Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Til fróðleiks fyrir lesendur kynnum við hér nokkrar staðreyndir um Skessuhom: H| Skessuhom er þessa vikuna sent til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi, allt frá Hvalfirði til Reykhóla, í um 6000 eintökum. Blaðið er stærra í síðum talið en venjulega, en öllu jafna er það 16 til 20 síður en nokkrum sinnum á ári stærra. Skessuhorn hefur nú sem fyrr það aðalmarkmið að sinna fréttaflutningi af öllu Vesturlandi. Ekkert innan svæðisins er blaðinu óviðkomandi, hvort sem þallað er um mannlíf, menningu, viðburði, íþróttir, félagsstarf eða starfsemi sveitarfélaga. Blaðið kemur út 50 sinnum / / • a an. Skessuhom ehf. er útgefandi blaðsins. Hjá fyrirtækinu eru 6 starfsmenn í um 4 stöðugildum auk 10 blaðburðabarna á stærstu þéttbýlisstöðum Vesturlands. Einnig eru nokkrir fréttaritarar og ljósmyndarar sem senda myndir og fréttir frá sínum heimabyggðum. Auk þeirra er ótölulegur fjöldi fólks sem gaukar jaínt og þétt að starfsmönnum blaðsins ábendingum um fréttir, myndir og ýmsum fróðleik og emm við þakklát þessu ágæta fólki - án þess væri einfaldlega ekki hægt að gefa blaðið út. Mælingar sýna að um 80-85% íbúa í Borgarfirði, Borgarnesi, Dölum og á Akranesi lesa Skessuhorn í viku hverri. A Snæfellsnesi er hlutfallið heldur lægra, eða 60-70%, mismunandi eftir byggðarlögum. Þannig þjónar blaðið best allra fjölmiðla miðlun upplýsinga um daglegt líf og störf íbúa á Vesturlandi. Skessuhorn er tvímælalaust eitt útbreiddasta héraðsfréttablað landsins - blað sem allir taka eftir og vitna til. Gegnumsneitt er rekstur héraðsfréttablaða á hinu litla Islandi erfiður. Við kvörtum þó ekki og fögnum því að rekstrarlega er útgáfan á þessu ári komin í viðunandi jafnvægi og þökkum við það vaxandi lesendahópi. Við fögnum þó hverjum nýjum áskrifanda því vissulega munar okkur um hvem og einn nýjan kaupanda sem við bætist. Því sendum við út þetta kynningarblað með upplýsingum um hvernig þú; Vestlendingur góður, getur sótt um áskrift að blaðinu. Nýjum áskrifendum býðst nú að panti þeir áskrift á næstu dögum, eða fyrir 15. október nk. verða októberblöðin send þeim að kostnaðarlausu. Blaðið hefur skrifstofur sínar í Borgarnesi og á Akranesi. Síminn er 433-5500, faxnúmer 433-5501, tölvupóstfang skessuhorn@skessuhorn.is og veffang www.skessuhorn.is Askriftarverð Skessuhorns er þannig: Elli- og örorkulífeyrisþegar fá mánaðaráskrift af blaðinu fyrir 650 krónur. Almennt áskriftarverð er 750 krónur á mánuði, sé greitt með greiðslukorti, en 850 krónur sé greitt með greiðsluseðlum sem sendir eru út annan hvern mánuð. Blaðið er selt í lausasölu á öllum helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi og á fimm sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Lausasöluverð er 300 krónur. Hægt er að gerast áskrifendur næstu daga með að hringja í aðalnúmer blaðsins 433-5500. Tekið verður við pöntunum firá klukkan 9-22 alla daga til 15. október nk. en eftir það á almennum skrifstofutíma. Einnig bendum við á að hægt er að panta áskrifi: á heimasíðu blaðsins: www.skessuhom.is Verið velkomin í hópinní r Skessubom ehf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.