Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 jatMUllUi.. Um 250 krakkar tóku þátt í Is- landsmótinu í krakkablaki sem fram fór nú um helgina í íþrótta- húsinu í Olafsvík. Auk keppend- anna voru síðan þjálfarar, farar- stjórar og foreldrar mættir á staðinn þannig að óhætt er að segja að blakbörnin og þeirra fylgifiskar hafi sett svip á bæinn enda var um að ræða stærsta í- þróttaviðburð í nýju íþróttahúsi Snæfellsbæjar ffá því það var tekið í notkun. Þrátt fyrir fjöldann tókst mót- ið vel í alla staði. ,Já þetta var ekki mikið vandamál. Krakkarn- ir voru í einu orði sagt ffábær. Umgengni og allt annað var til mikillar fyrirmyndar þannig að það eiga allir keppendur og aðr- ir gestir heiður skilinn,“ sagði Lilja Stefánsdóttir úr Víkingi í Olafsvík en Víkingur og Reynir á Hellissandi sáu um mótshald- ið. Liðin komu víðast hvar að af landinu og voru stóru blakfélög- in Þróttur og KA nokkuð áber- andi á mótinu. Víkingur - Reyn- ir var eina Vesturlandsliðið á mótinu og stóðu Snæfellingar sig með prýði líkt og við var að búast. Að sögn Lilju er krakkablak á mikilli uppleið í Snæfellsbæ. „Fyrir tveimur árum var kynn- ingarátak á veg- um Blaksam- bandsins. Þá fór þjálfari frá okkur á námskeið og það hefur skilað sér í miklum á- huga. Krakka- blaksreglurnar eru einfaldari en þær sem fullorðnir nota. Yngri krakkamir mega meðal annars grípa annan bolta og það auð- veldar þeim málið mikið. Hérna era krakkar niður í sex ára aldur byrjuð að spila blak og síðan er þetta alveg upp í gráhærða öld- unga þannig að það eru ekki margar íþróttagreinar sem ná til jafn breiðs aldurshóps.“ GE Skemmtilegt Lions- sundmót í Borgamesi Sunddeild Skallagríms hélt sitt árlega Lionssundmót í sundlaug Borgarness um síð- ustu helgi. Mótið var haldið í innilauginni og ætlað 12 ára og yngri. Aðsókn var góð en að sögn Ingu Margrétar Skúla- dóttur, formanns sunddeildar Skallagríms, voru keppendur um 130 og komu þeir frá Olafs- vík, Stykkishólmi, Mosfellsbæ, Selfossi, Hvolsvelli, Hvamms- tanga og Borgarnesi. Lionssundmótið er styrkt af Lionsklúbbi Borgarness og Sparisjóði Mýrasýslu líkt og verið hefur. Inga Margrét sagði mót þetta hafa verið lengi einn af viðburðum vetrarins hjá sunddeildinni en fyrst var þetta nýárssundmót og síðan var því breytt í þorra- mót. Eftir að aðkomukrakk- anir höfðu ver- ið veðurteppt nokkur ári í röð var ákveðið að færa mótið á haustið. Þótt mótið hafi verið fyrir 12 ára og yngri var mikið af eldri sundkrökkum í Borgarnesi um helgina. Að sögn Ingu Mar- grétar notuðu bæði Afturelding og Umf. Selfoss tækifærið og komu með eldri flokkana í æf- ingabúðir á meðan þau yngri tóku þátt í keppninni. Sagði Inga Margrét að þetta sýndi vel hversu mikið aðdráttarafl í- þróttaaðstaðan í Borgarnesi væri orðin. Stórleikur í körfunni - mætum öll! - VS. Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni " Borgarnesi /Meetim' ðtt rfifíjuin- ðftfuzr mmn/ w3

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.