Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 2005
úikú'áaunuwj
Mikil aðsókn
íFVA
Um 650 nemendur sóttu um
skólavist í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands fyrir haustönn 2005 en
aðeins 594 komust inn. Þeir sem
útaf standa fá staðfestingu um
skólavist, eða synjun, í byrjun á-
gúst. I haust á að hefja kennslu á
tveimur nýjum námsbrautum
við skólaim, annars vegar félags-
liða- og tómstundabraut og
hinsvegar tölvubraut. Samhliða
þessari breytingu var gamla
uppeldisbrautin lögð niður. 6
einstaklingar sóttu um nám á fé-
lagsliða- og tómsmndabraut en
aðeins 2 á tölvubraut. Þessar
nýju brautir eru bemr skil-
greindar í nýrri útgáfú skóla-
námsskrár sem inniheldur
einnig skilgreiningar á kjörsvið-
um á bóknámsbrautum. Athygl-
isvert er að mikil aukning er í
umsóknum á náttúrufræðibraut
en 34 nýnemar sótm imi nám á
henni. Alls sótm 141 einstak-
Ungur sem lauk 10. bekk í vor
um skólavist.
ÞGB
Til minnis
Þaö verbur líf og fjör á mörgum
stöðum á Vesturlandi næstu helgi.
Þó er vert ab minna sérstaklega á
bæjarhátíb Akraness, írska daga,
sem haldin er nú í sjötta skipti. Bú-
ist er vib meiri fjölda nú en nokkum
tímann fyrr enda er dagskráin ein-
staklega fjölbreytt og má til dæmis
nefna ball meb Pöpum, keppni um
raubhærbasta íslendinginn og
heimsókn íra. Dalamenn gera sér
einnig glaban dag um helgina og
halda Leifshátíb á Eiriksstöbum í
Haukadal. Geta gestir og gangandi
virt fyrir sér víkingaþorp, hlustab á
þjóbsögur og margt fleira.
IujuJ Veðnrhorfw
Næstu daga mun ab sönnu skiptast
á skin og skúrir og er spáb björtu
veðri og rigningu til skiptis næstu
daga. Þab verbur áfram subaustlæg
átt og hægvibri. Á fimmtudag má
búast vib rigningu, heíbskfru á
föstudag, vætu aftur á laugardag
en svo á ab birta til á sunnudag.
Þab verbur fremur svalt í vebri eba
um 10 stig yfir daginn.
Spiirnin^ viNnnar
Spurning síbustu viku vakti forvitni
margra gesta Skessuhomsvefsins og
var á fjórba hundrab manns sem
svarabi. Spurtvar: „Hvab langarþíg
mest til ab verba?" Flestum langabi
til ab verba hamingjusamir í fram-
tíbinni, tæpum 20% svarenda
fannst aubæfi eftirsóknarverbasta
takmarkib en stórum hópi fannst
þau ekki þurfa ab breyta neinu. Þau
svör sem eftir komu voru í réttri röb:
ríkur, ástfanginn, ósýnilegur, og aft-
ur barn. Vestlendingar virbast vera
einkar hógværir því abeins um einu
prósenti langabi til ab baba sig í
svibsljósinu og njóta frægbar.
í næstu viku spyrjum vib:
„Ertu fylgjandi aukinni
löggœslu á þjóövegum
landsins í sumar"
Svaraöu skýrt og skorinort
og án allra undanbragöa
á fréttavefnum:
www.skessuhorn.is
VestlendirujMr
viKiAnnar
Vib útnefnum Bjarna Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Fjórbungsmótsins á
Kaldármelum, sem Vestlending vik-
unnar ab þessu sinni. Bjarni skipu-
lagbi skemmtilega og hnökralausa
stórhátib vestlenskra hestamanna.
Harðorðar ásakanir á hendur náttúrufræðingum:
Guðjón Gunnarsson segir lágflug
yfir amarvarpi stefiia því í voða
Guðjón D Gunnarsson á Reyk-
hólum hefúr sent harðort bréf til
allra bæjar- og sveitarstjórna sveit-
arfélaga sem land eiga að Breiða-
firði. I bréfinu vekur hann athygli
á því sem hann kallar ofsóknir á
hendur æðarbændum. Bréfið er
svohljóðandi: „Fyrir fáum árum
varð Jón Sveinsson á Miðhúsum
fyrir árásum „náttúrufræðinga“.
Hann var þeirra ofjarl. Nú er Haf-
steinn Guðmundsson í Flatey tek-
inn fyrir. Aðferð hýena, þegar fella
á sterk dýr, er að veiða margar
saman og einangra fórnarlambið
frá hjörðinni. Eigum við að bíða
og horfa á meðan félagar okkar eru
ofsóttir. Hvenær verður hlunn-
indabændum alfarið meinað að
setja upp hræður og fara um varp-
lönd. Þeir, sem hafa verið í
þangslætti, vita að örninn hræðist
ekki umferð. Lokað er á mikilvæga
auðlind, með banni við að sýna
ferðamönnum arnarvarp. Einu á-
rásirnar á arnarvarp undanfarin ár
er lágflug „náttúrufræðinga". Lág-
flug er glæpur gagnvart öllu líffíki.
Eg skora á ykkur: Friðum Breiða-
fjörð fyrir náttúrulausum náttúru-
fræðingum."
Guðjón er ekki æðarbóndi sjálf-
ur og hefur því ekki beinna hags-
muna að gæta nema fyrir hönd
samfélagsins og vina sinna eins og
hann kemst að orði. „Eg veit að
þær aðferðir náttúrufræðinga að
fylgjast með arnarvarpinu úr lág-
flugi hafa ekki aðeins skaðað æðar-
varpið heldur einnig arnarvarpið
sem þessir náttúrfræðingar telja
sig vera að vernda. Fyrir nokkrum
árum eyðilögðu þeir arnarhreiður
með þessu hátterni. Orninn þolir
návígi við mannskepnuna en ég
veit ekki um neina skepnu sem
getur vanist hávaðanum af flugvél-
um,“ segir Guðjón.
Rakalausar ásakanir
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son hjá Náttúrfræðistofnun segir
ásakanir Guðjóns ekki eiga við
nein rök að styðjast. „Eg þekki
þetta mál mjög vel þar sem ég hef
komið að effirliti með arnarvarpi í
20 ár. Það er búið að stunda eftir-
lit með náttúrunni úr lofti nánast
frá því flugvélar voru fundnar upp.
Það er því komin geysileg reynsla
af þessum vinnubrögðum en allan
þennan tíma hefur engin rökstudd
vitneskja komið fram um að þetta
valdi tjóni. Hávaðinn er vissulega
mikill en hann varir aðeins í ör-
skotsstund í hvert sinn og nær yfir
mjög lítið svæði. Auk þess fara
menn að sjálfsögðu eins varlega og
þeim er unnt.“
Kristinn Haukur segir engar
sannanir fyrir því að lágflug í þágu
náttúrufræðirannsókna hafi valdið
tjóni á æðarvarpi né arnarvarpi.
„Það eina sem komið hefur fram
eru fullyrðingar örfárra aðila sem
orðnar eru að einhvers konar þrá-
hyggju.“
GE
ísmynd opnar í Borgamesi
Fyrir tæpum tveimur vikum var
opnuð í Borgarnesi verslunin ís-
mynd. Þar er hægt að kaupa sér ís,
leigja myndbönd eða fá sér léttar
veitingar. Einnig er í boði að kaupa
sér heitan mat í hádeginu og eru
þegar margir sem notfæra sér Jjað,
að sögn verslunarstjóranna. I Is-
mynd er einnig lítdl verslvm sem
selur matvöru og helstu nauðsynjar.
Verslunarstjórarnir Ingibjörg og
Brynja, sem hér sjást, segjast hafa
haff nóg að gera síðan verslunin var
opnuð enda mikil umferð um
Borgarnes. Ismynd, sem er í sama
húsnæði og Bónus, er opin til
klukkan 23:30 á virkum dögum og
00:30 um helgar. GG
Víkingar úr Hringhoma á Akranesi hafa undanfama daga æft bogfimi og verSur keppt i henni á Leifshátíð.
Gestkvæmt á Eiríksstöðum
Á Eiríksstöðum í Haukadal hefur
verið mikið um að vera það sem af
er sumri. I júní komu hjón, „víking-
ar“ frá Þýskalandi í heimsókn og
gistu í Eiríksstaðabænum í fimm
nætur. Gafst gestum þessa daga
kostur á að líta þeirra vinnu, hand-
verk, matargerð o.fl. Þá hefúr verið
sett upp um 50 fermetra víkinga-
tjald þar sem selt er kaffi og hand-
verk. Þessa dagana er í heimsókn
víkmgur sem kemur frá Avalsnesi í
Noregi og hefur hann sett upp vík-
ingatjald sem er endurgerð tjalds
sem fannst. í Gokstadskipinu, með
öllu tilheyrandi og verður hann
fram yfir Leifshátdðina sem haldin
er dagana 8.-10.júlí. Þá helgi er von
á handverksfólki, frá Grænlandi,
dönsurum frá Færeyjum og víking-
um bæði innlendum sem erlendum
Andy og Þorbjörg „storytellers“ við tjaldið góða og hjá stenduryrðlingurinn góði; Hnoðri.
sem ætla m.a. að etja kappi í bog-
fimi.
Nýjasti íbúinn á Eiríksstöðum er
hinsvegar lídll yrðlingur sem feng-
ið hefur nafnið Hnoðri. Hann vek-
ur mikla athygli og þegar blaða-
menn frá New York Times komu sl.
viku að mynda á staðnum urðu þeir
svo heillaði af rebba litla að þeir
fylgdu honum effir hálfan dag til að
ná góðum myndum.
SJók
Yfir 53%
aflaaukning
GRUNDARFJÖRÐUR: í
Grundarfjarðarhöfn var slegið
enn eitt aflametið í júní þegar
landað var 1402 tonnum. Á sama
tíma í fyrra var landað 1099
tonnum í sama mánuði, 538
tonnum í júní 2003 og 1280
tonnum í júní 2002.
Fyrstu sex mánuði ársins hefúr
verið landað tæpum 12.954
tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á
sama tíma í fyrra höfðu rúm
8.437 tonn borist á land. Aukn-
ingin milli ára (á sama tímabih)
er því 53,5%. Allt árið 2004 bár-
ust 15.028 tonn á land í Grund-
arfjarðarhöfn, þannig að eftir
fyrsm sex mánuði þessa árs er
höfnin komin með rúm 86% af
lönduðum heildarafla síðasta árs.
-mm
Gámaþjónusta
Akraness seld
AKRANES: Fyrir helgina var
gert samkomulag um sölu
Gámaþjónustu Akraness ehf. til
Gámaþjónustunnar hf. í Reykja-
vík. Valdimar Bjömsson og
Selma Bjömsdóttir, Akranesi,
vora eigendur fyrirtækisins og er
kaupverð trúnaðarmál aðila
málsins. Þau hjón hafa rekið fyr-
irtækið í 16 ár nú í maí og að
sögn Valdimars ákváðu þau að
selja þegar þetta tækifæri gafst.
Ekki er það ætlun þeirra hjóna að
setjast í helgan stein við þetta
tækifæri. Hinsvegar er ætlunin að
taka nú gott áhyggjulaust suinar-
ffí og velta vöngutn yfir hvert
skuli stefna í næsm skrefum þar á
eftir. -óg
Allir sluppu með
skrekkinn
BORGARFJÖRÐUR: Síðast-
hðið laugardagskvöld varð aftan-
ákeyrsla á mótum Vesturlands-
vegar og Hvalfjarðarvegar sunn-
an Laxár. Fremri bíllinn valt við
aftanákeyrsluna en þrennt var í
þeim bíl og sluppu allir með
skrámur. Ákeyrslan varð með
þeim hætti að bílamir vora báðir
á leið norður og þegar ökumaður
fremri biffeiðarinnar hægði ferð-
ina og beygði, náði ökumaður
aftari bifreiðarinnar ekki að
draga nægjanlega úr ferð og
lendir því aftan á hinni. Affari
biffeiðin var með tjaldvagn í
drætti. Á sunnudagskvöld lenm
útlendingar á bflaleigubfl útáf á
malarvegi við Fróðastaði í Hvít-
ársíðu og valt bifreiðin nokkrar
veltur. Sluppu ferðamennimir
með minniháttar meiðsli. Þá
varð aftanákeyrsla á Vesturlands-
vegi við Glanna í Norðurárdal
mánudagixm 4. júh en ekki urðu
slys á fólki.
Boðið út þrátt
fyrir kæru
BORGARNES: Borgarbyggð
hefur auglýst útboð á lóðum í
gamla miðbænum í Borgamesi,
þ.e. á svokölluðu Rauðatorgi við
Brákarsund. Útboðinu hafði
áður verið frestað þar sem
deiliskipulag vegna svæðisins
hefúr verið kært. Að sögn Páls
Brynjarssonar, bæjarstjóra var
tekin ákvörðun um að óska eftir
tilboðum í lóðimar þrátt fyrir að
deiliskipulagið væri til meðferðar
hjá kærunefnd útboðsmála enda
búist við að því ferli ljúki áður en
lóðimar koma til úthlutunar. -ge