Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004
Ljntaatnu...
Ringulreið í tímaskyni
Um helgina var Islandsmótið í
krakkablaki haldið í Olafsvík og var
það stærsti íþróttaviðburður þar frá því
íþróttahúsið var vígt fyrir nokkrum
árum. Lilja Stefánsdóttir í Víkingi í
Olafsvík er formaður Foreldrafélags
krakkablaksins hjá Víkingi og Reyni á
Hellissandi sem haíði veg og vanda að
framkvæmd mótsins.
Fullt nafu: Vilborg Lilja Stefánsdóttir.
Fœðingardagur og ár? 2. mars 1965.
Starf? Deildarstjóri sérkennshi við Grunnskóla Snœfellsbœjar.
Fjölskylduhagir? Gift Eiríki L. Gautssyni. A 3 böm sem heita Hilmar,
Jóhann og Anna Kara.
Hvemig bíl áttu? Subaru Legacy.
Uppáhalds matur? Kjúklingtir og svo er rjúpan ansi góð.
Uppáhalds drykkur? Iskalt vatn.
Uppáhalds sjónvarpsefiii? Sjálfstatt fólk og Ut og suður, annars hoifi ég
lítið á sjónvarpið.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gísli Einars er okkar maður!
Uppáhalds innlendur leikari? Hilmir Snær.
Uppáhalds erlendur leikari? Jennifer Lopez.
Besta bíómyndin? Margar góðar.
Uppáhalds íþróttamaður? Hilmar Sigmjónsson, ungur og efhilegur!
Uppáhalds íþróttafélag? Víkingur Olafsvík
Uppáhalds stjórnmálamaður? Magnús Stefánsson.
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Enginn sérstakur, hlusta á þá
alla.
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Eric Clapton.
Uppáhalds rithöfundur? Þórarinn Eldjám.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Frekar hlynnt.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og vinnusemi.
Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Óheiðarleiki.
Hver erþinn helsti kostur? Læt aðra um að dæmaþað.
Hver erþinn helsti ókostur? Ringulreið í tímaskyni (óstundvísi).
Hvemig gekk að eiga við krakkaskarann um helgina? Mjög vel.
Er Ólafsvík að verða mikill íþróttabær? Já, það ætla ég að vona. En í-
þróttastatf gerir sig ekki jálft, það þarf einstaklinga til þess að stýra því.
Hér hafa margir efnilegir íþróttamenn vaxið úr grasi, við þurfiim að hlú
vel að þeim svo að þeirfari ekki eitthvað annað.
Ertu hlynnt því að sameina íþróttafélögin í Snæfel/sbæ? Já, mér
finnst löngu tímabært að sameina a.m.k. bama- og unglingastarf íþrótta-
Eitthvað að lokum? Lifrnn lífinu lifandi!
urreiáfiity iti/eatmar
Fylltar
grísalundir
með
paprikusósu
Hér kemur góð uppskrift að
kjötrétti sem er kjörinn þegar á
að halda matarboð eða þá bara á
Neytendarannsóknir, frum-
kvöðlasetur og sjávarlíffræði
Tillögur framsóknarmanna um eflingu
byggðar í Norðvesturkjördæmi
sunnudegi þegar þið viljið hafa
góðan mat og hafið tíma til að
dunda aðeins í eldhúsinu.
6 stk steikur úr grísalund ca 220 gr
hver
12 meðalstórir humarhalar
Salt og pipar
Olía til steikingar
Paprikusósa :
1/2 rauð paprika
1/2 tsk paprikuduft
3 dl kjötsoð ( eða vatn og
teningur)
2 dl rjómi
1 stk paprikuostur
Salt ogpipar
Sósijafnari
1. Hreinsið sinarnar
af lundunum og
skelflettið humarhal-
ana.
2. Stingið sleifar-
skafti inn í hverja lund
og eftir henni endi-
langri til að til að búa
Nefnd um atvinnu- og
byggðamál í Norðvesturkjör-
dæmi, sem Halldór Asgríms-
son, formaður Framsóknar-
flokksins skipaði síðasta vor
hefur skilað tillögum um efl-
ingu byggðar í kjördæminu.
Meðal þess sem lagt er til í
skýrslunni er að hver hluti kjör-
dæmisins, þ.e. Vesturland, Vest-
firðir og Norðurland vestra hafi
ákveðna sérhæfingu í atvinnu-
málum og stjórnsýslu. Gert er
ráð fyrir að sérhæfing Vestur-
lands verði almennur landbún-
aður og rannsóknir honum
tengdar, á Vestfjörðum sjávar-
útvegur og fiskveiðirannsóknir
og á Norðurlandi vestra hrossa-
rækt og byggingariðnaður. Þá
leggur nefndin til að unnið
verði að flutningi Fiskistofu til
Isafjarðar og hluta Rannsóknar-
stofnunar byggingariðnaðarins
á Sauðárkrók. Ennfremur er
lagt til að byggt verði unglinga-
fangelsi á Núpi í Dýrafirði. All-
ar tilögur sem fram koma í
skýrslunni voru samþykktar á
nýafstöðnu kjördæmisþingi
Framsóknarmanna í Norðvest-
urkjördæmi.
I þeim hluta sem snýr að
Vesturlandi sérstaklega er gert
ráð fyrir að lögð verði áhersla á
Umsjón: Iris Arthiírsdóttir.
til pláss fyrir humarinn. Stingið
síðan tveimur humarhölum inn í
hverja lund.
3. Brúnið lundirnar á heitri
pönnu og setjið á grind í ofni.
Steikið við 150°C á blæstri í 15
mínútur. ( 170°C án blásturs).
Sósan:
Skerið paprikuna í teninga og
steildð í smjöri í potti. Kxyddið
með paprikudufti. Bætið ostin-
um í bitum, soði og rjóma saman
við. Sjóðið við vægan hita þar til
osturinn er uppleystur í sósunni.
Þykkið með sósujafnaranum og
smakkið með kjötkrafti.
Gott er að bera fram með
þessu bakaðar kartöflur og
gufusoðið grænmeri t.d. blómkál,
gulrætur og sykurbaunir.
HUSRAÐ
Gott er að geyma
humarskeljar sem tilfalla ífrysti
og nota síðar ti/ að sjóða upp
krafi í sjávarréttasúpur.
stofnun fyrir-
tækjaklasa á
Vesturlandi í
samræmi við
sérhæfingu á
svæðinu. Þess
má geta í því
sambandi að
unnið er að
stofnun slíkra
klasa í Borgar-
firði í tengslum
við byggingar-
Frá kynningu
sóknarmanna
iðnað, ferðaþjónustu, matvæla-
iðnað og háskólanám.
Lagt er til að starfsemi Land-
búnaðarháskóla á Hvanneyri
verði efld og kennsla og rann-
sóknarstarfsemi skólans verði í
auknum mæli flutt á Hvanneyri
á næstu árum. I skýrslunni seg-
ir einnig: „Stofnað verði sér-
stakt setur neytendarannsókna
á Hvanneyri sem annist reglu-
bundið gæðaeftirlit matvara og
sérhæfi sig í hagsmunamálum
neytenda."
Þá er lagt til að ný staða sjáv-
arlíffræðings verði við Náttúru-
stofu Vesturlands og að við-
komandi stundi einkum rann-
skýrslunnar á kjördæmisþingi Fram-
í Borgarnesi. Mynd: GE
sóknir á vistfræði hörpuskeljar.
Ennfremur leggur nefndin
fram þá hugmynd að stofnað
verði nýsköpunar- og frum-
kvöðlasetur á Vesturlandi sem
sérhæfi sig á sviði almenns
landbúnaðar og matvælafram-
leiðslu og starfi í tengslum við
fyrirhugaða atvinnugarða og
háskólaklasa í Borgarfirði.
Einnig má nefha að nefhdin
leggur áherslu á stuðning við
framfarafélög í kjördæminu og
beinir því til Menntamálaráð-
herra að hann tryggi fjárfram-
lög til að gera samninga um
menningarmál við SSNV, FSV
og SSV. GE
Mótmæli gegn deiliskipulagijyrir
Miðbæjorreit cí Akmnesi
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafhi, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is
Við íbúar við Dalbraut 15 til
21 ítrekum hér með fyrri mót-
mæli okkar við deiliskipulag á
Miðbæjarreit. Tilefni ítrekunar-
innar er tillaga að breytingu á
því deiliskipulagi sem auglýst
hefur verið en einnig megn óá-
nægja með fyrri afgreiðslu bæj-
arstjórnarinnar þar sem gengið
er gegn vilja íbúanna.
Við leggjum sérstaka áherslu á
efrirfarandi atriði:
1) Við ítrekum fyrri kröfur
okkar um að hæð bygginga á
miðbæjarreitnum verði tak-
mörkuð við 2-3 hæðir. Við telj-
um níu eða tíu hæða íbúða-
blokkir algerlega óásættanlegar
á þessu svæði.
2) Við mótmælum þeirri
breytingu að byggingarreiturinn
verði færður 4 metra til norðurs.
Ef síðar verður byggt ofan á
verslunarhúsnæðið sem þarna er
fyrirhugað, þá getur niðurstaðan
jafhvel orðið verri fyrir íbúana
heldur en fyrri tillaga að skipu-
lagi sem bæjarstjórn hafði áður
samþykkt.
3) Við lýsum yfir furðu okkar
á því að bæjarstjórinn taki fyrstu
skóflustungu að fyrirhuguðu
fjölbýlishúsi við Dalbraut á
meðan deiliskipulagið er í kynn-
ingu og áður en úrskurðað hefur
verið í kæru íbúa gegn því. Þetta
er sérstaklega einkennilegt í Ijósi
þess að lögffæðingur bæjarins
hefur óskað effir því að Úr-
skurðarnefnd skipulags- og
byggingamála ffesti því að taka
málið til umfjöllunar þar til
breytingar á deiliskipulaginu
hafa verið afgreiddar.
4) Við lýsum yfir óánægju
með afgreiðslu bæjaryfirvalda á
fyrri mótmælum okkar. Þar er
starfsmaður bæjarins látinn af-
greiða mótmælin þannig að þau
séu órökstudd. Ekki er haft fyrir
því að rökstyðja það mat á neinn
hátt. Það er dapurlegt til þess að
vita að í bæjarfélagi okkar stjóm-
ist ákvarðanir yfirvalda af slíkum
vinnubrögðum.
Olafía Sigurðardóttir, Dalbr. 19
Elmar Þórðarson, Dalbraut 19
Elín Þorvaldsdóttir, Dalbr. 17
Bragi Þórðarsoti, Dalbraut 17
Halldóra Böðvarsdóttir, Dalbr. 15
Þórður Magmísson, Dalbraut 15
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir,
Dalbraut 21
Jens B. Baldursson, Dalbraut 21