Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 19
»KU3inubji
MIÐVIKUDAGUR 6 JULI 2005
19
Séríramleiðsla fyrir
Kárahnjúkavirkjun
Sementsverksmiðjan hf á Akra-
nesi hefur tekið að sér að fram-
leiða sérsement fyrir ákveðinn
verkþátt Kárahnjúkavirkjunar. Um
er að ræða sement sem notað er til
að þétta berg í grunni stíflunnar.
Eins og kunnugt er mun Kara-
hnjúkastífla við Hálslón verða ein
stærsta stífla í Evrópu, um 198
metra há og 730 metra löng.
Stíflan er byggð þvert yfir syðsta
hluta Haffahvammagljúfra vestan
í Fremri-Kárahnjúk og er hún
gerð úr grjóti og þjöppuðu malar-
efni, en á vatnshliðinni verður
steypt kápa sem meðal annars
tryggir þéttleika stíflunnar. Þar
sem stíflan leggst upp að berginu
eru gerðar kröfur til þéttleika
bergsins. Það er einkum gert til
þess að koma í veg fyrir vatnsleka í
stíflugrunni. Til að tryggja þetta
eru boraðar allt að 100 m langar
holur í bergið og sérstakri sem-
entseðju dælt í holurnar. Miklar
kröfur eru gerðar til þess sements
sem notað er til eðjugerðarinnar.
Þannig þarf það að uppfylla
strangar gæðakröfur varðandi fín-
leika en slíkt sement er almennt
ekki ffamleitt sem lagervara og því
þarf að sérffamleiða um 4000 tonn
í verksmiðjunni á Akranesi til
þessa verkefnis. Efhið verður sent
með tankbílum á Kárahnjúka-
svæðið þar sem fulltrúi kaupanda
sem er Impregilo tekur á móti
hverjum bíl og yfirfer gæðavottorð
sem fylgir hverjum farmi.
MM
Getum
við
aðstoðað
þig?
L
Hönnun
Prentun
Ljósritun
Frágangur
Pappír
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Borgarbraut 55-310 Borgarnes
Sími: 437 2360 Fax: 437 2361
EMAIL: olgeirhelgi@islandia.is
Auglýsing
um deiliskipulag í Helgafellssveit Snæfellsnesi.
Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er
hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir
rennslisvirkjun fyrir raforku í Bakkaá á jörðinni Gríshóli Helgafellssveit.
Gert er ráð fyrir að vatn verði tekið úr Giljaá, Lindá og Drangá, rennsli
verði um 5001/sek. Ekki verði byggt uppistöðulón, byggt verði stöðvarhús
að hámarki 90 m2. Aðrennslisrör verða grafin í jörð að stöðvarhúsi.
Tillagan, ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum, liggur frammi hjá
oddvita Saurum frá 06.07.05 til 03.08 05 á venjulegum skrifstofutíma.
. Athugasemdum skal skila til oddvita Saurumfyrir 17.08.05 og skulu
l þœr vera skriflegar.
i Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir
I tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Akraneskaupstaður
Samkeppni um
deiliskipulag Akratorgs
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar í samvinnu við Arkitektafélag
íslands efnir til samkeppni um deiliskipulag Akratorgs á Akranesi
Almenn keppnislýsing verður afhent án endurgjalds f.o.m. 4. júlí n.k. á skrifstofu
Arkitektafélags Islands og hjá trúnaðarmanni.
Einnig verður unnt að nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar
(www.akranes.is) frá og með sama degi.
Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 5.000,-
á skrifstofu Arkitektafélags Islands, Engjateigi 9, 2. hæð, Reykjavík f.o.m. 4. júlí
n.k. svo og hjá trúnaðarmanni, Haraldi Helgasyni arkitekt gsm sími 897-6874.
Trúnaðarmaður endurgreiðir skilatryggingu gegn framvísun kvittunar þegar
tillögum eða keppnisgögnum er skilað til hans innan skilafrests.
Trúnaðarmaður tekur á móti tillögum á skrifstofu Arkitektafélags íslands,
Engjateigi 9 (2. hæð), 4. okt. 2005,kl. 15:00 - 18:00.
Sé óskað eftir að skila á öðrum tíma en hér er greint skal haft
samband við trúnaðarmann.
Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar.
www.skessuhorn.is
Vissir þú
SKESSUHORN
sϾmSm
kriliMíi
w .stykkiAolmur.ií.
M sf. Wli giWI ný ajafAfkrt
Í.HÍIfWkflilW w»lurr.9^SrrwrtMmdum-..0
kristinn.is
VAKANDI
AUGA
Hefur þu
:$bendingu
Að á vefmiðlinum skessuhorn.is getur þú skráð
smáauglýsinguna þína ókeypis og hún birtist einnig í
næstu prentútgáfu Skessuhorns - þér að kostnaðarlausu?
Þar fylgist þú jafnframt með því nýjasta sem aðrir eru að
selja - eða óska eftir. Með því að fylgjast með nýjustu
skráningum ertu ávallt skrefi framar.
Að á vefnum er hægt að skrá viðburði og hvers kyns
mannamót á Vesturlandi og þær upplýsingar birtast
jafnframt í prentútgáfu Skessuhorns - þérað
kostnaðarlausu?
Að á skessuhorn.is birtast sjálfkrafa nýjustu fréttir
sem starfsfólk allra stærstu sveitarfélaganna á
Vesturlandi skrá?
Fylgstu með, það borgar sig!
Skessuhorn ehf.