Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 Sffestxwniýiic/íf^ til&ölu/ Til sölu myndir af kynbótahrossum og rœktunarbúum frá , Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Eiríkur Jónsson Ijósmyndari ! simi: 897 0716 netfang: eirikurjons@isholfis Vantar vana vélamenn og meiraprófsbílstjóra til starfa sem fyrst Uppl. gefur Baldur í síma 894 4371 Berglín ehf. Rekstrarstjóri óskast! Shellstöðin Borgarnesi auglýsir starf rekstrarstjóra laust til umsóknar. Starfssvið viðkomandi er umsjón og ábyrgð með daglegum rekstri stöðvarinnar; þ.e. veitinga- og olíusölu auk verslunar. Krafist er rekstrarreynslu og gjaman menntunar sem nýtist í starfi. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist Hirti Árnasyni, Hamravík 2, 310 Borgamesi,fyrir 20. júlínk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 892-1884. Shsllstiðin Brúartorgi - Borgarnesi sími 437 1282 - pizzasími 437 2267 Blaðamaður á Skessuhorn Vegna aukinna verkefna óskar Vesturlandsblaðið Skessuhorn eftir að ráða blaðamann ífullt starf í boði er krefjandi en skemmtilegt starf fyrir réttan aðila. Skilyrði er að viðkomandi ha.fi gott vald á íslensku og rituðu máli, sé snöggur að vinna, hafi reynslu af hliðstœðum störfum oggjaman menntun sem kemur að gagni. Viðkomandi þatf að hafa gott fréttamat og hafa mikinn áhuga á mannlífi líðandi stundar, jafnt atvinnulífi sem mýkri málefnum. Skilyrði er að viðkomandi sé eða verði búsettur á Vesturlandi. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsóknir, ásamt ferilsskrá, sendist Skessuhorni ehf Kirkjubraut 54-56, 300 Akranesi, eða á tölvupósti: | skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 12. júlí nk. Nánari \ upplýsingar veitir Magnús Magnússon í síma 894-8998. Olíumálverk og ljósmyndir í Nk. laugardag, þann 9. júlí kl. 14 hefst sýning Gunnellu og Inger Hel- ene Bóasson í Listasetrinu Kirkju- hvoli á Akranesi. Inger sýnir ljós- myndir og Gunnella sýnir olíumál- verk. Sýningin stendur til 24. júlí og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Inger Helene Bóasson fæddist í Noregi árið 1954. Hún hóf nám í ljósmyndun 1970 og hefur ffá þeim tíma starfað sem ljósmyndari lengst af í Noregi, en einnig hér á landi 1973- 75. Inger starfrækti eigin ljósmynda- stofu í Drammen á árunum 1981- 2001, þar sem hún vann að fjölbreytt- um verkefhum bæði fyrir Norsk og alþjóðleg fyrirtæld. Hún fluttist til ís- lands haustið 2001 og sérhæfir sig nú í stafrænni ljósmyndun. Hún hefur víðtæka reynslu í faginu og tekur að sér stór og smá verkefini fyrir íslensk fyrirtæki og stofhanir. Inger hefur haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og unnið til verðlauna bæði hér á landi og erlendis. Gunnella útskrifaðist ffá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 1986 og hefur hún unnið að myndhst síðan. Hún hefur teldð þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands og utan og haldið einkasýningar. Málverkin hennar eiga sterkar rætur til íslensku sveitarinnar, íslensku bóndakonunnar Kirkjuhvoli við leik og störf. Á sýningunni í Kirkjuhvoli verða um 40 ný olíumál- verk. (fréttatilkynning) T^ennúui Dalabyggð í sókn, nú bráðvantar fólk tilýmissa statfa í Dölum! Nýlega auglýsti Dalabyggð ásamt ýmsum atvinnurekendum eftir fólld til hinna ýmsu starfa á vegum sveitar- félagsins og annarra aðila. Auglýsing- in var tilkomumikil enda mikið í hana lagt og fjallað ítarlega um þau at- vinnutækifæri sem sveitarstjóm hefur byggt upp á undanfömum mánuðum og þau ffábæm búsetuskilyrði sem sveitarfélagið býður upp á. Hjartað tók óneitanlega kipp, loksins er úr að rætast hugsaði ég með sjálffi mér. Það vantar tugi manns til starfa. Hvað hefur gerst sem hefur farið ffam hjá mér og öðrum í Dölum? Aðspurður telur sveitarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson skýringuna fyrir vaxandi eftirspum m.a. „felast í að byggð hafi verið upp atvinnutældfæri í sveitarfé- laginu og árangur þeirrar vinnu sé nú að skila sér með jákvæðum hætti.“ Eg gat auðvitað ekki stillt mig um að líta nánar á þessa miklu uppbyggingu at- vinnutækifæra og er tilefhi skrifa minna nú. Lítum á sviðið: Ef við byrjum á störfum hjá sveitar- félaginu þá vantar fólk til afleysinga á skrifstofunni og bókara. Ekki er það svo bjart að um ný störf sé að ræða. Erfiðlega hefur gengið að fá afleys- ingafólk til starfa síðustu sumur enda ekld hver sem er „hæfur“ til að takast á krefjandi skrifstofustörf hjá sveitar- félaginu. Starfsmenn hafa því skipst á að fara í frí og bæta á sig störfum ann- arra á meðan á sumarleyfum stendur. Bókari sveitarfélagsins hefur sagt upp störfum eftir smtta viðvem á skrif- stofunni og er það miður en ýmsar á- stæður liggja eflaust að bald þeirrar uppsagnar. Nú, ef við höldum áfram þá vantar faglært og ófaglært fólk á leikskólann en erfiðlega hefur gengið að manna þar stöður ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar starfsfólks og nem- enda skólans. Eins og áður hefur ver- ið vikið að, er aðbúnaður leikskólans óviðunandi en sveitarstjóm er búin að taka þá ákvörðun að verja 20-30 milljónum í að byggja rana og gler- hýsi fyrir nemendur, skyndiplástra- lausn sem mætir hvorki þörfum né kröfum nútímareksturs á leik- og grunnskólum. Akvörðun sem hefur mælst illa fyrir hjá starfsfólld, foreldr- um og nemendum leik- og grunn- skólanna þannig að það þarf ekki að koma á óvart þó störf þar séu ekki eff- irsóknarverð þegar grannt er skoðað. Launin em auk þess lág. A Laugum í Sæhngsdal hefur vantað sundlaugar- vörð um nokkurt skeið enda trúlegt að fáum hugnist að taka við því starfi sem bæði er illa launað og vanþakk- látt og húsbóndinn harður í hom að taka. Húsvörð vantar þar einnig sem sinnir Laugum á nóttu sem degi fyrir um 2 milljónir á ári. I öllu falli er ekki tun ný störf að ræða hjá sveitarfélag- inu eins og sveitarstjóri vill vera láta. Dalabyggð er hluthafi í Dalagist- ingu ehf og hefur á undanfömum árum eignast stækkandi hlut í félag- inu með því að taka á sig taprekstur þess í formi aukins hlutafjár. Vissu- lega hefur félagið skapað nokkur störf fyrir heimamenn tengda ferðaþjón- ustu en kostnaðurinn sem fellur á sveitarsjóð á hverju ári vegna starf- seminnar er all nokkur. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur lagt a.m.k. 100 milljónir fram vegna fr amkvæmda við sláturhúsið og rekst- ur Dalalambs á síðustu 2 árum sem væntanlega tekur til starfa næsta haust. Vissulega er það gleðilegt að starfsemi hefjist þar að nýju en súrt í broti að þær fr amkvæmdir skulu kost- aðar af sveitarsjóði án samráðs við íbúa Dalabyggðar. En eins og sveit- arstjóri sagði í síðasta fféttabréfi sínu í apríl sl. þá leitast sveitarstjóm ávallt við að taka ákvarðanir með hagsmuni heildarinnar í huga þó ekki alhr skilji tilgang þeirra þegar þær em teknar. Það er þó huggvm harmi gegn, ef satt er, ef Norðlenska tekur við rekstri þess í haust og gamlar væringar á milli Goðamanna og Dalamanna séu grafnar. Hvað sem því líður þá hafa ffamkvæmdimar kahað á ný störf og í sláturtíð er þörf fyrir gott starfsfólk eins og fyrri ár. Iðnaðarmenn era nú eftirsóttir vegna ffamkvæmdanna en ffamboðið lítið enda margir þeirra í störfum í öðmm sveitarfélögum og aðrir að láta af störfum sökum aldurs o.fl. Mér til mikillar undranar vora auglýst störf í Mjólkustöðinni í Búð- ardal. Það þykir tíðindum sæta ef auglýst er eftir fólki þangað enda hafa færri komist að en viljað um árabil þrátt fyrir lág laun og einhæfa vinnu. Menn hafa verið valdir til starfa þang- að af mildlh kostgæfini enda miklir hagsmunir fólgnir í því að hafa sam- hljóm í kómum. Þar telst ekki til tíð- inda þó þeir sem ekld teljast „hæfir“ séu ýmist færðir nauðugir til í starfi, s.s. reyndir bflstjórar settir í Feta ost- inn, sendir úr héraði svo einhver dæmi séu nefnd, eða látnir fara. Eg hef eldd fengið staðfest að fleiri störf hafi skapast hjá fyrirtækinu á þessu ári en hins vegar veit ég fyrir víst að með tilkomu Bröttubrekku hefur val manna um atvinnu stóraukist síðustu ár þannig að framboð af vinnuafli hefur minnkað og því hefur eftir- spumin heima í héraði aukist. Mikil uppbygging er ffamtmdan á hjúknmarheimilinu að Fellsenda og þar skapast trúlega um 15 heilsárs- störf og munar um minna fyrir lítið sveitarfélag. Staðsemingin býður upp á einstæða aðstöðu til umönnunar og endurhæfingar geðfatlaðra og er það von mín að sú uppbygging haldi á- fram á næstu áram. Þess ber þó að geta að hjúkrunarheimihð er einka- rekið af minningasjóði Finns Olafs- sonar ffá Fellsenda, þarnúg að sveit- arstjóm kemur lítt að þeirri memað- arfullu uppbyggingu sem þar á sér stað. Hins vegar kom ffumkvæði að uppbyggingu heimihsins og aðstöðu íbúa þess frá kjömum meirihluta L- lista manna eftir síðusm sveitarstjóm- arkosningar. Hver er þá niðurstaðan? Hversu mörg störf hafa skapast vegna ákvarð- ana og atvinnuuppbyggingar meiri- hluta sveitarstjómar? Fyrri störf við sláturhúsin verða trúlega endurheimt sem er nokkur sigur í vamarbaráttu, nokkur önnur hafa skapast vegna ffamkvæmda sláturhússins og geri ég eklti lítið úr því þó ég sé ekld sammála um að ffamkvæmdimar séu kostaðar af sveitarsjóði. Nokkur störf hafa skapast vegna Iþrótta- og tómstunda- búða að Laugum í Sælingsdal sem stofhaðar vom að ffumkvæði UMFI og er það vel. En þá er það upptalið. Staðreyndin er hins vegar sú að það er mikil eftirspum eftir vinnuafli í Dah og þá í þau störf sem hafa verið til staðar en ekki vegna nýrra starfa nema að hluta. Framboð vinnuafls er Ktið sem ekkert sem trúlega má skýra, að einhverju leyti af þeim fólksflótta úr sveitarfélaginu sem hefur átt sér stað á undanförnum áram. Meðal okkar Dalamanna era hins vegar tug- ir manna sem sækja vinnu í önnur sveitarfélög, m.a. af þeim ástæðum sem hér hafa verið tilgreindar og má þar nefna iðnaðarmenn, skrifstofu- fólk, starfsfólk í þjónustu- og umönn- unarstörfum, leikskólakennara, verkafólk og bændur. Þann mannauð ber okkur að kaha heim í hérað á ný enda þeir einstaklingar með heimih sitt í Dölum. Okkur ber einnig að hefja sókn í að laða að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ferskt blóð, taka vel á móti þeim og sýna metnað í allri þjónustu sveitarfélagsins. Okkur ber jafhffamt að efla ffumkvæði meðal íbúa og nýsköpun og hvetja þá til dáða. Hlúa þarf að starfsmönnum sveitarfélagsins, bæta starfssldlyrði og aðbúnað. A síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar óskaði Sigurður Rúnar Friðjónsson nýkjömum oddvita og varaoddvita til hamingju með kjörið. I bókun hans komu fram óskir tun gott samstarf og „að kjör þeirra væri gert í trausti þess að svo mætti vera og að menn stæðu sameiginlega gegn þeim ógnunum sem að sveitarfélag- inu steðja". Ekki tilgreinir félagi minn þessar umræddar ógnanir en vonandi er hann sammála mér í því að persónulegt vald atvinnurekanda og pólitískt vald sveitarstjórnarmanna eiga ekki farsæla samleið og kallar á misbeitingu. Miðstýring valds er ógn sem hindrar allan vöxt og þróun byggðalaga. Við Dalamenn sjátun það vonandi breytast í næstu sveitar- stjómarkosningum sem ekld era svo ýkja langt undan. Gnðriín Jóna Gunnarsdóttir, Dalabyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.