Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 2005 ..mim... Taktu þátt í Lukkuleik * Irskra daga Frábært úrval af: Undirfötum náttfötum snyrtivörum skartgripum 30 % afsláttur af völdum vörum á írskum dögum GÖTU 147 * AKRANESI 131 1753 & 861 1599 Opin gata á Víðignmd 8.júlí Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi verður fímmtugur þann 9. júlí n.k. Vinir og velunnarar eru velkomnir | í Víðigrundina fostudaginn 8. júlí írá kl. 17:00 - 19:00, I en þar verður með dyggri aðstoð nágranna í götunni i slegið á létta strengi í tilefni dagsins. Klœðaburður verði með hliðsjón af veðurlagL \__________Gísli Gíslason_________y Oroú| roup Glöggar systur kynna: Samsýninguna „Tengsl“, 8. - 17.júlí 2005. Sýningin verður haldin í stofunni í Bakkatúni 20, Akranesi, milli Bióhallarinnar og Slippsins. Opið: kl 13-18. Til sýnis og sölu verða leirmunir, dúkar, veski og vatnslitamyndir. Sýnendur eru frænkumar: Ólöf Björk Oddsdóttir leirkerasmiður, Unnur G. Kristjánsdóttir fatahönnuður, Margrét O. Leópoldsdóttir textíllistakona og Jóhanna Leópoldsdóttir ástríðumálari. Allir velkomnir og heitt á j könnunni. \ Sjá nánar s www.leopold.is/gloggarsystur Beðið eftir aurum í endurbætur á heilsugæslunni Enn hyllir ekki undir að hægt verði að ráðast í endurbætur á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi þrátt fyrir að þær séu orðnar veru- lega aðkallandi. „Við vitum ekki hvenær verður hægt að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar. Það er hinsvegar beðið eftir grænu ljósi til að hefja byggingu bílskúrs fyrir sjúkrabifreiðar en það vantar aðeins staðfestingu ffá samstarfsnefind um framkvæmdir á vegum ríkisins," segir Guðrún Kristjánsdóttir, ffam- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar í Borgamesi. Hún segir hins- vegar að það þurfi að lagfæra hús- næði stöðvarinnar fyrir um 60 milljónir króna. Meðal annars þarf að bæta aðgengi fyrir fatlaða, skipta um glugga og gera gagngerar end- urbætur innan dyra. „Eg hef sótt um fjárveitingu síðan ég byrjaði Heilsugœslustöðin í Borgamesi. hérna árið 2000 og röðin hlýtur að koma að okkur einhvemtíman í ná- inni framtíð. Það er skilningur fyr- ir hendi hjá heilbrigðisráðuneytinu en peningarnir hafa ekki verið til staðar. Kannski era líka aðrir ver staddir en við en engu að síður fer þetta að verða aðkallandi,“ segir Guðrún. GE Mikill viðbúnaður lögreglu á Snæfellsnesi Mikill viðbúnaður var á vegum lögreglunnar á Snæfellsnesi fyrir síðustu helgi enda tvær stórar sam- komur á svæðinu; Færeyskir dagar í Olafsvík og Fjórðungsmót hesta- manna á Kaldármelum. Meðal annars var bragðið á það ráð að setja upp eftirlitsstöð í Lyng- brekku við Snæfellsnesveg og var það gert í samvinnu við lögregluna í Borgarnesi, ríkislögreglustjóra og tollgæsluna í Keflavík sem lagði til fíkniefnahund. Þrjú fíknefnamál komu upp við eftirlit í Lyngbrekku og vora þau nokkuð stór á mæli- kvarða Snæfellsneslögreglunnar. Hald var lagt á 19 e-tölfur, 10 grömm af amfetamíni og sex grömm af kannabisefnum. Að sögn lögreglu var hægt að ganga frá þessum málum á vettvangi og era þau öll upplýst. I Olafsvík var tilkynnt um kyn- ferðisbrot á tjaldsvæðinu en að sögn lögreglu hefur ekki verið lögð fram kæra vegna þess. Þá var ölvun umtalsverð þar um helgina og mikið magn áfengis tekið af unglingum sem ekki höfðu aldur til að hafa slíkt um hönd. Að öðra leyti fóru hátíðahöldin þar vel fram að sögn lögreglu en veðrið setti strik í reikninginn og höfðu lögreglumenn og björgunarsveitir í nógu að snúast við að aðstoða hrakta útilegumenn á föstudags- kvöldið. A Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum var brotist inn í sölutjald á laugardagskvöldið en að öðra leyti þurftí lögregla ekki að hafa afskipti af gestum þar. Allt tiltækt lögreglulið á Snæ- fellsnesi var á vakt um helgina og auk þess vora fengnir til aðstoðar lögregluþjónar frá Akranesi og Borgarnesi. GE Leitin að íslenska draumaprínsinum Þáttasljámandinn í Bachelors þáttum Skjás eins verðurjón Ingi Hjálmarsson. Nú getur einhleypt fólk sett sig í stellingar og látíð sig hlakka til því sjónvarpsstöðin Skjár einn og Sagafilm hafa byrjað leit að 25 kon- um og einum eftírsóttum pipar- sveini tíl að taka þátt í sjónvarps- þættinum „Islenska Bachelornum," sem fer í loftið í haust. Leit að á- hugasömum einstaklingum til að taka þátt í þættínum berst á Akra- nes um næstu helgi. Að sögn Sjafnar Olafsdóttur hjá Skjá einum er hér um að ræða fyrsta alvöra raunveraleikaþáttinn á Islandi þar sem 25 stúlkur verða leiddar fyrir draumaprinsinn í von um að standa uppi sem sú eina rétta. „Við munum ekkert til spara til að gera upplifunina ævintýralega og skemmtílega og þáttínn eins glæsilegan og kostur er. Hér er því komið ffábært tækifæri fyrir ungt fólk til að lifa hinu ljúfa lífi og njóta lífsins á sama tíma og það freistar gæfunnar og leitar að ást og ham- ingju. Hví ekki að láta á það reyna?“ spyr Sjöfn. Hún segir að allir sem era einhleypir og á aldrin- um 21 til 3 5 ára geti nú sótt um að taka þátt í stórkostlegu ævintýri sem gæti endað með ást og róman- tík, bónorði og demantshring! Ahugasömum er bent á að hægt er að skrá sig á heimasíðu Skjá eins; www.sl.is eða sækja skráningar- eyðublöð í Símabúðimar. I kjölfar- ið tekur Sagafilm viðtal við þátttak- endtir sem á endanum sker úr um hvaða 25 úrvalsstúlkur og stál- heppni herramaður verða fyrir val- inu. Aðstandendur þáttarins verða á Akranesi nk. laugardag, 9. júlí og verða í Sjálfsstæðissalnum, 3. hæð við Stillholt 16-18 klukkan 13:00. Hvetja þeir áhugasama einstaklinga til að skrá sig og kíkja við í viðtöl. MM LATTU 0KKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.