Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005
IH..J ■ I
*■
t
i
Starfsmannafélag gerir
sér glaðan dag
Fjölskyldudagur
Starfsmannafélags
Norðuráls var haldinn
laugardaginn 2. júlí.
Dagskráin hófst með
því að farið var á
sjóstöng með bátnum
Andreu en ekki var
sérlega gott í sjóinn og
voru því sumir mjög
ánægðir þegar komið
var á fast land á nýjan
leik. Bíósýning var svo
Synt ejtir
óskasteinum
Að venju varfarið í Jónsmessugöngu á Klakk í Grundarfirði á Jónsmessukvöld ogþetta
árið voru það sautján göngugarpar sem freistuðu þess að sjá óskasteina fljóta upp úr
Klakkstjöminni. Tveir garpanna gátu ekki beðið og stungu sér til sunds en ekkifer sög-
um afþví hvort þeir náðu í óskasteina.
Rauð spjöld
álofti
fýrir bömin í Bíóhöllinni á Akra-
nesi. Eftir bíó var haldið í skóg-
ræktina þar sem hægt var að fara í
leiktæki og bregða sér á hestbak.
Héraðsmót HSH í sundi var
haldið í Stykkishólmi fyrir
skemmstu. Sundgarpar af Snæ-
fellsnesi létu það ekki á sig fá
þótt þungskýjað hafi verið á með-
an á mótinu stóð og ekki er vitað
til að neinn hafi villst í þokunni á
leiðinni yfir laugina.
Um fjörtuíu keppendur tóku
þátt í mótinu í ár en það voru
Að sjálfsögðu var svo grillað ofan í
mannskapinn í lokin. Skemmtileg-
ur dagur sem allmargir tóku þátt í.
MM/ Ljósm. Eiríkur Kristófersson.
heimamenn í Snæfelli sem urðu
héraðsmeistarar með 61 stig.
Víkingur/Reynir varð í öðru sæti
með 49 stig en UMFG í því þriðja
með 29 stig.
Inga Magný Jónsdóttir úr
UMFG stóð sig best í kvenna-
flokki en Fadel A. Fadel Víking/-
Reyni vann besta afrekið í karla-
flokki. GE
Þriðjudaginn 28. júní áttust við
í Ólafsvík Víkingur og KA en
leiknum hafði áður verið frestað.
Leikurinn fór rólega af stað og
voru gestirnir meira með knött-
inn en þó án þess að skapa sér
nein veruleg færi. Víkingar beittu
skyndisóknum og í einni þeirra
átti Hermann skot sem að virtist
fara í hönd varnarmanns KA-
manna og áttu Ólsarar að fá víta-
spyrnu að mati „brekkunnar."
En KA-menn skoruðu fyrsta
markið á 37. mín. þegar að
Hreinn Hringsson skoraði með
bylmingsskoti eftir að boltinn
barst út úr vítateignum til hans í
kjölfar hornspyrnu. í kjölfarið
fengu Vlkingar tvö góð færi og í
öðru rétt náði markmaðurinn að
klóra í boltann og bjargað var á
línu. Á 65. mín. gerist umdeilt
atvik þegar leikmenn beggja liða
hættu í fótbolta í smá stund og
hófu leik í nýrri íþrótt alls
óskyldri, einhvers konar ýtingar
og stimpingar. í kjölfarið varð
ráðstefna sem að dómarinn og
hans aðstoðarmaður héldu og
niðurstaðan varð sú að Steven
var rekinn af velli. Óskiljanlegt.
Tveimur mínútum síðar skora
svo KA-menn öðru sinni. Rot-
höggið kom svo þremur mínút-
um eftir annað markið þegar að
U-21 landsliðsmaður þeirra
norðanmanna, Pálmi Rafn setti
þriðja markið. En þessu var ekki
alveg lokið, tíu mínútum fyrir
leikslok lét Helgi Reynir reka sig
útaf með óþarfa leikþætti sem
verður til þess að hann fær leik-
bann. Slæm úrslit og óþarflega
dýrkeyptur því auk spjalda Helga
og Stevens fengu þeir Hermann,
Bega og Tryggvi allir að líta gula
spjaldið.
þrumaði Atli Guðnason hjá Fjölni
himinhátt yfir og staðan því áfram
markalaus. Eftir þetta fengu liðin
nokkrar ágætar sóknir og hafði
undirritaður það á tilfinningunni
að eitt mark myndi skera úr um
úrslitin. Og viti menn, Slavisa
sem hafði spilað með Fjölni í fyrra
slapp inn fyrir og skoraði sigur-
markið á 84. mínútu. Frábært!
Bestir í jöfnu liði heimamanna
voru Slavisa sem sýndi góða bar-
áttu allan leikinn og svo greip Ein-
ar vel inn í að vanda. Góður sigur
og því hafa Víkingar hlotið 11 stig
og eru um miðja deild. Næst eiga
Víkingar 3 erfiða útileiki, fyrst
gegn Þór á Akureyri, þar á eftir
gegn HK og loks gegn KS á
Siglufirði.
FRF
Umf. Staf-
holtstungna
héraðs-
meistarí
Ungmennafélag Stafholtstungna
vann stigakeppni félaga á héraðs-
móti UMSB í frjálsum íþróttum
sem haldið var dagana 28. og 29.
júní. Hlaut félagið 261,5 stig og
varð þar með 23 stigum ofar en
Umf. íslendingur sem hafnaði í
öðru sæti með 238,5 stig eða
þremur meira en Umf. Reykdæla
sem endaði í þriðja sæti. Voru
keppendur á mótinu rúmlega 100
en hver keppandi keppti að með-
altali í rúmlega 4 greinum. Hægt
er að nálgast nánari úrslit og
sundurliðun í stigakeppni á
www.umsb.is
MM
Valdís Þóra
Í3.sæti
íslandsmót unglinga í holu-
keppni var haldið á Þorláksvelli í
Þorlákshöfn dagana 30. júní til 2.
júlí sd. Valdís Þóra Jónsdóttir úr
GL keppti í flokki 16-18 ára
stúlkna. Tapaði hún undanúrslita-
leiknum naumlega í bráðabana
en sigraði svo úrslitaleikinn um 3.
sætið örugglega.
Valdís erí landsúrvali stúikna 16-
18 ára og var með í æfingabúð-
um sem haidnar voru á vegum
Golfsambands íslands hér á
Akranesi dagana 3.-5 júlí.
MM
Skallar á
sigurbraut
Skallagrímur er í efsta sæti C rið-
ils í 3. deild karla í knattspyrnu
þegar keppni í riðlinum er hálfnuð.
Skallagrímur hefur unnið fimm
leiki en tapað einum. Síðasti leik-
urinn var á föstudagskvöld gegn
Neista á Hofsósi en leikurinn fór
fram nyrðra. Skallagrímur sigraði
með fjórum mörkum gegn engu.
Ljóst er að baráttan um sætin tvö
í úrslitakeppninni mun standa á
milli Skallagríms og ÍH sem bæði
eru með 15 stig og Hvatar á
Blönduósi sem er með 13 stig.
GE
Innan-
félagsmóta-
röðGL
Nú er tveimur mótum af fimm lok-
ið í íslandsbankamótaröðinni sem
haldin er á miðvikudögum hjá
Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.
Spiluð er 18 holu punktakeppni
með forgjöf í öllum mótunum og
eru veitt verðlaun fyrir 3 efstu
sætin. Einnig eru veitt verðlaun
fyrir besta skor án forgjafar.
Fyrsta mótið fór fram þann 22.
júní s.l. og í punktakeppninni var
Steinar Berg Sævarsson efstur
með 44 punkta en í höggleiknum
var það Jón Elís Pétursson sem
var bestur á 78 höggum. í öðru
mótinu, sem haldið var 29. júní sl.,
varð Guðjón Viðar Guðjónsson
bestur í punktakeppninni með 41
punkt en Stefán Orri Ólafsson var
á besta skori án forgjafar á 71
höggi eða einu undir pari vallar-
ins.
Nú þegar 2 mót eru búin er staða
efstu manna þannig að Steinar
Berg Sævarsson er efstur í sam-
lanlögðum punktum með alls 83
punkta. Daníel Viðarsson er
næstur honum með 78 punkta og
Ingi Fannar Eiríksson í þriðja sæti
með 71 punkta.
MM
1
Innanfélagsgolfmót GL fimmtudaginn 7. júlí.
Ræst út milli kl. 17-20
Keppnisgjald kr. 1.500 sem rennur óskipt
til unglingastarfs GL
Glæsileg verðlaun í boð Símans
Golfklúbburínn Leynir
Garöavöllur - Akranesi - Simi 431 2711
leynir@simne!.is - www.golf.is/gl
----.---——
Það voru fjölmargir áhorfendur
á leik Víkings og Fjölnis, líklega
u.þ.b. 500 manns enda stóð mik-
il til. Veðrið var sæmilegt en átti
eftir að versna til muna seinna um
nóttina eins og hefur komið fram
í fjölmiðlum. Nokkuð jafnræði var
með liðunum í fyrri hálfleik en þó
voru gestirnir meira með knöttinn
og sköpuðu sér fleiri færi en
heimamenn spiluðu knettinum á-
gætlega sín á milli. Einar sýndi til
að mynda í eitt sinn að hann er
kattliðugur og varði glæsilega úr
dauðafæri. Núll - núll í hálfleik en
strax á 50. mínútu fengu Fjölnis-
menn vítaspyrnu þegar sóknar-
maður féll í teignum eftir viðskipti
við Ejub. Vafasamur dómur og
líklega einu mistök góðs dómara í
þessum leik. En til allrar hamingju
Héraðsmót HSH í sundi
VVV: 1 j alitf r. 51 il n 1
§ SSÆJa* ( Snæfcff :|fs % sA 1 * ** -éJ ~ ..*?! j f. Pf. W í ÍÉ • & i Jt* % mn • : :> .'jan.. : ' 1 i ..
Sigurvegarar Snæfells sigurreifir í mótslok.
FRF
Heimasigur gegn
Fjölni á Færeyskum
dögum
i