Skessuhorn - 06.04.2005, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005
PY W W ' Sm “ * “ f úm
|«f|; > sL |rT 'Wffi
íi'
Hamrahlíðarkórinn
syngnr á Vesturlandi
Kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð verður í tónleikaferð í Borgar-
firði og á Snæfellsnesi dagana 9.-
11. apríl nk. Kórinn heldur al-
menna tónleika í Reykholtskirkju í
Borgarfirði laugardaginn 9. apríl
kl. 15. Sunnudaginn 10. apríl
syngur kórinn við messu í Olafs-
víkurkirkju og flytur söngdagskrá í
kirkjunni kl. 13.30 en messan hefst
að venju kl. 14. A sunnudagskvöld
heldur kórinn tónleika í Stykkis-
hólmskirkju kl. 20. Tónleikarnir í
Stykkishólmskirkju eru tileinkaðir
heiðursborgara Stykkishólms,
Arna Helgasyni menningarfröm-
uði, sem hefur unnið að uppeldis-
málum allt sitt líf.
Mánudaginn 11. apríl heldur
kórinn síðan þrenna skólatónleika,
fyrir Grunnskólann í Stykkis-
hólmi, Grunnskólann í Olafsvík og
Fjölbrautaskóla Snæfellinga og
Grunnskólann í Grundarfirði.
Kórinn gistir í hinum nýja Fjöl-
brautaskóla í Grundarfirði.
A efnisskrá kórsins í þessari ferð
eru íslensk og erlend verk m.a. eft-
ir J.S.Bach, Vaughan Williams,
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Hafliða Hallgríms-
son, Gunnar Reyni Sveinsson og
Jórunni Viðar auk þjóðlaga frá
ýmsum löndum. I nokkrum verk-
anna leika kórfélagar með á hljóð-
færi.
A þessari vorönn er Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
skipaður 75 nemendum á aldrin-
um 16-20 ára. Stjórnandi kórsins
er Þorgerður Ingólfsdóttir, stofh-
andi hans og upphafsmaður kór-
starfsins í Hamrahlíð, en hún
stjórnar einnig Hamrahlíðarkórn-
um (sem er skipaður eldri nem-
endum). Rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð, Lárus H.
Bjarnason, er fararstjóri í ferðinni.
Aðgangur á tónleika kórsins er
ókeypis og öllum heimill.
MM
Sögutengd feröaþjómista er aðalsmerki þeirrar starfsemi sem fram fer á Eiríksstööum í
Haukadal. Myndin erfrá Leifshátíð íjúlí áriö 2003.
Vesdenskir fom-
kappar á
Næstkomandi föstudag verður
haldið málþing í Reykjanesbæ um
sögutengda ferðaþjónustu. Meðal
þeirra verkefha sem kynnt verða á
námskeiðinu eru þrjú frá Vestur-
landi. Fyrst skal telja Eiríksstaði í
Haukadal, bæ Eiríks Rauða og fæð-
ingarstað Leifs Heppna en það er
komið hvað best á legg af sögu-
tengdum verkefhum í ferðaþjón-
ustu á Vesturlandi. Þá verða kynnt-
málþingi
ar hugmyndir um Landnámssemr í
Borgarnesi og Sögumiðstöð og
sagnamennska í Grundarfirði.
Einnig verða kynnt nokkur önnur
íslensk verkefhi af svipuðum toga.
Málþingið er haldið í samvinnu
Reykjanesbæjar og Evrópuverkefn-
isins Destination Viking Sagalands.
Málþingið hefst kl. 15.00 á föstu-
dag í Duus húsum og er aðgangur
ókeypis. GE
Fúsakvöld í
Logalandi
Næstkomandi laugardag, 9. apríl
klukkan 17, verður haldið í Loga-
landi í Reykholtsdal svokallað
Fúsakvöld. Um er að ræða söng-
skemmtun sem helguð er minn-
ingu Sigfúsar Halldórssonar, tón-
skálds og listamanns, en hann hefði
orðið 85 ára á þessu ári. A skemmt-
uninni verður í máli, tónum og
myndum sagt ffá lífi og starfi hsta-
mannsins sem samdi margar af ást-
sælustu söngperlum Islendinga.
Gunnlaugur sonur Sigfúsar er
kennari í Borgarnesi og mtm hann
segja frá lífi og starfi föður síns,
m.a. frá tilurð einstakra laga sem
flutt verða á samkomunni. A sam-
komunni flytja lög Sigfúsar ein-
söngvaramir Ingþór Friðriksson úr
Borgarnesi, Unnur Sigurðardóttir
frá Stóra Kálfalæk, Asdís Haralds-
dóttir frá Alftanesi, Snorri Hjálm-
arsson ffá Syðstu Fossum, Gísli
Þorsteinsson frá Hvassafelli og
Dagný Sigurðardóttir ffá Skelja-
brekku. Þá mtm nýstofnaður kvar-
tett, Silfurrefirnir syngja nokkur
lög. Til gamans má geta þess að fé-
lagar í kvartettinum voru valdir
m.t.t. háralits, en þeir em Gísli
Þorsteinsson, Ingþór Friðriksson,
Sigurgeir Gíslason og Jenni R.
Olason. Kór Borgarneskirkju syng-
ur á tónleikunum en undirleik ann-
ast Guðjón Pálsson á píanó og
harmónikku, Sigurgeir Gíslason á
harmónikku og Steinunn Arna-
dóttir á píanó, en hún er jafhframt
stjómandi kórs Borgarneskirkju og
afmælisbam dagsins.
Að loknum tónleikunum verður
boðið upp á létta hressingu þar sem
gestir geta skoðað sýningu á mál-
verkum Sigfúsar sem komið verður
upp af þessu tilefhi, en Sigfús var
afkastamikill málari og vom mörg
verka hans unnin í Borgarfirði.
Allir era velkomnir á Fúsakvöld,
aðgangseyrir verður krónur 1500.
MM
Vesturlandsmeyjar í vfldng
Kvennahljómsveitin Brúðar-
bandið hefur farið stóram síðan
hljómsveitin var stofhuð fýrir rétt
rúmi ári síðan, en meirihluti hljóm-
sveitarmeðlima kemur ffá Akranesi
og Borgarnesi. Ohætt er að segja að
þær stöllur hafi verið ótrúlega at-
orkusamar og iðnar ffá því hljóm-
sveitin var stofhuð fyrir rétt rúmu
ári síðan því á fyrsta hálfa árinu
lærðu þær á hljóðfærin, sömdu 12
lög og gáfu út breiðskífúna Meira!,
sem hlaut ffábærar viðtökur í fýrra.
Hljómsveitin hefur vakið nokkra
athygli fýrir það að meðlimir henn-
ar klæðast ævinlega brúðarkjólum á
tónleikum.
I janúar síðastliðnum fór Brúðar-
bandið í tónleikaferð til Bandaríkj-
anna og spiluðu þær meðal annars í
Ashewille, Nashville og Savannah.
Skemmst er ffá því að segja að upp-
selt var á nánast alla tónleikana. Þá
er sveitin einnig á leið í tónleika-
ferð til Svíþjóðar seinna í mánuðin-
tun þar sem þær troða upp með
japönsku sveitinni OOIOO. Af
fleiri verkefhum ffamundan nefnir
Sigríður Árnadóttir, Skagamaður
og gítarleikari, tónleika á hinni
Sigga tekur hér gítarsóló.
margrómuðu tónlistarhátíð sem ár-
lega er haldin á Hróarskeldu, en
þar spila þær þann 29. júní næst-
komandi og einnig er stefnan tekin
á Holland, Rotterdam nánar tiltek-
ið, með haustinu. Þegar Sigríður er
spurð út í heimatónleika, segir hún
þá vera á döfinni, því verið er að
vinna í því að finna tónleikum á
Akranesi stað og stund. ALS
Brúðarhandiö á Airwaves