Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 j»t33UnUi.. Úr nýja sýningar- og móttökuhúsinu í Bjarnarhöfn. Síldin, stærsti og einn elsti sýningargripurinn í húsinu, sést í bakgrunni en nær á myndinni eru m.a. skipsmódei og líkan af bændakirkjunni f Bjarnarhöfn. Viltu starfa hjá traustu fyrirtæki með góðum samstarfsfélögum? Húsasmiðjan Borgarnesi óskar eftir að ráða starfskraft til almennra afgreiðslustarfa, starfið felur einnig í sér afgreiðslu á kassa. Hæfniskröfur: • Þjónustu og samskiptahæfni • Reynsla af þjónustu- og afgreiðslustörfum æskileg • Grunntölvukunnátta æskileg • Stundvísi og heiðarleiki • Æskilegt að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir beristtil Valdimars Björgvinssonar, rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Einnig má senda umsóknir á netfangið valdi@husa.is. Umsóknarfrestur ertil 21. nóvember nk. Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingavara á íslandi og eitt af 25 stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjuverstanirnar eru átján talsins um land allt. í verslunum okkar höfum við á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir. Hjá Húsasmiðjunni hf. starfa að jafnaði um 700 manns. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi. i þvi skyni rekum við Húsasmiðjuskólann þar sem starfsmenn geta valið úr yfir tOO námskeiðum á ári hverju. Einnig er starfandi hjá Húsasmiðjunni öflugt starfsmannafélag sem annast m.a. skemmtanahald, rekstur sumarhúsa og eflingu heilsuræktar starfsmanna. Formleg opnun í Bjamarhöfii Síðastliðinn laugardag var formlega tekið í notkun við há- tíðlega athöfn, þjónustuhús og tengibygging hjá ferðaþjón- ustufólkinu á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Einnig var við sama tækifæri blessuð stækkun kirkjugarðsins í Bjarnarhöfn og nýi kirkjugarðsveggurinn. Margt góðra gesta voru við- staddir opnunina, rneðal annars ráðherrarnir Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir, og samglöddust hjónunum Hild- brandi Bjarnasyni og Hrefnu Garðarsdóttur og börnum þeirra. A Bjarnarhöíh hefur til margra ára verið rekin menn- ingartengd ferðaþjónusta ásamt stóru sauðfjárbúi. Þar koma ferðamenn víða að úr heimin- um til að kynnast hákarlaveið- um, vinnslu og að sjálfsögðu bragða allir á hákarli, harðfxski og öðru góðmeti sem þar er fram borið fyrir gesti. Nýja byggingin og innrétt- ingar í húsinu eru einvörðungu ætlaðar til móttöku ferða- manna, enda veitir ekki af plássinu til að hægs sé að sinna þeim 10-12 þúsund gestum sem þangað koma á hverju ári. Auk þess að vera móttökustað- ur gesta er nýja húsið einskonar safn sem segir sögu Bjarnar- hafnar, ættar Hildibrandar bónda og hákarlaútgerðar úr Kumbaravogi fýrr og nú. Nú þegar prýðir mikið af munum úr búskaparsögu Bjarnarhafn- arfólksins húsið og margt fróð- legt sem fyrir augu ber hvort sem litið er til sjósóknar, land- búnaðar eða heimilishalds fyrr á tímum. Nýja þjónustuhúsið er um 250 fermetrar að grunnfleti byggt úr yleiningum og hið vandaðasta í alla staði. Hluti af nýbyggingunni er forstofa, snyrtingar og gestamóttaka en sýningarsalurinn sjálfur er um 200 ffn. Byrjað var að taka á móti ferðamönnum í húsið sl. haust en heimafólk hefúr ekki gefið sér tíma til formlegrar vígslu fyrr en nú, enda hefur gestagangur verið mikill allt þetta ár. MM MINNING Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir Látin er heiðurskonan Krist- ín í Fljótstungu. Hver sá sem fylgist með mál- efnurn ferðaþjónustunnar á Vesturlandi, þekkti Kristínu í Fljótstungu. Konuna sem alltaf mætti á alla fundi sem haldnir voru um málefhið, námskeið og fýrirlestra og lét sér ekkert ó- viðkomandi sem efla mætti og þróa hennar eigin ferðaþjón- ustufyrirtæki en ekki síður Borgarfjörðinn og allt Vestur- land sem ferðaþjónustusvæði. Hún var konan sem alltaf tók til máls á fundum og viðraði skoð- anir sínar, hvort sem þær voru uppbyggileg gagnrýni eða hrós fýrir það sem henni fannst vel gert. Kristín rak sitt ferðaþjón- usufýrirtæki af mikilli alúð, gestir hennar fengu persónu- lega þjónustu og lögðu af stað að morgni mikils vísari um Iandið okkar, menningu og sögu. Kristín var ekki síður öfl- ugur talsmaður umhverfismála og vann að því hörðum hönduin að efla umhverfisvitund í sínu umhverfi, hún var m.a. ein þeirra sem stóðu að öflugu um- hverfisátaki í sveitarfélaginu sem miðaði að því að opna augu íbúa fýrir mikilvægi þess að um- gangast jörðina af virðingu. Þá var hún félagi í Ferðaþjónustu bænda sem hefur öfluga um- hverfisstefnu að leiðarljósi. Frá því að við hófum störf við ferðaþjónustu á Vesturlandi hefur Kristín verið okkur innan handar enda mikill reynslu- banki þar á ferð. Kristín var alltaf tilbúin að rifja upp og veita ráðleggingar og Kristín var konan sem færði okkur bæklinga og annað kynningar- efhi sem hún hafði rekist á er- lendis, til að við gætum nýtt okkur í þróun kynningarefnis fýrir svæðið. Kristín var sú sem kíkti við hjá okkur, bara svona til að heilsa og spyrja frétta. Kristín barðist hetjulega og af æðruleysi og hugrekki við sjúk- dóm sinn, sem vart er hægt að lýsa, hún var ófeimin að tjá sig um heilsufar sitt og gerði það á þann hátt að engum var mis- boðið. Virðing okkar fýrir Kristínu í Fljótstungu var ómæld. Við vottum Bjarna og börn- um Kristínar sem og öðrum fjölskyldumeðlimum samúð okkar á erfiðri stundu. Hrafnhildur Tryggvadóttir, forstöðumaður Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands. Asthildur Sturludóttir, ferða- málafilltrúi Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.