Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐYIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnorbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: iris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út allo miðvikudaga. Skilafrestur auglýsingo er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a ab panto auglýsingaplass tímanlega. Skilafresfur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. 433 5500 Það eru að koma jól Gísli Einarsson, ritstjóri. Nú styttist í jólin, eitthvað sem er nokkurnveginn árvisst. Reyndar er svo komið í seinni tíð að maður nær varla að plokka niður jólaskrautið og er varla kominn úr jakkafötunum áður en jólaauglýsing- ar Ikea eru farnar að glymja í eyrunum og oft hef ég velt fyrir mér hvort Svíar notist við annað dagatal en við hérna heima á Fróni. Hvað sem því líður þá er svo aftarlega komið í almanak- inu að það fer að skapast hið skaplegasta jólaskap. Samfara því er að sjálfsögðu jólastreitan sem endar í skelfilegri ör- væntingu þegar það uppgötvast á Þorláksmessu að allt er eftir. Þetta árið og það síðasta hittist reyndar svo vel á að mað- ur þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í að elta jólarjúpuna upp um fjöll og firnindi með tilheyrandi átökum og blóðsúthellingum. I staðinn getur maður byrjað strax á að velta því fyrir sér sem mestu máli skiptir, sjálfum jólapökk- unum. Eg er alltaf svolítið skeptískur á jólapakka. Mér er ekki sama hvort ég fæ mjúka pakka, harða pakka, stóra pakka, litla pakka, svera böggla eða litla böggla. Hinsvegar flækist málið enn frekar í ár því nú er komin nýjung í jóla- bögglaflóruna sem ég hef ekki velt fyrir mér áður, það eru blórabögglarnir. Forstjórar olíufyrirtækjanna eru nú þegar búnir að fá það sem þeir gátu óskað sér í jólagjöf, blóraböggul í formi Þór- ólfs Arnasonar fráfarandi borgarstjóra. Þar sem hann var svo seinheppinn að fara að vinna hjá þeim sem hann, fyrir hönd sinna vinnuveitenda, á að hafa svindlað hvað mest á. Þar með er hann búinn að draga til sín athyglina svo mjög að sjálfir forstjórarnir falla algjörlega í skuggann. Eg þekki mann sem fór í partý þar sem voru átta uppá- klæddir lögregluþjónar, þrír sýslumenn og þáverandi dóms- málaráðherra. Hann skellti í sig þremur bjórum og keyrði svo í burtu. Það þótti mér verulega svalt. Þó er það ekki neitt hjá því að svíkja út milljónir á hverj- um degi og sofa síðan hjá dómsmálaráðherranum á nótt- unni. Ef það er ekki kúl þá veit ég ekki hvað. Samt sem áður veitir því enginn sérstaka athygli ef maður á góðan blóra- böggul. Mig langar í svoleiðis um þessi jól. Gísli Einarsson, olíulans. Vilja fund um tollgæslu Bæjarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum í gær að óska nú þegar eftir fundi með Geir Haarde fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra breytinga á toll- stjóraembættum. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er í frumvarpi að breyttum tollalögum gert ráð fyr- ir að tollgæsla fyrir Vesturland verði í Stykkishólmi. Mörgum þykir það skjóta skökku við þar sem næst-stærsta inn og útflutn- ingshöfn landsins er á Grundar- tanga. „Samkvæmt þeim gögnum sem við höfum séð er gert ráð fyrir að tollgæslan fyrir Vesturland verði í Stykkishólmi. Okkur þykir það mjög undarlegt þar sem það er nánast eins langt í burtu og hægt er frá aðalumsvifunum,“ segir Páll S Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar. „Við viljum kynna fjármálaráðherra okkar sjónarmið og fá að vita hvað býr að baki þessum áformum." GE Húsasmiðjan stækkuð á Þessa dagana er verið að hefja ffamkvæmdir við stækkun versl- unar Húsasmiðjunnar á Akra- nesi. Arni Hauksson, forstjóri, sagði í samtali við Skessuhom að nú yrði byggð 700 fermetra skemma fyrir timbur og gert ráð fyrir gegnumakstursmöguleika um húsið. „Þar með verður nán- ast allt timbur undir þaki. Versl- unin sjálf stækkar við þetta þar sem núverandi timburlager nýtist fýrir aðra vöruflokka eftir bre)T- ingamar.“ Ami segir að gert sé ráð fýrir að viðbyggingin verði tekin í notkun tímanlega fýrir næsta vor. Það er fyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. sem á núverandi húsnæði Húsasmiðj- unnar og væntanlega viðbygg- ingu einnig, en Húsasmiðjan leigir af fýrirtækinu. Húsasmiðjan hefur aukið hratt starfsemi sína á Vesturlandi. Fyr- ir hálfu öðm ári opnaði verslunin á Akranesi og nú í haust keypti fýrirtækið nýtt verslunarhús og rekstur Byggingavörudeildar KB í Borgarnesi. Þar verður formleg opnun Húsasmiðjunnar síðar í ADSL tenging komin í Búðardal Það er viðurkennd staðreynd að góðar síma- og tölvutenging- ar era í dag eitt af stóra byggða- málrmum enda byggist margþætt starfsemi einstaklinga og fýrir- tækja á notkun netsins á einn eða annan hátt. Það er því alltaf gleðilegt þegar framfarir á þessu sviði ná til dreifibýlisins þannig að íbúar þar sitji við sama borð og aðrir, svo sem varðandi möguleika til náms og atvinnu óháð búsetu. ADSL tenging er nú komin á í Búðardal og unnu starfsmenn Símans í síðustu viku að tenging- um á staðnum og á bæjum í næsta nágrenni. Friðrik Alfreðs- son, umdæmisstjóri Símans á Vesturlandi sagði í samtali við Skessuhorn að búið væri að tengja tæplega 40 hús í Búðardal og næsta nágrenni. „ADSL næst eingöngu hjá þeim notendum sem eru í innan við 5 km radius ffá símtöð sem í þessu tilfelli er staðsett í Búðardal," sagði Frið- rik. Hann segir að fljódega muni Síminn hefja dreifingu sjón- varpsefhis með staffænum hætti og munu þá notendur ADSL geta móttekið sendingar t.d. ffá Skjá einum í gegnum gagna- flutningsnet Símans. Varðandi íbúa dreifbýlisins í Dalasýslu, utan 5 kílómetra radíuss ffá Búð- ardal, bendir Friðrik á að þeir hafi möguleika á að tengjast með ISDN tengingu sem í rauninni sé mjög góð tal- og gagnaflum- ingslausn. Aðspurður um hvort aðrir þéttbýlisstaðir en Búðardalur eigi möguleika á ADSL tengingu segir Friðrik að viðmiðun Sím- ans sé sú að liggja þurfi fýrir um- sóknir frá nægjanlegum fjölda á hverjum stað fýrir sig, t.d. að lág- marki 40 notendur eins og reyndin var í Búðardal. „Þetta hlutfall er ágætt í Búðardal í ljósi þess að um 100 heimili eru á staðnum." Friðrik bendir á að staðir eins og Reykhólar, Hvann- eyri og Bifröst kæmu vissulega til greina varðandi ADSL tengingar sé miðað við fjölda heimila á þessum stöðum, að því gefnu að breið samstaða íbúa næðist um að vilja þjónustuna. MM Sjómenn Viðskiptadeild Viðskiptahá- skólans á Bifföst og Menntafé- lagið hafa skrifað undir samning um nám á háskólastigi í rekstri og stjórnun fýrir skipsstjórn- endur. Markmið þessa náms er að bjóða upp á fjarnám á há- skólastigi samhliða starfi í rekstri og stjórnun sem gefur nýja möguleika á að byggja ofan á fýrri þekkingu og eykur mögu- leika á starfsvali og starfsum- hverfi. Nám sem nýtist þátttak- endum hvort heldur er í núver- andi starfi eða til áffamhaldandi á Bifröst starfsþróunar. Námið er ætlað skipsstjórnar- og vélstjórnar- mönnum sem hafa lokið námi úr vélskóla, stýrimannaskóla eða sambærilegum skólum sem og mönnum með sambærilega menntun sem uppfýlla skilyrði fýrir þátttöku í háskólanámi. Námið er alls 30 háskólaein- ingar. Þeir sem ljúka þessu námi fá það metið sem áfanga til BS gráðu í viðskiptaffæði við við- skiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifföst og geta lokið því námi í staðnámi við deildina. Skaganum þessum mánuði. „Við leggjum mikla áherslu á Vesturland og sókn okkar þangað, enda er landshlutinn í mikilli sókn,“ sagði Ami Hauksson. MM Brjóstmyndin verður sett á stall á næstu dögum. Brjóstmynd af fyrrum heið- ursborgara Akraness Bæjarráð Akraneskaupstað- ar hefur samþykkt beiðni af- komenda Þorgeirs heitins Jósefssonar, fýrrum heiðurs- borgara á Akranesi, um að setja upp brjóstmynd af Þor- geiri heitnum við horn Kirkjubrautar og Merkigerðis þar sem nú er hellulagt svæði. Brjósnnyndin var gerð af Rík- harði Jónssyni, myndhöggv- ara en hún hefur fram að þessu staðið á skrifstofu Þor- geirs og Ellerts hf. Þorgeir Jósefsson vélvirkja- meistari og forstjóri var fædd- ur 12. júlí 1902 og lést 21. júní 1992. Hann sat í hrepps- nefnd Ytri- Akraneshrepps 1935-1941, í bæjarstjórn Akraness 1942-1958 og 1962- 1966. Hann sat m.a. í stjórn Sjúkrahúss Akraness, var heiðursborgari Akraneskaup- staðar ffá 1982 og stofnandi Þorgeir og Ellert hf. árið 1928. MM Borgarvirki byggir sjó- vamargarð I gær voru tilboð í bygg- ingu sjóvarnargarða á Akra- nesi opnuð á skrifstofu Sigl- ingastoffiunar íslands. Fimm tilboð bárust og átti Borgar- virki ehf. lægsta tilboðið upp á tæpar 10,5 milljónir króna, sem er 88% af kostnaðaráæd- un Siglingastofnunar. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. mars 2005. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.