Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 1
OPIÐ:
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud.12-18
nettð
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 44. tbl. 7. árg. 10. nóvember 2004 Kr. 300 í lausasölu
Stóraukið framboð atvinnu
Um í 1000 ný störf gætu skapast beint og
óbeint vegna aukinna umsvifa fyrirtækja á Grundartanga
Iðnaðarmenn hafa í nógu að snúast í grunni stækkunar Norðurálsverksmiðjunnar. Hér eru járnabindinga-
menn að störfum.
Fundur
vegna toll-
stjómar
Bæjarráð Borgarbyggðar
hyggst fara fram á fund með
fjármálaráðherra til að ræða
fyrirtætlanir um að toll-
stjóraembætti fyrir Vestur-
land verði staðsett í Stykkis-
hólmi.
Sjá bls 4
Kór eldri
borgara
Þrjátíu söngvarar á góðum
aldri eru stofnfélagar í kór
eldri borgara í Borgarnesi og
nærsveitum sem stofnaður
var í síðustu viku.
Sjá bls 7
Blakböm
Það var kastað, smassað,
slegið af mikilli mýkt og fimi
í Olafsvík um helgina þegar
þar fór fram Islandsmót í
krakkablaki.
Sjá bls 22
Allir á
völlinn
IA og Islenska járnblendi-
félagið skrifuðu undir tíma-
mótasamning á Grundar-
tanga í gær. Ollum starfs-
mönnum IJ verður boðið á
völlinn næstu sumur.
Sjá bls 23
Stækkun Járnblendiverk-
smiðjunnar, enn meiri stækkun
Norðuráls en fyrirhuguð hafði
verið, bygging nýrrar raf-
skautaverksmiðja á Katanesi og
stækkun hafnarinnar á Grund-
artanga. Þessar fyrirætlanir um
þenslu fyrirtækja á og við
Grundartanga í Hvalfirði og
tilheyrandi fjölgun starfa í kjöl-
farið hafa verið nánast vikulega
í fjölmiðlum að undanförnu.
I liðinni viku var sagt frá því
að tekist hafi samkomulag um
aukna raforkusölu til Norður-
áls þannig að stækkun verk-
smiðjunnar fari í 212 þúsund
tonna framleiðslugetu þegar í
árslok 2006. Síðastliðið vor var
tekin fyrsta skóflustungan að
stækkun verksmiðjunnar í 180
þúsund tonna framleiðslugetu
en nú var bætt við þannig að í
þessum áfanga verður stækkað
enn meira, kerskálarnir ein-
faldlega byggðir lengri strax í
þessum áfanga. Þetta þýðir að í
kjölfar stækkunar verksmiðj-
unnar þarf Norðurál að bæta
við sig 160 starfsmönnum eftir
um 2 ár.
Síðastliðinn sunnudag lét
forstjóri Elkem, eigandi Járn-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, hafa það eftir
sér í norska blaðinu Aftenpost-
en að ein af óskaframkvæmd-
um fyrirtækisins á allra næstu
árum væri að reisa tveggja ofna
stækkun við Járnblendiverk-
smiðjuna hér á landi. Verð á
járnblendi hefur verið mjög
gott á þessu ári og því síðasta
sem leitt hefur til góðrar af-
komu verksmiðjunnar, en
hagnaður hennar á síðasta ári
var rúmlega hálfur milljarður
króna og verður a.m.k. jafn-
mikill á þessu ári. Akvörðun
um þessa stækkun verður hins-
vegar ekki tekin fyrr en og ef
semst um kaup á raforku til
verksmiðjunnar á hagstæðu
verði. Ef af þessari stækkun
verður má gera ráð fyrir allt að
100 nýjum störfum við Járn-
blendiverksmiðjuna.
Þessu til viðbótar skal nefna
að enn eru áætlanir uppi um
byggingu rafskautaverksmiðju
á Katanesi sem veita mun um
hundrað ný störf. Stækkun
hafnarinnar á Grundartanga er
einnig á teikniborðinu og vafa-
lítið munu umsvif hennar og
aukning ýmissar hafnsækinnar
starfsemi aukast mikið á næstu
árum sem einnig leiðir til
fjölgunar starfa.
Allt í allt má þannig gera ráð
fyrir að gangi þessar áætlanir
eftir eigi störfum á Grundar-
tanga eftir að fjölga um ca 400
á þessum áratug. Þegar tekið er
tillit til að við hvert nýtt starf í
stóriðju verður til 1,5 starf
annarsstaðar í samfélaginu, eða
svokölluðum afleidd störf, má
gera ráð fyrir að yfir 1000 störf
séu að verða til beint og óbeint
vegna stóriðju á Grundartanga.
Miðað við að langflestir núver-
andi starfsmanna á Grundar-
tanga hafa valið sér búsetu í
sveitarfélögunum næst iðnað-
arsvæðinu má gera ráð fyrir að
hátt í 1000 ný störf verði til þar
sem viðkomandi hafi búsetu á
Vesturlandi og hugsanlega sé
þannig verið að tala um 2000-
2500 íbúa fjölgun á sunnan-
verðu Vesturlandi þegar á þess-
um áratug.
MM
Sjá fréttir þessn tengt á bls. 8
olaldakjöt með allt að
Grillaður kjúklingur, franskar og 2L kók
gildir fimmtud., föstud. og laugard.
aís\ætti
jftslmbJtammi
.. I)
Tilboðin gilda frá 11 .-14. nóv. eða meðan birgðir endast
Sími: 430 5533 - Opið virka daga frá kl. 09-19, laugardaga frá kl.10-19, sunnudaga frá kl. 12-19
Samkaup |ú.rval