Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 15
^n£S3UHu>.. MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 15 Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar lögð fram Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar og stoínana hans fyrir árið 2005 var lögð fram til fyrri um- ræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. I áætluninni kemur fram að skatttekjur bæjarins eru áædaðar um 1,5 milljarður króna og að tekjur hækki um 5% milli ára. Handbært fé frá rekstri A hluta stofnana sveitarsjóðs er áætlað 149 milljónir eða 9,7% af skatt- tekjum. Aætlunin gerir ráð fyrir lántökum að fjárhæð 54,4 millj- ónum en gert ráð fyrir að sú fjár- hæð geti breyst ef farið verður í ffamkvæmdir vegna íþróttamála á árinu sem skýrist ekki fyrr en undir árslok eða í byrjun árs 2005. Að óbreyttu eru langtíma- skuldir bæjarins hins vegar að lækka miðað við þessar tölur. Helstu ffamkvæmdir og efnisat- riði í áæduninni á komandi ári eru efrirfarandi: 21 milljón til FVA Meðal breytinga í þessari fjár- hagsáædun má nefna að fellt er niður ffamlag vegna viðbótar- lána þar sem að ný lög um fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis gerir ráð fyrir að því fyrirkomulagi verði hætt með hækkuðu láns- hlutfalli Ibúðalánasjóðs. Gert er ráð fyrir ffamlagi tíl frumhönn- unar fyrirkomulags mannvirkja Jaðarsbakkalaugar í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar ffá því í júní á þessu ári um fyrirhugaðar framkvæmdir í íþróttamálum. Þá er gert ráð fyrir breytingu á reglum um úthlutun ferðastyrkja til æskulýðs- og íþróttafélaga og þeir styrkir sameinaðir styrkjum vegna leiðtoga- og þjálfunar- kosmaðar auk þess sem heildar- framlag til þessa verkefnis er hækkað. Þá er gert ráð fyrir framlagi til Fjölbrautaskóla Vesturlands að ijárhæð 20,8 mkr. vegna ffamkvæmda við skólann og tækjakaupa. Störf sviðsstjóra færð yfir á aðra Aætlað er að lagt verði slitlag á hluta svæðisins við Iþrótta- miðstöðina á Jaðarsbökkum og upphæð til að koma upp að- stöðu fyrir hjólabretta- og línuskautaiðkendur. I fjárhagsáætlun er m.a. til- laga um að ekki verði ráðið í stöðu sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs eftir að Aðal- steinn Hjartarson lætur af störfum í janúarlok, en verk- efnum sem undir sviðið hafa heyrt dreift með öðrum hætti. Samhliða þessu verði gerðar aðrar nauðsynlegar breytingar og tilfærslur á einstökum verk- efnum. Ýmsar framkvæmdir Undir skipulags- og bygg- ingamálum er miðað við að unnið verði að verkefnum í skipulagsmálum og ber þar hæst endurskoðun aðalskipu- lags, deiliskipulag Sólmundar- höfða og Jaðarsbakka, sam- keppni um skipulag Akratorgs og nágrennis, deiliskipulag Arnardalsreits og deiliskipulag nýs byggingarsvæðis auk rammaskipulags Skógarhverfis. I umferðar- og samgöngu- málum er gerð tillaga um ýmis verkefni auk verkefna á opnum svæðum, endurnýjun gang- stétta, lagningu slitlags á gang- stíga, endurnýjun holræsa o.fl. Þó svo að ýmis þessara verk- efna falli undir aðra sjóði en aðalsjóð má þar helst nefna gatnagerð í klasa 5 og 6, slitlag á klasa 1 og 2, hringtorg við Innnesveg og Garðagrund, endurnýjun Vallholts og Deildartúns, lagningu stofn- ræsis í Flatahverfi og fóðrun lagna á Esjuvöllum og Skarðs- braut. Þá verða endurnýjaðar gangstéttar við Heiðarbraut, hluta Stillholts, Smiðjuvöllum, endurnýjun gangstígs með Kalmansbraut og endurnýjun gangstéttar milli Garðabrautar og Höfðabrautar. Gerður verður leikvöllur við Steins- staðaflöt, lögð hitalögn í götu milli kirkju og Vmaminnis, lagt slitlag á gangstíg milli Innnes- vegar og Garðagrundar og slit- lag endurbætt á Vesturgötu milli Merkigerðis og Háholts. MM Frá Langasandi í sumar. Dvalarheimilið Höfði í baksýn. www. skessuliorii. i§ SKESSUHORN c nepalhugbúnadur Forsíða Fréttir Tenglar Raðauglýsingar Fyrirtækið Smáauglýsingar Ádöfínni Áskrift Gestabók Spuming vikunnar: Hvaða olíufélagi treystir þú best? Atlantsolía 39% Essó 7,9% Olís 10,4% Orkan 0% Shell 3,7% Veit ekki, allt sama tóbakið 37.2% Skessuhom vikunnar KESS I M\bwdi hklhfc Stykkishólmur, 9. nóvember 2004 Verkefnisstjórn skilar af sér Fyrrirtækin Leiðarljós ehf. og Umís ehf., sem hafa séð um ráðgjöf og verkefnisstjórn við undirbúning Snæfellsness fyrir vottun Green Globe 21, skiluðu verkinu formlega af sér þann 5. nóvember. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. fór af því tilefni yfir feril verkefnisins og sagði að menn gætu verið mjög ánægðir með þann árangur sem hefur náðst. "Þið eruó komin mjög langt! Lengra en nokkur annar í þeim heimshluta sem við búum í. Segja má að Snæfellsnes sé komið í takkaskóna, tilbúið til að hlaupa, á meðan aðrir eru bara í gúmmístígvélum,” sagði Stefán. Var Stefán með því að vísa til alls þess undirbúnings sem unnin hefur verið og gerir nú Snæfellsnesi kleift að fara í framkvæmdir í samræmi við stefnu sína. Stefán benti jafnframt á að Snæfellsnes hefði tekið forystu í vinnu að sjálfbærri þróun og allra augu myndu beinast þangað. Því væri mikilvægt að verkin yrðu látin tala. Verkefni eins og vottun frá Green Globe... \ ýr vefiir verið velkomin Smáauglýsingar: Selst fyrir lítið Simens ketamik hellubotó. blástutsofn og ötbylgjuofn Upplýsingat 'i slma 4312421-8611844 LESft mEIRfi o A döfinni Akranes: í dag Jámhausinn kl 20:00 í Bíóhöllinni Borgarfjörður: í dag Vistvemd í verki kl 20.30 í Vestursal Nýja skóla á Hvanneyri Snæfellsnes: Fimmtudag 11. nóvember Viðtalstímar baejarfulltrúa D-lista kl 18.00 í Ráðhúsinu Vesturland: Fimmtudag 11. nóuember Kraftur í körfúnni - Meistaraflokkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.