram um
borð í skóla-
skipinu Sæ-
björgu, en Rík-
isstjórn Islands gaf skólanum
skipið sumarið 1998. Um borð í
Sæbjörgu er fullkomin kennslu-
aðstaða bæði til bóklegrar
• •
Orfátt orð
um gamalt
samlagshús
Maður skyldi varlega skipta
I sér af því sem gerist á öðmm
bæjum. Ég hrökk þó við er ég
sá í síðasta tölublaði Skessu-
homs að til álits væri að eyða
hinu sjötuga húsi Mjólkur-
samlags Borgfirðinga. Fyrir
því em sjálfsagt ýmis rök.
Hins vegar langar mig til að
rifja það upp að saga mjólkur-
iðnaðar á Islandi á líklega
hvergi dýpri rætur en einmitt í
Borgarfirði og þá Borgarnesi.
Mjólkurskóli Búnaðarfélags
Islands undir stjórn hins
danska mjólkurffæðings Hans
|j. Grönfeldts hóf störf á
Hvanneyri haustið 1900, flutt-
ist síðan effir bruna til Hvítár-
valla með skammri viðkomu í
Reykjavík. Upp úr starfi skóla
Grönfeldts spratt mjólkuriðn-
aður víða um land og sjálfur
átti Grönfeldt sinn þátt í því
að með tímanum spratt upp
mjólkuriðnaður í Borgar-
hreppi og síðar í Borgarnesi.
Að vísu ákváðu nánustu hags-
munaaðilar undir lok síðustu
aldar að leggja þennan iðnað
af í héraði, svo rúið er nú lif-
andi starfi er tengist merkum
rótum mikilvægs iðnaðar.
Óþarfi sýnist þó að affná öll
önnur merki þar upp á nema
að vel athuguðu máli. Borgar-
nes varð eitt fyrsta pláss lands-
ins þar sem marghliða mat-
vælaiðnaður þroskaðist, og vel
væri við hæfi að halda merkj-
um um hann til haga og gera
samtímanum sýnilegan svo
sem m.a. hefur verið rætt á
vettvangi Safnahúss Borgar-
fjarðar. Gamla Mjólkursam-
lagshúsið er angi af þessari
sögu. Nú mun að vísu vera
búið að fjarlægja úr því vélar
og tæki enda hefur það um
árabil gegnt öðru hlutverki en
því var upphaflega ædað. I
ljósi áðurnefhdrar sögu, sem
og þess héraðsmetnaðar, er
gerð og bygging hússins lýstí,
sýnist ástæða til þess að ráða-
menn Borgbyggðunga hugsi
sig vandlega um áður en það
verður jafhað við jörðu.
Bj.Gziðm.
Hvanneyri
Frá undirritun samningsins á Gufuskálum.
kennslu og verklegra æfinga.
Skólinn býður upp á grunnnám-
skeið og ýmis sértæk námskeið.
Kennd eru undirstöðuatriði í
skyndihjálp, sjóbjörgun, eld-
varnir og öryggismál. Einnig er
boðið upp á námskeið í meðferð
björgunarfara, björgunarbún-
inga, búnaðar til að bjarga fólki
úr sjó o.fl.
Að sögn Sturlu leggur sam-
gönguráðuneytið mikla áherslu
á að öryggi sjómanna og er
þjónustusamningurinn liður í
því að fækka slysum á sjó og
stuðla að því að öryggi sjómanna
verði eins og best gerist með
öðrum þjóðum. GE
Fjölritnnar-
Fjölritunar- og útgáfuþjónust-
an í Borgarnesi flutti nú í sumar
í rýmra húsnæði. Fyrirtækið
flutti ekki langt, er reyndar enn í
sama húsinu við Borgarbraut 55,
en í öðrum hluta þess og inn-
gangurinn er annar. Þar var Tré-
smiðjan Brák áður til húsa.
Olgeir Helgi Ragnarsson
framkvæmdastjóri Fjölritunar-
og útgáfuþjónustunnar segir
þetta gjörbreytingu á starfsað-
stöðu fyrirtækisins. Nú sé það í
um 200 fermetra húsnæði en var
áður með um 60 fermetra hús-
næði sem það leigði af fata-
hreinsuninni Múlakotí. „Reynd-
ar vorum við komnir með tæki
og tól inn í öll skot og horn sem
voru laus inni hjá vinum okkar í
Múlakoti þar sem húsnæðið sem
við höfðum á leigu var orðið
smekkfullt," segir Olgeir Helgi.
Vélakostur fýrirtækisins hef-
Kristinn Jón Friðjónsson útgerðarmaður í Rifi á glæstum fararskjóta
sínum. Mynd: GE
A rafmagnsfáld fráum
Á meðan flestir aðrir alvöru
útgerðarmenn aka um á marg-
milljóna króna jeppum þá fer
Kristinn Jón Friðjónsson í Rifi
flestra sinna ferða, a.m.k. innan
bæjarmarkanna, á forláta vespu
sem er af kínversku bergi brot-
in. Eldsneytisnotkunin er
nokkru minni en hjá jeppaköll-
unum því sú kínverska er raf-
drifin og því afskaplega um-
hverfisvæn.
Kristinn sagði að vissulega
væri hlegið að honum þegar
hann kæmi í bankann og legði
vespunni við hliðina á stóru
jeppunum en að öðru leyti væri
þetta hinn besti farkostur. Einn
af þölmörgum kostum hennar
er sá að eigandinn þarf ekki svo
mjög að óttast hraðamælingar á
vegum hins langa og lipra arms
laganna á Snæfellsnesi því raf-
magnsvespan kemst ekki nema
45 kílómetra á klukkustund ef
hún er staðin í botni. GE
og útgáfiiþjónustan flutt
Olgeir Flelgi Ragnarsson framkvæmda-
stjóri Fjölritunar- og útgáfuþjónustunnar
við hluta af vélakosti fyrirtækisins.
ur aukist og batnað jafnt
og þétt frá því Olgeir
Helgi hóf rekstur þess er
hann keypti Fjölritunar-
stofuna haustið 1999 og
sameinaði hana Frétta-
og útgáfuþjónustunni
sem hann hafði rekið frá
1995. Meðal búnaðar
Fjölritunar- og útgáfu-
þjónustunnar nú eru
tvær stafrænar ljósritun-
arvélar, íjórar prentvélar
og fjölbreyttur frágangs-
búnaður.
Meðal frágangsbúnaðar má
nefha öfluga röðunarvél af gerð-
inni CP Bourg sem getur raðað
saman allt að 22 blaða bunkum,
heft með tveimur heftum og
brotið saman í allt að 88 blað-
síðna bók. Einnig brotvél af
gerðinni UFO en í henni tekur
örskamma stund að brjóta sam-
an þúsund blaða bunka sem ann-
ars tæki um 3 klst. að brjóta sam-
an í höndum.
Hönnun og uppsetning hvers
konar prentgripa er einnig stór
þáttur í þjónustu fyrirtækisins á-
samt sölu á pappír af ýmsum
gerðum.
GE
NÝ HUGSUN í BÍLATRYGGINGUM
Kynntu þér einfaldari og sanngjarnari bilatryggingarTM.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN • SÍMI 515 2000 ■ tm@tmhf.is • WWW.tmhf.iS