Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004
13
Bormenn voru komnir 10 metra niður án þess að mæta föstu undiriagi
þegar þessi mynd var tekin sl. laugardag á Skagaverstúninu. Gárung-
ar á Skaganum hafa gert því skóna að svo djúpt gæti verið niður á
fast að umræddar íbúðablokkir verði níu kjallarhæðir og ris. Þessar
upplýsingar eru þó ekki seldar dýrar en þær voru keyptar.
Skagaverstúninu eða Miðbæjar-
reitnum á Akranesi, þar sem fyr-
irhugað er að reisa tvær 9 hæða
íbúðablokkir og verslunarmið-
stöð. I síðustu viku, þegar grafa
var fengin til að kanna jarðlög,
kom í ljós að dýpra var niður á
fast en grafan náði og því þurfti
að kalla til tæld sem næðu enn
neðar. Að sögn Björns S Lárus-
sonar, talsmanns verktaka á fyr-
irhuguðu byggingarsvæði, var
verið að kanna jarðlög og vatns-
gang til að vita til hvaða ráðstaf-
ana þarf að grípa til að koma í
veg fyrir hugsanlegt sig á lóðun-
um í kringum túnið, en það er
gert samkvæmt kröfum í
deiliskipulaginu. „Það liggur
fyrir að það er djúpt niður á fast
og þar við bætist að þarna er
falskt leirlag eða móhella með
blautum jarðvegi undir. Þetta
þýðir að jarðvegsskipti undir
þessum húsum verða kostnaðar-
söm en óhjákvæmileg m.a. þar
sem háhýsin verða mikið farg og
því nauðsynlegt að gera allar
viðeigandi ráðstafanir áður en
ffamkvæmdir hefjast.“
Framkvæmdir við byggingu
og utanhússfrágang á fyrri í-
búðablokkinni voru boðnar út
um síðustu helgi og gert ráð fyr-
ir að þær hefjist í vetur og þeim
ljúki upp úr áramótum
2005/2006. „Verslunarmiðstöð-
in fer síðan í alútboð um miðjan
nóvember en í því felst allt frá
hönnun miðstöðvarinnar til
fullnaðarfrágangs,“ sagði Björn.
MM
Níu hæða kjallaii og ris?
Um síðustu helgi var unnið
við að taka tilraunaborholur á
ÚTBOÐ l
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir
nýjar höfuðstöðvar fyrir Sparisjóð
Mýrasýslu í Borgarnesi.
Oskað er eftir tilboðum í 2. áfanga verksins,
innanhússfrágang, lagnir, loftræsikerfi og raflagnir.
Utboðsgögn verða afhent frá og með
miðvikudeginum 3. nóvember á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf. Armúla 4, 108 Reykjavík
og Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu VST í Borgarnesi
miðvikudaginn 24. nóvember kl. 14:00 og verða
þau opnuð þar.
E F F
Fasteign H F
vsr IrS
Lidar
breytingar
á gjöldum
Á síðasta fundi bæjarráðs
Akraneskaupstaðar var gjald-
skrá þjónustu á vegum bæjar-
félagsins ákveðin fyrir árið
2005. Flestar álögur haldast
óbreyttar frá yfirstandandi
ári en fyrir því eru gild rök,
svo sem að útsvarsprósenta
hefur verið í hámarki,
13,03% og því ekki mikið
hægt að hreyfa við henni.
Gert er ráð fyrir óbreyttri á-
lagningu fasteignagjalda, þ.e.
að álagningarprósenta íbúð-
arhúsnæðis verði 0,431% af
álagningarstofni og 1,275%
af öðru húsnæði þ.m.t. at-
vinnuhúsnæði. Lóðarleiga
verði 1,0% af lóðarmati í-
búðarhúsnæðis og 1,5%
vegna atvinnuhúsalóða. Hol-
ræsagjald verði 0,20% af fast-
eignamati fasteigna.
Þjónustugjöld leikskóla
hækka um 5% frá 1. janúar
og gjald fyrir skóladagvist
yngstu barna í grunnskólun-
um hækkar einnig um 5%.
„Við erum þarna að mæta
hækkun á launaliðum og til
að koma til móts við almenn-
ar verðlagshækkanir sem
orðið hafa,“ sagði Jón Pálmi
Pálsson, bæjarritari, aðspurð-
ur um ástæður hækkunarinn-
ar. Hann segir að einnig
verði hækkun á gjaldi fyrir
þjónustu sorpmóttökustöðv-
ar Gámu. Aðrar álögur og
skattar af hálfu Akraneskaup-
staðar breytast ekki milli ára.
MM
Stykkishólmsbær hélt sína fyrstu árshátfð fyrír starfsfólk sitt um síð-
ustu helgi. Árshátíðin þótti heppnast afar vel en hún var haldin á Hót-
el Stykkishólmi.
SamkauD fwrval
Samskaupsmerkingar eru nú komnar á verslanir Kaupfélags Borgfirð-
inga í Borgarnesi og á Akranesi. Mynd: MM
Tilkynning
frá samstarfsnefnd um sameiningu
Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri
Akraneshrepps, Leirár- og Melahrepps og
Skilmannahrepps um framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna kosninga um sameiningu
Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri-Akraneshrepps, Leirár- og
Melahrepps og Skilmannahrepps, sem ffam fer 20. nóvember
2004, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu
sveitarfélaganna á opnunartíma skrifstofú, eða eftir nánara
samkomulagi, frá og með miðvikudeginum 10. nóvember
til og með föstudagsins 19. nóvember.
Oskum um leiðréttingar á kjörskrá skal komið á framfæri
við oddvita viðkomandi sveitarfélags eins fljótt og unnt er.
1 Tekið skal fram að óheimilt er að breyta kjörskrá ef
! tilkynning um nýtt lögheimili hafði ekki borist þjóðskrá
j fyrir 30. október 2004.
jjj 5. nóvember 2004
Samstarfsnefnd um sameiningu
hreppanna sunnan Skarðsheiðar.
HauÉnótlmndanwa
í Miðgarði, Akranesi 13. nóvember
0ú
Óli Geir sér um danskennsluna ( »
frá 12:00-18:00
Kvöldverður kl 20:00
Glæsilegt happdrætti
Og svo verður dansað fram á
rauða nótt YEEEEHHAAA
MótsgiaU3-900kr.ra,
Skráning í síma 899-2228 eða á
eygloto@simnet.is
ALLIR velkoiimir