Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 21 Segulmiðaleikur Skessuhorns -htftftufeffiur ^emafffr mumt' hfffflaft méð/ Skessuhom fer brátt af stað með nýjan lukkuleik sem fengið hefur nafnið “Segulmiðaleikur Skessuhoms”. Þríðjudaginn 12. október verður fallegur segulmiði, með mynd úr þínu byggðarlagi, til að festa á ísskápinn eða á aðra segulvæna staði í húsinu sendur til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi. Hver og einn segulmiði hefur raðnúmer (írá 0001-6000), sem jafnframt er lukkunúmer. Allir handhafar þessara segulmiða eru þátttakendur í leiknum, þeim að kostnaðarlausu. Vikulega, ífyrsta skipti 13. október, verður dregið út eitt númer þar sem í vinning verður 13.000 króna matarúttekt í verslun á Vesturlandi. Þær verslanir sem taka þátt íþessu með okkur næstu misserin verða Grundavalsbúðirnar á Akranesi og í Grundarfirði og KB Hyrnutorgi í Borgarnesi. Vinningsnúmer verða birt vikulega, einungis í Skessuhorni. Vinningurinn gildir í 2 vikur frá útdráttardegi, en sé hans ekki vitjað innan þess tíma fellur hann úr gildi. Vinningshafar fá afhenta ávísun að upphæð 15.000 krónur, gegn framvísun segulmiðans, en ávísunina verður hægt að nota til matarinnkaupa í áðurgreindum verslunum. Þessu til viðbótar verða síðan einu sinni í mánuði dregnir út stærri vinningar til heppinna segulmiðaeigenda. Góða skemmtun! Grundarfirði A k r a n e s i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.