Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Page 7

Skessuhorn - 06.04.2005, Page 7
agBaSifHQBRl ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 7 Hestavöruverslunin Knapinn í Borgamesi fagnar ársafinæli um næstu helgi: Viðtökur firamar björtustu vonum Gujffy og Elli í bestavöniversluninni Knapanum. Margir þekkja vel til hússins sem lengst af hýsti gömlu Essóstöðina í Borgamesi við Borgarbraut 59 þar sem Guðmundur Ingimundar og hans fólk réði ríkjum til áratuga. Frá því Hyman tók til starfa og bensín- sala og verslun lagðist af í húsinu hef- ur þar verið ýmis starfsemi til húsa; handverksfólk, Ferðaskriístofa Vest- urlands og tískubúð svo eitthvað sé nefint. Fyrir réttu ári síðan var opnuð í hluta hússins hestavöruverslunin Knapinn og verður haldið upp á af- mæhð nk. laugardag. I tilefhi þess heimsótti blaðamaður hjónin sem ráða ríkjum í Knapanum, þau Erlend Sigurðsson og Gunnffíði Harðar- dóttur, eða Ella og Guffý eins og þau sjálf kjósa að vera kölluð. Erum að leita að hentugum stað I Knapanum er selt flest það sem hestamenn vanhagar um bæði fýrir knapa og hest; þ.e. fatnaður, reiðtygi, hnakkar, allt til jáminga, ffæðsluefhi fýrir hestamenn og margt fleira. Það fer ekki mikið fýrir þessari verslun við aðalgötuna í Borgarnesi, en þegar inn er komið er haganlega fýrir komið öllu sem flokka má undir búnað hestamannsins. „Viðtökur fólks hafa verið ffamar öllum okkar björtustu vonum og það er enn stöðug aukn- ing,“ segir Gufíý, þegar hún er spurð þeirrar gegnu spurningar hvernig gangi í rekstrinum. „Við byrjuðum smátt en í dag má segja að starfsemin hafi sprengt utan af sér húsnæðið og rekstramiðurstaðan reyndist jákvæð fýrsta árið. Talandi um húsnæðið þá geri ég ráð fýrir að við þurfum innan margra mánaða að leita okkur að nýj- um stað fýrir verslunina þar sem á- form em uppi um að byggja nokkurra hæða hús hér á lóðinni. A neðstu hæð í þeirri byggingu verður verslunar- miðstöð en við gerum ekki ráð fýrir að það henti okkar starfsemi að vera í slíkri miðstöð þar sem við tökum t.d. á móti miklu magni af reiðtygjum og hnökkum til viðgerða og það sam- ræmist ekki annarri verslun að blanda hestalyktdnni saman við annað,“ segir Guffý. Hnakkar fyrir fatlaða Verkaskipting milli þeirra hjóna er skýr. Elli sinnir nýsmíði á hnökkum og reiðtygjum en Guffý versluninni; innkaupum og afgreiðslu. Þau búa í Galtarholti sem er skammt fýrir ofan Borgarnes og hefur Elh smíðaverk- stæði sitt þar. Aðspurður segist hann hafa starfað við söðlasmíði og reið- tygjaviðgerðir í mörg ár en byrjað á jámsmíði, t.d. á hófjámasmíði fýrir um aldarfjórðungi síðan. „Eg bjó lengi norður í Aðaldal og byrjaði á jámsmíðinni þar en áður en við flutt- um í Borgarfjörðinn bjuggum við í Keflavík í nokkur ár þar sem ég hafði verkstæði. Menn segja að margir leiti uppmna síns á nýjan leik ef þeir geti og gæti það vel átt við mig þar sem ég er fæddur og uppalinn á Urriðaá hér vestur á Mýrum,“ segir Elh. I smíðunum segir hann að mikið sé að gera og nái hann trauðla að upp- fýha aUar pantanir. Meðal annars hef- ur hann frá aldamótaárinu hannað og smíðað í mgatah hina þekktu Seif - hnakka en það eru sérsmíðaðir hnakkar fýrir fatlaða sem selst hafa vel hér innanlands og em nú einnig famir að seljast til útflutnings. Með tilkomu Seifs hnakksins varð það í fýrsta skipti mögulegt fýrir fatlaða einstaklinga að njóta hesta- mennskunnar og þeirrar hollu úti- vem sem henni fýlgir. „Eg er líka að smíða Adam hnakkana en í smíði þeirra hef ég engan veginn undan,“ bætir Elh við. Mikið af reiðtygjum berst Knapan- um til viðgerðar norðan úr landi, frá Keflavík og úr héraðinu. „Við erum í ágætu samstarfi við Brynjólf bónda í Hlöðutúni sem hefúr undafarið tekið að sér þessar viðgerðir. Við tökum við þessu til viðgerðar og komum reið- tygjunum til hans og afhendum eig- endunum síðan aftur eftír að Binni hefúr farið fimum höndum um bún- aðinn. Með þessu móti erum við að veita mjög breiða þjónustu sem hestamönnum líkar vel.“ Flytja sjálf inn og sækja vörur Eins og áður segir er það Guffý sem ræður ríkjum innandyra í versl- uninni. Aðspurð um hvort hesta- menn í Borgarfirði séu þeirra stærstu viðskiptavinir svarar hún því til að þeir séu góður hluti en aukningin komi þó mikið annarsstaðar frá. „Eg er í vaxandi mæh að fá viðskipti firá Akranesi, af höfuðborgarsvæðinu og hér vestur og norður um. Fólk er að frétta af því að verðlagningin hjá okk- ur sé hófleg og úrvalið gott en lykill- inn að góðu verði er sá að við flytjum t.a.m. mikið inn sjálf af fatnaði og öðru og því getum við haff margt ó- dýrara en samkeppnisaðilar okkar fýrir sunnan, sérstaklega þeir sem þurfa að treysta alfarið á milliliðina. Til að halda t.d. verði á skeifum niðri þá förum við sjálf austur á Hellu og sækjum þær og því bætist enginn milliliða- og lítill flutningskosmaður ofan á verðið. Svo er að sjálfsögðu þetta gamla og góða ráð að þjóna vel viðskiptavininum, panta strax það sem beðið er um og ekki er til og halda verðinu innan skynsamlegra marka,“ segir Guffý. Eins og áður segir var verslunin fýrst opnuð 10. apríl á hðnu ári. í til- efúi afmælisins verður opið lengur en venjulega nk. laugardag, 9. apríl. Boð- ið verður upp á kaffi og góðgæti, teymt vmdir bömum úti og haldið upp á afrnæhð með ýmsum hætti. MM Ágæti hluthafi! Aðalfundur Fiskmarkaðs íslands hf. verður haldinn 8. apríl 2005 kl. 20.00 í þingsal nr. 8 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga stjórnar um að félaginu verði heimilað að kaupa eigin hluti sbr. 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál löglega upp borin. Sljórn Fiskmarkaðs íslands hf. i Fiskmarkaður Íslands hf. KJOLUR Stéttarfélag starfsmarma í almannaþjónustu Stiórnarkiör Óskað er eftir tillögum félagsmanna um stjómarmenn til kjörs stjómar næstu þrjú árin og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að tillögu um hvem stjómarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast kjörstjórn félagsins fyrir 31. mars. Þeim skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um, einnig skriflegt samþykki þeirra sem um er að ræða, að öðmm kosti telst tillagan um hann ógild. Tillögur trúnaðarráðs er að finna á heimsasíðu félagsins www.kjolur.is. Á aðalfundi KJALAR16. apríl kl. 15:00 á Hótel KEA verður stjórnarkjöri lýst. WWW . KJOLUR . IS r Akraneskaupstaður Vinnuskóli Akraness Sumarstörf 1 Akraneskaupstaður óskar eftir starfsmönnum í eftirfarandi störf í sumar. Um er að ræða tímabilið frá 20. maí til 20. ágúst. Störf leiðbeinanda (flokksstjóra) viðVinnuskóIaAkraness Starf traktorsmanns viðVinnuskóIa Akraness Óskað er eftir að umsœkjendur séu 20 dra og eldri. Öllum umsóknum verður svarað sem fyrst eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í Arnardal, Kirkjubraut 48 og á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16-18 og þar skal umsóknum skilað. Jafnframt er hægt að sækja um á heimasíðu Akraneskaupstaðar akranes@akranes.is Umsóknarfrestur er til föstudags 8.apríl Allar nánari upplýsingar veitir Einar Skúlason í Arnardal, sími 431 2785 Tómstunda og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar MÁ L l/MGA RDA GA R afsláttur af hágæða islenskri innimalningu Slippfélagi LITALAN

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.