Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 9
SíklSSÍiHÖÍEL- MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 9 Þórsnesþing hið nýja? Hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi og við Breiðafjörð, eftir Reyni Ingibjartsson Nú hefur félagsmálaráðherra kynnt nýjar tillögur um fækkun og sameiningu sveitarfélaga, sem hugmyndin er að kjósa um 23. apríl 2005. Samkvæmt þeim er m.a. lagt til að sameina sveitarfélög á Snæfellsnesi að undanskyldum Kolbeinsstaða- hreppi. Ibúum þar á að gefa kost á að kjósa um sameiningu við Borgarfjörð. Þá er gert ráð fyrir að Skógarströnd verði á- fram tilheyrandi Dalabyggð. Dalir sameinist svo Reykhóla- hreppi. Fyrir skömmu fór ég í gegn- um ritið Breiðfirðing sem Breiðfirðingafélagið hefur gef- ið út óslitið síðan 1942. Þá urðu mér Ijós þau miklu tengsl sem áður voru milli byggðanna við Breiðafjörð, enda náði upp- haflegt félagssvæði Breiðfirð- ingafélagsins yfir allt Snæfells- nes, Dali og Austur-Barða- strandasýslu auk Breiðafjarðar- eyja. Þegar byggð lagðist af í eyj- unum og samgöngur fluttust af sjó upp á land, rofnuðu hins vegar þessi tengsl. I upphafi tuttugustu aldar voru stofnuð ýmis samtök sem náðu yfir stóran hluta af þessu svæði. Má þar nefna Búnaðar- samband fyrir Snæfellsnes og Dali og Samband breiðfirskra kvenna sem starfaði af þrótti í fjölda ára m.a. að málefnum húsmæðraskólans sem starf- ræktur var á Staðarfelli. Hinar erfiðu samgöngur brutu þetta samstarf smátt og smátt niður. I Landnámu og Eyrbyggju segir frá Þórsnesþingi sem lík- legast var fyrsta þing hér á landi eftir landnám. Svæðið sem þingið náði til var frá Hít- ará í suðri að Gilsfirði í norðri. Þinghald á Þórsnesi stóð fram á þrettándu öld en þá liðuðust goðorðin í sundur og hreppar og sýslur tóku við. Sé litið yfir þetta svæði í heild er Þórsnes í Helgafellssveit nokkuð mið- svæðis. Eg ætla að setja fram þá skoðun við sameiningu sveitar- félaga á þessu svæði, að nýtt sveitarfélag fýlgi hinum göinlu mörkum Þórsnesþings. Það þýðir að öll hin gömlu sveitar- félög á Snæfellsnesi og í Döl- um sameinist í eitt sveitarfélag. Sögulega er þetta rökrétt og það þarf ekki að fara lengra en 100 ár aftur til að leita að gild- um rökum. Hver er þá staðan í dag á þessu svæði? Annars vegar eru þéttbýliskjarnarnir á norðan- verðu Snæfellsnesi, sem nú eru að mynda eina heild með gjör- breyttum samgöngum. Hins vegar eru þrjú jaðarsvæði sem skortir alvöru þéttbýliskjarna. Það eru sveitirnar á sunnan- verðu Snæfellsnesi, allir Dal- irnir og hinar mannlausu og hálfmunaðarlausu Breiðafjarð- areyjar. Ef lagt yrði bundið slitlag á vegi um Skógarströnd og Heydal, myndu þessi svæði tengjast mun betur og sam- göngur einnig miðast við aust- ur-vestur í stað suður-norður eins og nú er áhersla á. Hefðbundinn landbúnaður stendur nú mjög höllum fæti á þessu svæði nema helst í Kol- beinsstaðahreppi. Lokað hefur verið fýrir slátrun í Búðardal en útsjónarsamur rekstur hefur bjargað Mjólkursamlaginu þar til þessa. I Borgarnesi hefur stór hluti vinnslu úr landbún- aðarvörum lagst af. Þangað verður því ekki mikinn stuðn- ing að sækja. Kolhreppingar ættu því að taka höndum sam- an við Dalamenn um afurða- vinnslu í héraði. Ekki verður séð að Dala- menn sæki þann styrk í Reyk- hólahrepp sem þarf. Að norð- anverðu við Breiðafjörð verða menn að gera upp við sig hvort leita á í vestur, norður eða suð- ur. Sameining við Hólmavíkur- svæðið gæti verið góður kostur með bættum samgöngum og hringvegi um Vestfirði. A Vest- fjarðakjálkanum liggja ræturn- ar víða saman og sameining við hluta Vesturlands orkar tví- mælis. Þó gæti sameining Breiðafjarðarsvæðisins í heild vissulega komið til greina. Landfræðilega myndar fjall- lendið frá Tröllakirkju á Holta- vörðuheiði og vestur í Fagraskógarfjall í Kolbeins- staðahreppi, skörp skil milli Dala og Snæfellsness annars vegar og Mýra og Borgarfjarð- ar hins vegar og alltaf hefur verið litið á Hnappadal sem hluta Snæfellsness. Þótt Kol- hreppingar hafi sótt þjónustu í Borgarnes nær alla síðustu öld, hefur það ekkert haft með hér- aðsvitund að gera og fátt hefur gert mönnum meira gramt í gerði, en að Eldborg sé talin á Mýrum. Fram til þessa hefur Kol- beinsstaðahreppur verið jaðar- svæði á Snæfellsnesi. Hið sama mun verða uppi á teningnum, sameinist hreppurinn Borgar- firði og Mýrum. Sameinist Snæfellsnes og Dalir, verður Kolbeinsstaðahreppur ásamt Skógarströnd í miðju svæðis- ins. Malbikun vegar um Hnappadal, Heydal og Skógar- strönd og brú yfir Alftafjörð, myndi svo breyta miklu fýrir þetta svæði. Hið öfluga sveitar- félag í Borgarfirði myndi ekki hafa mikinn áhuga á þessum vegabótum. Kolhreppingar ættu í þessum sameiningarmálum að setjast niður með nágrönnum sínum í Eyja- og Miklaholtshreppi, á Skógarströnd og í Hörðudal og skoða sameiginlega hagsmuni. Möguleikar ferðamennsku í Dölum, á Breiðafirði og á Snæ- fellsnesi þurfa að tengjast bet- ur, ekki síst út frá miklum ár- angri Eiríksstaða. Sjávarútveg- ur stendur traustum fótum á norðanverðu Snæfellsnesi en landbúnaðurinn þarf að efla sinn kjarna. Framhaldsskólinn í Grundarfirði getur svo orðið að lykilstofnun fyrir þetta svæði allt. Þá getur nálægð við þjóðgarðinn undir Jökli haft mikla þýðingu seinna meir. Með alla þessa möguleika get- ur sameinað sveitarfélag á þessu svæði átt mjög bjarta framtíð fyrir sér. Kannski yrði það Þórsnesþing hið nýja? Reynir Ingibjartsson, fyrrum íbúi í Kolbeinsstaðahreppi. ara stilboð Alaska herrabuxur kr. 4.990,- 20% afsláttur afWRANGLER buxum og bolum 11.-20. nóvember Tónlistarskóli Borgarfjarðar Ké, Borgarbraut 23-310 Borgarnes - Sími: 437 2330 Quðrúnar cA. Sumrnar Kaffihúsatónleikar í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23, Borgarnesi þriðjudagiim 16. námmber kl. 20:30 Söngur - kaffiveitingar Aðgangseyrir kr. 1.000 SimgMemendur mmmmmummmmm 6 TEÍGNA SA L A 1 XHAKOT Nýtt á söluskrá ESJUBRAUT 6: Einbýlishús á einni hæð (106,8 fm) ásamt biiskúr (29,6 fm). 3 herbergi. Klætt að utan að mestu með ptasti. BREIÐARGATA 4: Einbýlishús, kjafiari, hæð og ris (130,8 fm) ásamt bíiskúr (41,5 fm). 3 herbergi. Mikið endurnýjað að innan. VESTURGATA 67: Efri sérhæð í tvíbýiishúsi (91,2 fm). 2 herbergi. Rúmgott eldhús. Útsýni til Snæfellsjökuls. VALLARBRAUT 9: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð i fjölbýlishúsi (105,95 fm) með sérgeymslu í kjallara. Málað að utan 2004. SKOLABRAUT19: Neðri sérhæð í tvíbýlishúsi (75,6 fm). 1 herb. Endurnýjað járn á þaki. Lóð sameiginleg. Staðs. miðsvæðis. SKARÐSBRAUT1: 4ra herbergja ibúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi (113,1 fm) með sérgeymslu íkjallara. Endaibúð. Þvottahús í ibúð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.