Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 38. tbl. 7. árg. 30. september 2004 Kr. 300 í lausasölu
Fimm bens-
ínstöðvar?
Svo gæti farið að innan
skainms túna verði komnar
fimm bensínstöðvar, nánast á
sama blettinn í Borgarnesi,
þ.e. við Brúartorg. Atlantsolía
hefiir sótt um lóð undir bens-
ínstöð á Digranesgötu 4 sem
er nýtt byggingasvæði við
Brúartorg. Þar eru þrjár lóðir
skipulagðar og er Sparisjóður
Mýrarsýslu að byggja á einni
þeirra og Bónus hyggst bráð-
um hefja framkvæmdir á ann-
ari. Bónus hyggst byggja þar
verslunarhús en hefur einnig
óskað eftir leyfi til að setja þar
niður bensíndælur. Væntan-
lega yrðu það þá dælur frá
Orkunni.
Ef hvorutveggja gengur eft-
ir þá verða sem fyrr segir
komnar fimm benínstöðvar á
saina blettinn en fyrir eru
Skeljungur, Essó og Olís.
GE
ÓU til 2006
Olafur Þórðarson hefur
skrifað undir nýjan samning
til tveggja ára við Rekstrarfé-
lag meistaraflokks og 2.
flokks Knattspyrnufélags IA.
Samkvæmt samningnum
verður hann yfirþjálfari
meistaraflokks eins og sagt
var frá í síðasta tölublaði
Skessuhorns og stýrir hann
jafnframt fimm manna „El-
ítu“ sem mótar stefnu í þjálf-
un flokkanna tveggja. Auk
Olafs verða í elítunni Alex-
ander Ilögnason sem jafn-
framt verður áfram þjálfari 2.
flokks og Hafliði Guðjóns-
son. Þá er eftir að fá til liðs
við Elítuna sálfræðing og trú-
lega einn þjálfara í viðbót.^
Á meðan flestir bændur leggja á klárana og ríða á fjöll í leit að fé sínu stökkva eyjabændur úr Stykkishólmi
um borð f trillur og sigla eftir fé sinu út í eyjar og hólma á Breiðafirðinum. Þegar Ijósmyndara Skessuhorns
bar að garði var verið að skipa upp fé úr Þórishólma og létu eigendurnir vel yfir vænleika fjárins. Það eru
hinsvegar aðeins sláturfé og hrútar sem sótt er í eyjarnar, eins og f flestum öðrum fjáreyjum á Breiðafirði,
en fé gengur þar úti allan veturinn og hefur það gott, að sögn bændanna. Mynd: GE
Reiðarslag fyrir byggðarlagið
-segir Haraldur L Haraldsson, sveitarstjóri
um synjun á sláturleyfi til Dalalambs
Landbúnaðarráðuneytið hef- hafi verið að semja um sölu á og uppfylla ekki að öllu leyti
ur endanlega synjað Dalalambi
í Búðardal um sláturleyfi en til
stóð að slátra 20 þúsund lömb-
um í húsinu nú í haust. Harald-
ur L Haraldsson, sveitarstjóri
segir að búið hafi verið að taka
við sláturloforðum ffá sextíu
bændum með um 14 þúsund
lömb þegar synjunin barst.
„Þetta er reiðarslag fyrir okkur
og byggðina hér í Dalasýslu,“
segir Haraldur í samtali við
Skessuhorn. Hann segir að búið
öllu kjötinu og útvega afurðalán
vegna þess án ábyrgðar ríkis eða
sveitarfélagsins. „Það er alveg
ljóst að synjunin felur í sér mis-
munun og brot á atvinnurétt-
indum og því munurn við ekki
una. Okkar mat er að verið sé
að brjóta á okkur bæði stjórn-
sýslulög og atvinnuréttindi
fólks. Hér er auk þess um grófa
mismunun að ræða í saman-
burði við þrjú önnur sláturhús
sem ekki hafa útflutningsleyfi
skilyrði reglugerðarinnar. Okk-
ur er gert að fullnægja reglu-
gerðum 100% á sama tíma og
önnur hús gera það ekki. Við
höfum farið á staðina og aflað
okkur gagna sem munu sanna
að verið er að brjóta á rétti okk-
ar. Því höfum við ákveðið að
skoða það að leita réttar okkar
og teljum nær öruggt að ráðu-
neytis sé skaðabótaskylt.“
MM
Sjd ndnari umjjöllun bls. 32
Glæsilegur
árangur
Jóns Odds
Iþróttamaðurinn knái frá
Hellissandi, Jón Oddur Hall-
dórsson, vann silfuiverðlaun í
100 m hlaupi á Olympíumóti
fatlaðra í Aþenu á fimmmdag.
Hann hljóp á 13,36 sekúndum
og vrar 6/100 úr sekúndu ffá
eigin Xorðurlandameti sem
hann setti í undanrásunum á
miðvikudag. Jón Oddur var
aðeins 31/100 úr sekúndu á
eftir Tehobo Mokgalagadi frá
Suður Afríku sem kom fyrstur
í mark í hlaupinu á nýju
heimsmeti, 13,05.1 þriðja sæti
varð Kínverjinn Chun Li Wei
sem hljóp á 13,38 sekúndum
en Jón Oddur þótti sína mikla
keppnishörku á endasprettin-
um þegar honum tókst að
halda þeim kínverska fyrir aft-
an sig.
Jón Oddur sem varð 22 ára
á föstudaginn er að keppa á
sínum fyrsm Olympíuleikum
og óhætt er að segja að hann
hafi slegið í gegn í fyrstu til-
raun. 1 hans heimabæ, Hell-
issandi kunnu menn greini-
lega vel að nteta afrek þessa
unga íþróttamanns því þar var
flaggað á hverri einusm fána-
stöng eftir að kappinn hreppti
silfurverðlaunin. GE
Súper
29" sjónvarp kr.
29.990
21" sjónvarp kr.
sjónuarpstilboð
Stórmarkaður
Hyrnutorgj S. 430 5533
Opið virka daga frá kl. 09-19
laugardaga frá kl. 10 -19
sunnudaga frá kl. 12-19
www.kb.is
BORGARNESIJ
Góður kostur...