Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 2005
§KlSSl]íli©í°$g
*
*
#
l/iuiAhe’tftié
Líkt og þegar folaldsfeður - fara upp á gráa meri
í tilefhi af nýaf-
stöðnu Fjórðungsmóti
hestamanna á Kaldár-
melum sem stendur
reyndar enn yfir þegar
þessar línur eru ritaðar
og einnig því að
Skessuhorn hefur nú
fest kaup á vefmiðlin-
um 847 sem er frábær ffétta- og upplýsinga-
miðill hestamanna, verður þessi þáttur að
mesm helgaður hestavísum og hestamanna-
mótum. A fjórðungsmóti á Faxaborg ein-
hvemtfman kringum 1970 orti Valdimar Sig-
urjónsson:
Þó alltaf hljótist einhver sorg
ástarsódinn bcetir.
A fjórbungsmóti á Faxaborg
fögur snótin mætir.
Sjaldan hefur skort fagrar konur á hesta-
mannamótum og dregur mig minni til þess að
kona ein var stödd á fjórðungsmóti á Faxa-
borg, þó líklega ekki því sama og Valdimar
kvað um, í síðum prjónakjól bráðfallegum.
Líklega hefur þó konan flýtt sér heldur mikið
við fráganginn því einhver hirðusamur náungi
náði í lausan enda í faldinum og byrjaði að
vinda sér hnykil þannig að kjóllinn styttist
enda stutta tískan þá í algleymingi og að end-
ingu var blessuð konan orðin íklædd bolero-
jakka einum ytri klæða, enda voru þeir einmitt
að komast í tísku um þær mundir. Já, það era
þægilegar flíkur þessir prjónakjólar, fljótlegt
að breyta þeim eftir tískunni.
Hvað um það, einhvemtíman kvað Dala Jói
staddur á Faxaborg:
Oft ég flakka œöi djarft,
yfir hlakka sprettum.
Hvítárbakkann hleypi ég hart
hófarakka léttum.
Stundum bar það við á hestamótum hér
áður fýrr að menn höfðu hestakaup og voru
sumir frægari fýrir þá iðju en aðrir. Erlingur
Jóhannesson kvað um Ingvar Magnússon sem
bjó á Hofsstöðum í Stafholtstungum og víðar:
Ingvar kannast allir viö,
oft viö staupiö snjallt hann syngur.
Heldri manna hefur siö
hestakaupasérfrœöingur.
TíÖum hann meö hesta sést,
hlaupaglanna úrvals merka,
ríöur manna mest og best,
margt hann kann til þeirra verka.
Ekki voru þó allir í hestakaupahugleiðing-
um og Dala Jói hafði þetta að segja um Brún
frá Bæ í Miðdölum:
Einn ég vaskan á hér hest,
ei sem braska nenni,
viö hann taska vel er fest,
víst er flaska íhenni.
Ekki voru það allt gæðagripir sem gengu
manna milli í hestakaupum. Um einn grip
sem ekki er ólíklegt að einhvemtíman hafi
verið höfð hestakaup á kvað Birgir Hart-
mannsson:
Ætíö skaltu iöka streö,
eöliö kalt ég nefni.
Þér er allt svo þvert um geö,
þú ert saltkjötsefni.
Ég held að Sveinn Sveinsson í Álftanesi sé
höfúndur að eftirfarandi stökum sem oft hafa
verið raulaðar bæði á hestamannamótum og
víðar:
Cleöi raskast vanta vín
verö því brask aö gera.
Ef aö taskan opnast mín
á þar flaska aö vera.
Er mín taskan opin senn
uppúr flaska dregin,
gleöi raska eg vil enn
öls í braskiö þeginn.
Á einhverju stórmótd hestamanna, líklega á
Skógarhólum 1962 var kveðið og er mér ekki
grunlaust að Böðvar Guðlaugsson sé höfúnd-
ur en ekki er ég viss:
Þunga bossa bera hross,
bjóöa kossa fýsur.
Renna ífossum yfir oss
ásta og hrossa vísur.
Það hefur lengi tíðkast á hestamannamót-
um og fleiri samkomum að menn gefi hver
öðrum örlítið bragð af vasagleri sínu. Ekld
veit ég hver eða hverjh ortu eftirfarandi en vel
má hugsa sér að einhver hafi rétt vini sínum
glervöru með heimilisiðnaði, því alltaf er
hollur heimafenginn baggi og sagt um leið:
Veit ég landinn göfgar geö
og gleöur andann rekka
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá
fýrir sér þann sem boðið var að hnusa af
drykkmnn og lítast ekki á:
En þetta hland sem þú ert meö
þaö má fjandinn drekka.
Auðvitað em þessi tildrög aðeins tilbúning-
ur minn en ef einhver kannaðist við tildrög og
höfúnd eða höfúnda þessarar vísu væri mér
þægð í að fá upplýsingar þar um.
Lengi var það siður manna og er kannske
enn á hestamannamótum að taka sér hest að
kvöldlagi og ríða eitthvað um nágrennið. Ein-
hvemtíman vom þeir að taka hesta sína á
Faxaborg, Júlíus í Hítarnesi ogjóhann Krist-
jánsson frá Bugðustöðum (Dala Jói) og segh
þá Júhus um leið og hann setur fótin í ístaðið:
Ætli viö förum ekki á bak
upp á gamla móöinn.
Jói svaraði um leið og hann vatt sér í hnakk-
inn:
Eftir svona andartak
œttu aö koma Ijóöin.
Það er oft deilt um það hvað sé góður hest-
ur en raunverulega er hver hestur góður sem
er eiganda sínum góður og ef eigandinn er á-
nægður skipth litlu hvað öðrum finnst. Ekki
veit ég hver er höfundur eftirfarandi vísu en
hann virðist hafa verið ánægðtn með sitt:
Cráni minn er gæöahross,
gammur á víxli og hoppi.
Meö fæturna hann fer í kross,
fallega kastar toppi.
Sá er orti eftdrfarandi virðist ekki hafa verið
eins ánægður með sinn færleik:
Gráni minn ergutlari,
góöur handa konum.
Ergilegur andskoti
er aö ríöa honum.
En það er nú bara hægt að líta fram hjá
göllunum:
Þessi bleiki beislaknör
best mér eykur kæti,
tekur brokkiö taumskakkör
og töltir á einum fœti.
Það er nú svo með veðrið og hrossaræktina
að hvort tveggja er óútreiknanlegt enda ber
ekki öllum saman um gæðin. Geir í Hlíð kvað
tun þessi tvö fýrirbrigði:
Ef ég fer aö yrkja um veöur,
ekki veit ég hvaö ég geri.
Líkt og þegar folaldsfeöur
fara upp á gráa meri.
Með jiökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refystöðum 320 Reykholt
S 435 1367 og 849 2715
dd@bvippinn.is
Borgarnes grillkjöt fæst í